„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2025 09:01 Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Liverpool verði Englandsmeistari í tuttugasta sinn. getty/Catherine Ivill Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. „Það er hægt að eyða þúsund orðum til að dansa í kringum þetta en titilbaráttan í ár er búin,“ skrifaði McNulty eftir 0-2 sigur Liverpool á Manchester City á Etihad í gær. Með sigrinum náði Liverpool ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal, sem er í 2. sæti, á leik til góða en McNulty segir það engu skipta. „Baráttunni er stærðfræðilega ekki lokið og fótbolti getur verið skrítinn og óútreiknanlegur leikur. En hann er ekki svo skrítinn og óútreiknanlegur að miskunnarlaust Liverpool-lið sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á tímabilinu, heima gegn Nottingham Forest, muni glutra niður ellefu stiga forskoti í ellefu leikjum,“ skrifaði McNulty. Hann segir að jafnvel þótt Liverpool misstígi sig þurfi Arsenal að vinna nánast alla leiki sem liðið eigi eftir og honum finnist hæpið að það gerist. Arsenal tapaði fyrir West Ham United á Emirates, 0-1, á laugardaginn. Tímabilið 1997-98 Lið hafa áður misst niður gott forskot í titilbaráttunni og nærtækasta dæmið segir McNulty vera tímabilið 1997-98 þegar Manchester United var með ellefu stiga forskot á Arsenal 2. mars en varð samt ekki meistari. Allt bendir til þess að Arne Slot geri Liverpool að Englandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið.getty/Martin Rickett McNulty bendir á að United hafi þegar tapað fimm deildarleikjum á þeim tímapunkti og Arsenal hafi verið mun sterkara þá en liðið er núna. McNulty segir að Skytturnar séu enn og aftur næstum því lið í titilbaráttunni. Ræsið rútuna McNulty segir að sigur Liverpool á City í gær hafi verið sérstaklega sætur þar sem þeir ljósbláu hafi tvisvar sinnum haft betur gegn Rauða hernum á lokadegi tímabils. Liverpool hafði aðeins unnið einn af síðustu fimmtán deildarleikjum á Etihad áður en að leiknum í gær kom. En sigurinn í gær var öruggur þrátt fyrir að Rauði herinn hafi aðeins verið 33,9 prósent með boltann í leiknum, það minnsta í sigri síðan Opta byrjaði að taka saman þessa tölfræði tímabilið 2003-04. McNulty segir að restin af tímabilinu verði eins konar hylling fyrir Liverpool. „Of snemmt? Eiginlega ekki. Þetta er núna spurning hvenær en ekki hvort rauðu borðarnir verða á bikarnum. Ræsið bílinn, eða í þessu tilfelli, opnu rútuna.“ Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
„Það er hægt að eyða þúsund orðum til að dansa í kringum þetta en titilbaráttan í ár er búin,“ skrifaði McNulty eftir 0-2 sigur Liverpool á Manchester City á Etihad í gær. Með sigrinum náði Liverpool ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal, sem er í 2. sæti, á leik til góða en McNulty segir það engu skipta. „Baráttunni er stærðfræðilega ekki lokið og fótbolti getur verið skrítinn og óútreiknanlegur leikur. En hann er ekki svo skrítinn og óútreiknanlegur að miskunnarlaust Liverpool-lið sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á tímabilinu, heima gegn Nottingham Forest, muni glutra niður ellefu stiga forskoti í ellefu leikjum,“ skrifaði McNulty. Hann segir að jafnvel þótt Liverpool misstígi sig þurfi Arsenal að vinna nánast alla leiki sem liðið eigi eftir og honum finnist hæpið að það gerist. Arsenal tapaði fyrir West Ham United á Emirates, 0-1, á laugardaginn. Tímabilið 1997-98 Lið hafa áður misst niður gott forskot í titilbaráttunni og nærtækasta dæmið segir McNulty vera tímabilið 1997-98 þegar Manchester United var með ellefu stiga forskot á Arsenal 2. mars en varð samt ekki meistari. Allt bendir til þess að Arne Slot geri Liverpool að Englandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið.getty/Martin Rickett McNulty bendir á að United hafi þegar tapað fimm deildarleikjum á þeim tímapunkti og Arsenal hafi verið mun sterkara þá en liðið er núna. McNulty segir að Skytturnar séu enn og aftur næstum því lið í titilbaráttunni. Ræsið rútuna McNulty segir að sigur Liverpool á City í gær hafi verið sérstaklega sætur þar sem þeir ljósbláu hafi tvisvar sinnum haft betur gegn Rauða hernum á lokadegi tímabils. Liverpool hafði aðeins unnið einn af síðustu fimmtán deildarleikjum á Etihad áður en að leiknum í gær kom. En sigurinn í gær var öruggur þrátt fyrir að Rauði herinn hafi aðeins verið 33,9 prósent með boltann í leiknum, það minnsta í sigri síðan Opta byrjaði að taka saman þessa tölfræði tímabilið 2003-04. McNulty segir að restin af tímabilinu verði eins konar hylling fyrir Liverpool. „Of snemmt? Eiginlega ekki. Þetta er núna spurning hvenær en ekki hvort rauðu borðarnir verða á bikarnum. Ræsið bílinn, eða í þessu tilfelli, opnu rútuna.“
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira