Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar 24. febrúar 2025 11:01 Áhrifamikið fólk í skólamálum hefur haft horn í síðu samræmdra prófa og fundið þeim eitthvað til foráttu og má þar nefna þrennt helst. Þau stýra kennslu of mikið Þau eru gamaldags Þau meta ekki allt sem aðalnámskrá boðar 1. Svar við fyrsta liðnum blasir við og er hann byggður annaðhvort á misskilningi eða fáfræði. Samræmd próf eiga að vera úr samræmdri námskrá. Þannig að það er ekkert að því að kennt sé þannig að útkoman verði góð niðurstaða á samræmdu prófi. Hægt er að flétta aðra þætti skólastarfsins sem prófið metur ekki með þægilegum hætti inn í kennsluna. Annars treysti ég kennurum til að stýra sinni kennslu. 2. Hvað er gamaldags og hvað ekki og er gamaldags verra en eitthvað sem er svo nýtt og óprófað að það úreltist á nokkrum mánuðum? Þetta atriði sýnir hve rökþrota óvildarmenn samræmdra prófa eru. 3. Ekkert námsmat getur metið það sem núverandi aðalnámskrá boðar. Miðað við innihald og uppbyggingu hennar gætu 10 kennarar heilt skólaár varla metið það sem hún boðar. Samræmd próf eru sjálfsagður mælikvarði enda er samræmdur námstími og samræmd námskrá. Jafnræðisreglan er brotin á nemendum við lok grunnskóla. Svo gott sem ekkert samræmi er í námsmati nemenda, á milli skóla, við lok grunnskóla og jafnræðis því ekki gætt. Samræmd próf jafna stöðuna. Börn sem koma frá heimilum þar sem efnahagur er bágborin, félagsleg staða veik og foreldrar með litla menntun geta frekar brotist út úr viðjum erfiðleika á jafnréttisgrunni samræmdra prófa. Almenningur/stjórnvöld eiga rétt á því að fá að vita hvernig nemendum í skyldunámsskólum gengur að tileinka sér viðmið aðalnámskrár. Nógu mikið kosta skólarnir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Grunnskólar Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áhrifamikið fólk í skólamálum hefur haft horn í síðu samræmdra prófa og fundið þeim eitthvað til foráttu og má þar nefna þrennt helst. Þau stýra kennslu of mikið Þau eru gamaldags Þau meta ekki allt sem aðalnámskrá boðar 1. Svar við fyrsta liðnum blasir við og er hann byggður annaðhvort á misskilningi eða fáfræði. Samræmd próf eiga að vera úr samræmdri námskrá. Þannig að það er ekkert að því að kennt sé þannig að útkoman verði góð niðurstaða á samræmdu prófi. Hægt er að flétta aðra þætti skólastarfsins sem prófið metur ekki með þægilegum hætti inn í kennsluna. Annars treysti ég kennurum til að stýra sinni kennslu. 2. Hvað er gamaldags og hvað ekki og er gamaldags verra en eitthvað sem er svo nýtt og óprófað að það úreltist á nokkrum mánuðum? Þetta atriði sýnir hve rökþrota óvildarmenn samræmdra prófa eru. 3. Ekkert námsmat getur metið það sem núverandi aðalnámskrá boðar. Miðað við innihald og uppbyggingu hennar gætu 10 kennarar heilt skólaár varla metið það sem hún boðar. Samræmd próf eru sjálfsagður mælikvarði enda er samræmdur námstími og samræmd námskrá. Jafnræðisreglan er brotin á nemendum við lok grunnskóla. Svo gott sem ekkert samræmi er í námsmati nemenda, á milli skóla, við lok grunnskóla og jafnræðis því ekki gætt. Samræmd próf jafna stöðuna. Börn sem koma frá heimilum þar sem efnahagur er bágborin, félagsleg staða veik og foreldrar með litla menntun geta frekar brotist út úr viðjum erfiðleika á jafnréttisgrunni samræmdra prófa. Almenningur/stjórnvöld eiga rétt á því að fá að vita hvernig nemendum í skyldunámsskólum gengur að tileinka sér viðmið aðalnámskrár. Nógu mikið kosta skólarnir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun