Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2025 13:27 Jón Hákon hér fyrir miðri mynd og fleiri félagar hans í kennarastétt mótmæla þegar nýr borgarstjórnarmeirihluti tók við á dögunum. vísir/vilhelm Jón Hákon Halldórsson kennari í Foldaskóla segir mælinn fullan og tímabært að sýna fullan stuðning við kennaraforystuna. „Já, það eru margir að birta sambærilegar færslur. Þetta er sjálfsprottið. Úr grasrót kennara. Ég held að þetta sé upphaflega komið úr Skagafirði en þori ekki að fullyrða þar um,“ segir Jón Hákon í samtali við Vísi. Mikill fjöldi kennara hefur sett út atvinnuauglýsingu á samfélagsmiðlum: „Kæri atvinnurekandi, ég leita að nýjum starfsvettvangi. Ég er háskólamenntaður sérfræðingur með 5 ára starfsreynslu sem kennari. Helstu styrkleikar og hæfni mín eru: Traustur og áreiðanlegur einstaklingur sem tekur ábyrgð á eigin verkefnum. Hef góða færni í að leiða hópa og verkefni, hvetja samstarfsfólk og skapa jákvætt vinnuumhverfi. Leysi vandamál á skilvirkan hátt. Á auðvelt með árangursrík samskipti við ólíka hópa og einstaklinga. Á auðvelt með að tileinka mér nýjar aðstæður, tækni eða verklag. Reynsla í að stjórna mörgum verkefnum samtímis og tryggja skil á réttum tíma. Hæfni til að nýta fjölbreyttar aðferðir við lausn verkefna og laga sig að mismunandi aðstæðum. Geta til að meta stöðu, greina gögn og taka upplýstar ákvarðanir. Hæfni til að setja skýr markmið og vinna skipulega að því að ná þeim. Færni til að vinna með öðrum, deila hugmyndum og byggja upp jákvæða liðsheild. Mikil þolinmæði og samkennd. Mikill drifkraftur til að ná árangri. Sýni frumkvæði, sjálfstæði og jákvæðni í starfi. Forysta KÍ er ekkert eyland Jón Hákon starfaði áður sem fréttamaður; á Ríkisútvarpinu, Fréttablaðinu og Vísi. Honum vefst tunga um tönn þegar honum er umsvifalaust, í ljósi atvinnuauglýsingar sinnar, boðið starf á Vísi. „Já, það væri … áhugavert.“ En er alvara á bak við atvinnuauglýsinguna? „Hvað mig sjálfan varðar er þetta fyrst og fremst gjörningur til að vekja athygli á okkar stöðu. En ég veit að aðrir gera þetta að meiri alvöru.“ Jón Hákon segir mælinn vera orðinn fullan býsna víða meðal kennara. „Við elskum starfið okkar. En við erum orðin langþreytt á þessari kjarabaráttu og finnst við svikin um loforð sem var gefið 2016. Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, á mótmælum í Ráðhúsinu. Ef vel er að gáð má sjá Jón Hákon á myndinni. Þolinmæði kennara er fyrir löngu á þrotum.vísir/vilhelm Við viljum náttúrlega styðja við bakið á forystu KÍ. Það er stundum látið eins og þau séu eyland í þessari baráttu en forystan er með kennarastéttina á bak við sig. Það er þess vegna sem við gerum þetta og mætum hundruðum saman á Austurvöll þegar Kristrún flytur stefnuræðu, bæði til að minna á það að kjör kennara eru það lök að kennarar eru að flýja stéttina en líka til að minna á stöðu skólanna.“ Segir annarra að hafa áhyggjur af verðbólgu Jón Hákon telur kennara njóta víðtæks stuðnings. „Já, mér heyrist það. Það var mjög jákvætt og gott að heyra hljóðið í foreldrum í kvöldfréttum á föstudaginn. Mér sýnist við heilt yfir eiga stuðning foreldra vísan.“ En þetta eru býsna harðar kröfur, ef svo væri ekki þá væri búið að ná saman fyrir löngu? „Ég veit það nú ekki. Krafan er fyrst og fremst sú að staðið verði við gefin loforð og það er engin harka að staðið verði við gefin loforð. Það er sanngirniskrafa.“ En höfum við efni á þessu? Eða, þýðir þetta þá ekki einfaldlega að ef orðið verður að kröfum kennara þá tekst ekki að ná neinum tökum á verðbólgunni? „Það er annarra að fást við það. Við getum ekki ein tekið ábyrgð á henni. Kennarar hafa svarað kallinu og á samfélagsmiðlum má sjá ótal umsóknir af því sama tagi og Jón Hákon setti í loftið: Þessar auglýsingar skipta hundruðum... Kennaraverkfall 2024-25 Facebook Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist hafa haft áhyggjur af fyrri innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kennaradeilunni sem opinberir launagreiðendur samþykktu en nýja tillagan hljóðar upp á enn hærri upphæðir. Hún segist velta fyrir sér hvaða áhrif slíkar hækkanir, ef af verður, muni hafa á þá samninga sem þegar hafa verið gerðir og þá sem eftir á að gera. 24. febrúar 2025 13:16 Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fjöldi kennara minnti á kjarabaráttu sína bæði á pöllunum í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og sömuleiðis fyrir utan húsið. Kjaradeila kennara er í hnút eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði tillögu sáttasemjara í hádeginu í dag. Nýr borgarstjóri og formaður sambandsins segist hafa stutt tillögu sáttasemjara og skoði sín mál. 21. febrúar 2025 16:58 Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Samninganefnd framhaldskólakennara mætti til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. Til stendur að ræða fyrst og fremst þau atriði er snúa að kjaraviðræðum framhaldskólakennara en í hópnum eru einnig aðrir fulltrúar Kennarasambands Íslands, þeirra á meðal Magnús Þór Jónsson formaður. Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun em formaður nefndarinnar segir fátt nýtt að frétta úr viðræðum við grunn- og leikskólakennara. 12. febrúar 2025 12:02 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
„Já, það eru margir að birta sambærilegar færslur. Þetta er sjálfsprottið. Úr grasrót kennara. Ég held að þetta sé upphaflega komið úr Skagafirði en þori ekki að fullyrða þar um,“ segir Jón Hákon í samtali við Vísi. Mikill fjöldi kennara hefur sett út atvinnuauglýsingu á samfélagsmiðlum: „Kæri atvinnurekandi, ég leita að nýjum starfsvettvangi. Ég er háskólamenntaður sérfræðingur með 5 ára starfsreynslu sem kennari. Helstu styrkleikar og hæfni mín eru: Traustur og áreiðanlegur einstaklingur sem tekur ábyrgð á eigin verkefnum. Hef góða færni í að leiða hópa og verkefni, hvetja samstarfsfólk og skapa jákvætt vinnuumhverfi. Leysi vandamál á skilvirkan hátt. Á auðvelt með árangursrík samskipti við ólíka hópa og einstaklinga. Á auðvelt með að tileinka mér nýjar aðstæður, tækni eða verklag. Reynsla í að stjórna mörgum verkefnum samtímis og tryggja skil á réttum tíma. Hæfni til að nýta fjölbreyttar aðferðir við lausn verkefna og laga sig að mismunandi aðstæðum. Geta til að meta stöðu, greina gögn og taka upplýstar ákvarðanir. Hæfni til að setja skýr markmið og vinna skipulega að því að ná þeim. Færni til að vinna með öðrum, deila hugmyndum og byggja upp jákvæða liðsheild. Mikil þolinmæði og samkennd. Mikill drifkraftur til að ná árangri. Sýni frumkvæði, sjálfstæði og jákvæðni í starfi. Forysta KÍ er ekkert eyland Jón Hákon starfaði áður sem fréttamaður; á Ríkisútvarpinu, Fréttablaðinu og Vísi. Honum vefst tunga um tönn þegar honum er umsvifalaust, í ljósi atvinnuauglýsingar sinnar, boðið starf á Vísi. „Já, það væri … áhugavert.“ En er alvara á bak við atvinnuauglýsinguna? „Hvað mig sjálfan varðar er þetta fyrst og fremst gjörningur til að vekja athygli á okkar stöðu. En ég veit að aðrir gera þetta að meiri alvöru.“ Jón Hákon segir mælinn vera orðinn fullan býsna víða meðal kennara. „Við elskum starfið okkar. En við erum orðin langþreytt á þessari kjarabaráttu og finnst við svikin um loforð sem var gefið 2016. Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, á mótmælum í Ráðhúsinu. Ef vel er að gáð má sjá Jón Hákon á myndinni. Þolinmæði kennara er fyrir löngu á þrotum.vísir/vilhelm Við viljum náttúrlega styðja við bakið á forystu KÍ. Það er stundum látið eins og þau séu eyland í þessari baráttu en forystan er með kennarastéttina á bak við sig. Það er þess vegna sem við gerum þetta og mætum hundruðum saman á Austurvöll þegar Kristrún flytur stefnuræðu, bæði til að minna á það að kjör kennara eru það lök að kennarar eru að flýja stéttina en líka til að minna á stöðu skólanna.“ Segir annarra að hafa áhyggjur af verðbólgu Jón Hákon telur kennara njóta víðtæks stuðnings. „Já, mér heyrist það. Það var mjög jákvætt og gott að heyra hljóðið í foreldrum í kvöldfréttum á föstudaginn. Mér sýnist við heilt yfir eiga stuðning foreldra vísan.“ En þetta eru býsna harðar kröfur, ef svo væri ekki þá væri búið að ná saman fyrir löngu? „Ég veit það nú ekki. Krafan er fyrst og fremst sú að staðið verði við gefin loforð og það er engin harka að staðið verði við gefin loforð. Það er sanngirniskrafa.“ En höfum við efni á þessu? Eða, þýðir þetta þá ekki einfaldlega að ef orðið verður að kröfum kennara þá tekst ekki að ná neinum tökum á verðbólgunni? „Það er annarra að fást við það. Við getum ekki ein tekið ábyrgð á henni. Kennarar hafa svarað kallinu og á samfélagsmiðlum má sjá ótal umsóknir af því sama tagi og Jón Hákon setti í loftið: Þessar auglýsingar skipta hundruðum...
Kennaraverkfall 2024-25 Facebook Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist hafa haft áhyggjur af fyrri innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kennaradeilunni sem opinberir launagreiðendur samþykktu en nýja tillagan hljóðar upp á enn hærri upphæðir. Hún segist velta fyrir sér hvaða áhrif slíkar hækkanir, ef af verður, muni hafa á þá samninga sem þegar hafa verið gerðir og þá sem eftir á að gera. 24. febrúar 2025 13:16 Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fjöldi kennara minnti á kjarabaráttu sína bæði á pöllunum í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og sömuleiðis fyrir utan húsið. Kjaradeila kennara er í hnút eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði tillögu sáttasemjara í hádeginu í dag. Nýr borgarstjóri og formaður sambandsins segist hafa stutt tillögu sáttasemjara og skoði sín mál. 21. febrúar 2025 16:58 Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Samninganefnd framhaldskólakennara mætti til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. Til stendur að ræða fyrst og fremst þau atriði er snúa að kjaraviðræðum framhaldskólakennara en í hópnum eru einnig aðrir fulltrúar Kennarasambands Íslands, þeirra á meðal Magnús Þór Jónsson formaður. Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun em formaður nefndarinnar segir fátt nýtt að frétta úr viðræðum við grunn- og leikskólakennara. 12. febrúar 2025 12:02 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist hafa haft áhyggjur af fyrri innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kennaradeilunni sem opinberir launagreiðendur samþykktu en nýja tillagan hljóðar upp á enn hærri upphæðir. Hún segist velta fyrir sér hvaða áhrif slíkar hækkanir, ef af verður, muni hafa á þá samninga sem þegar hafa verið gerðir og þá sem eftir á að gera. 24. febrúar 2025 13:16
Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fjöldi kennara minnti á kjarabaráttu sína bæði á pöllunum í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og sömuleiðis fyrir utan húsið. Kjaradeila kennara er í hnút eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði tillögu sáttasemjara í hádeginu í dag. Nýr borgarstjóri og formaður sambandsins segist hafa stutt tillögu sáttasemjara og skoði sín mál. 21. febrúar 2025 16:58
Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Samninganefnd framhaldskólakennara mætti til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. Til stendur að ræða fyrst og fremst þau atriði er snúa að kjaraviðræðum framhaldskólakennara en í hópnum eru einnig aðrir fulltrúar Kennarasambands Íslands, þeirra á meðal Magnús Þór Jónsson formaður. Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun em formaður nefndarinnar segir fátt nýtt að frétta úr viðræðum við grunn- og leikskólakennara. 12. febrúar 2025 12:02
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent