Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. febrúar 2025 12:30 Jalen Hurts og liðsfélagar hans í Philadelphia Eagles virðast engan áhuga hafa á að heimsækja Trump í Hvíta húsið. Samsett/Getty Leikmenn Philadelphiu Eagles hafa hafnað boði Donalds Trump í Hvíta húsið eftir að liðið vann Ofurskálina fyrr í mánuðinum. Félagið hafnar því boði forsetans öðru sinni, en ekkert varð af álíka boði í fyrri forsetatíð Trumps. Rík hefð er fyrir því að lið sem fagnar sigri í NFL-deildinni fái boð í Hvíta húsið. Leikmenn Kansas City Chiefs heimsóttu Joe Biden, þáverandi forseta, eftir sigur liðsins í fyrra. Bandarískir miðlar greina frá því að leikmenn Philadelphia Eagles hafi ekki áhuga á að þiggja boð Trumps í ár vegna stefnu Bandaríkjaforseta, sem lang flestir Eagles-menn séu ósammála. Svarið hafi verið „risastórt nei“ frá leikmönnum í samtali um heimsóknina við starfsfólk félagsins. Leikmenn Eagles höfnuðu einnig heimboði Trumps eftir Super Bowl titilinn 2018. „Stór hópur leikmanna Eagles ákvað að mæta ekki, þar á meðal flestir ef ekki allir hörunddökkir leikmenn,“ sagði NFL-sérfræðingurinn Adam Schefter frá árið 2018. Trump ákvað þá að aflýsa boðinu þar sem vandræðalega fáir leikmenn Eagles-liðuð hefðu mætt til Washington D.C. Trump hafði á þeim tíma gagnrýnt fjölmarga svarta leikmenn í NFL-deildinni sem krupu á hné á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn. Þetta var gert í mótmælaskyni við ofbeldi lögreglufólks í garð svartra og undirokaða stöðu hörunddökks fólks í bandarísku samfélagi almennt. Trump kallaði eftir því að leikmenn sem krupu á hné yrðu reknir á staðnum. Eagles unnu 40-22 sigur á Kansas City Chiefs í úrslitaleik NFL-deildinnar 9. febrúar síðastliðinn. Um er að ræða fimmta meistaratitil liðsins, og annan titilinn eftir að Ofurskálin varð til. NFL Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
Rík hefð er fyrir því að lið sem fagnar sigri í NFL-deildinni fái boð í Hvíta húsið. Leikmenn Kansas City Chiefs heimsóttu Joe Biden, þáverandi forseta, eftir sigur liðsins í fyrra. Bandarískir miðlar greina frá því að leikmenn Philadelphia Eagles hafi ekki áhuga á að þiggja boð Trumps í ár vegna stefnu Bandaríkjaforseta, sem lang flestir Eagles-menn séu ósammála. Svarið hafi verið „risastórt nei“ frá leikmönnum í samtali um heimsóknina við starfsfólk félagsins. Leikmenn Eagles höfnuðu einnig heimboði Trumps eftir Super Bowl titilinn 2018. „Stór hópur leikmanna Eagles ákvað að mæta ekki, þar á meðal flestir ef ekki allir hörunddökkir leikmenn,“ sagði NFL-sérfræðingurinn Adam Schefter frá árið 2018. Trump ákvað þá að aflýsa boðinu þar sem vandræðalega fáir leikmenn Eagles-liðuð hefðu mætt til Washington D.C. Trump hafði á þeim tíma gagnrýnt fjölmarga svarta leikmenn í NFL-deildinni sem krupu á hné á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn. Þetta var gert í mótmælaskyni við ofbeldi lögreglufólks í garð svartra og undirokaða stöðu hörunddökks fólks í bandarísku samfélagi almennt. Trump kallaði eftir því að leikmenn sem krupu á hné yrðu reknir á staðnum. Eagles unnu 40-22 sigur á Kansas City Chiefs í úrslitaleik NFL-deildinnar 9. febrúar síðastliðinn. Um er að ræða fimmta meistaratitil liðsins, og annan titilinn eftir að Ofurskálin varð til.
NFL Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira