Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2025 13:36 Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna. Fyrrverandi oddviti flokks hans í Wales sætir nú ákæru fyrir að þiggja mútur fyrir að dreifa áróðri Rússa. Vísir/EPA Fyrrverandi leiðtogi flokks Nigels Farage í Wales hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur fyrir að halda uppi áróðri Rússa um Úkraínu á Evrópuþinginu. Talsmaður flokksins segir manninn ekki lengur félaga í honum. Nathan Gill kom fyrir dómara í Westminster til þess að svara fyrir ákæruna á hendur honum. Hann er sakaður um að hafa tekið við mútum í skiptum fyrir að styðja málflutning stjórnvalda í Kreml um atburði í Úkraínu í ræðum í Evrópuþinginu og í skoðanagreinum. Þetta á Gill að hafa gert þegar hann var Evrópuþingmaður fyrir Breska sjálfstæðisflokkinn (Ukip) og Brexit-flokkinn, forvera Umbótaflokks (e. Reform UK) Farage sem var helsti talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, allt til ársins 2020. Ákæruvaldið sagði að Gill hefði verið stöðvaður á Manchester-flugvelli á grundvelli hryðjuverkalaga í september 2021. Í kjölfarið fundust gögn í síma hans um að hann hefði verið í sambandi við úkraínskan stjórnmálamann sem hefði mútað honum til að segja tiltekna hluti á Evrópuþinginu, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirlýsingum hans á Evrópuþinginu hafi verið ætlað að koma Rússum til góða varðandi þá atburði sem þá áttu sér stað í Úkraínu. Úkraínski stjórnmálamaðurinn tilheyrði flokki á úkraínska þinginu sem er hallur undir Rússland. Gill gengur laus gegn tryggingu en hann þurfti að skila vegabréfi sínu, má ekki ferðast erlendis og má ekki hafa samband við úkraínska stjórnmálamanninn. Talsmaður Umbótaflokksins segir Gill ekki félaga í honum lengur. Gill leiddi flokkinn í kosningum til velska þingsins árið 2021. BBC segir ekki ljóst hvenær Gill hætti sem leiðtogi flokksins í Wales en það embætti hafi ekki verið til í einhvern tíma. Bretland Rússland Efnahagsbrot Evrópusambandið Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Nathan Gill kom fyrir dómara í Westminster til þess að svara fyrir ákæruna á hendur honum. Hann er sakaður um að hafa tekið við mútum í skiptum fyrir að styðja málflutning stjórnvalda í Kreml um atburði í Úkraínu í ræðum í Evrópuþinginu og í skoðanagreinum. Þetta á Gill að hafa gert þegar hann var Evrópuþingmaður fyrir Breska sjálfstæðisflokkinn (Ukip) og Brexit-flokkinn, forvera Umbótaflokks (e. Reform UK) Farage sem var helsti talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, allt til ársins 2020. Ákæruvaldið sagði að Gill hefði verið stöðvaður á Manchester-flugvelli á grundvelli hryðjuverkalaga í september 2021. Í kjölfarið fundust gögn í síma hans um að hann hefði verið í sambandi við úkraínskan stjórnmálamann sem hefði mútað honum til að segja tiltekna hluti á Evrópuþinginu, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirlýsingum hans á Evrópuþinginu hafi verið ætlað að koma Rússum til góða varðandi þá atburði sem þá áttu sér stað í Úkraínu. Úkraínski stjórnmálamaðurinn tilheyrði flokki á úkraínska þinginu sem er hallur undir Rússland. Gill gengur laus gegn tryggingu en hann þurfti að skila vegabréfi sínu, má ekki ferðast erlendis og má ekki hafa samband við úkraínska stjórnmálamanninn. Talsmaður Umbótaflokksins segir Gill ekki félaga í honum lengur. Gill leiddi flokkinn í kosningum til velska þingsins árið 2021. BBC segir ekki ljóst hvenær Gill hætti sem leiðtogi flokksins í Wales en það embætti hafi ekki verið til í einhvern tíma.
Bretland Rússland Efnahagsbrot Evrópusambandið Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira