Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar 25. febrúar 2025 08:03 Afkoma fyrirtækja er gjarnan mæld í ársfjórðungum. Sumun þykir það heldur títt og að betra væri að horfa til lengri tíma í rekstri. Í efnahagslegu tilliti er ársfjórðungur stuttur tími og því gaman að horfa til þess að nú þegar er liðinn aldarfjórðungur af 21. öldinni. Hvað hefur helst gerst í efnahagslegu tilliti hér á Íslandi á þeim tíma? Við svona tímamót er hollt að líta bæði fram og aftur í tíma. Miklar framfarir hafa orðið á þessum 25 árum og tækninni fleygir fram. Gervigreindin er gjarnan kölluð fimmta iðnbyltingin og standa líkur til að hún verði sú áhrifamesta í sögunni. Öflugri tölvur, meiri reiknigeta og möguleg tenging við mannsheilann er framtíðarsýn sem mun bjóða upp á bæði áskoranir og mikil tækifæri. Hvernig er Ísland í stakk búið að takast á við slíkar breytingar? Við erum dugleg að framleiða Landsframleiðsla á mann á Íslandi er nú með því hæsta sem gerist. Er hún svipuð og í Danmörku, 30% hærri en í Frakklandi og í Evrópusambandinu og þrefalt hærri en meðaltalið á heimsvísu. Ísland er í 6. sæti í heiminum hvað þennan mælikvarða varðar og á sama stað hvað það varðar og árið 2000, þó svo að landsframleiðslan á mann hafi hækkað um 146% í dollurum talið. Þá er útlitið einnig nokkuð gott þegar við horfum fram á við. Miklar fjárfestingar eru framundan í innviðum, landeldi og orkuskiptum og einnig er mikill þróttur í hugverkageiranum. Ljóst er að til að Ísland viðhaldi samkeppnishæfni þarf einnig að huga vel að innviðum, hvort sem það er í orku, fjarskiptum eða samgöngum. Þar felast fjölmörg tækifæri fyrir hið opinbera og einkaaðila til að taka höndum saman. Er kökunni rétt skipt? Í efnahagslegu tilliti er mikilvægt að kraftur sé í landsframleiðslunni og að kakan sé sem stærst. Í félagslegu tilliti er einnig mikilvægt að kökunni sé skipt á sanngjarnan hátt. Gini-stuðullinn svokallaði mælir tekjujöfnuð í löndum og er ójöfnuður minni eftir því sem stuðullinn er lægri. Ísland hefur það sem af er þessari öld ávallt verið meðal þeirra þjóða sem búa við hvað minnstan tekjuójöfnuð. Það er einnig athyglisvert að stuðullinn hefur nánast ekkert breyst frá 2003 – ójöfnuður hefur því ekki aukist þrátt fyrir að landsframleiðsla á mann hafi hækkað mikið. Ísland lánar útlöndum Að mínu mati er athyglisverðasta breytingin á efnahagsstærðum ótrúleg bæting á nettó eignastöðu landsins. Um síðustu aldamót skuldaði þjóðin umfram eignir erlendis og nam munurinn 62% af landsframleiðslu. Í lok þriðja ársfjórðungs 2024 vorum við hins vegar komin í plús 40% af landsframleiðslu. Eru eignir Íslendinga umfram skuldir nú um 1.700 milljarðar króna, eða um 4,5 milljónir á hvern landsmann. Eignamyndunin á þessu tímabili hefur því verið ótrúlega hröð og endurspeglar gjörbreytta efnahagsstöðu landins á mjög stuttum tíma í sögulegu tilliti. Er þetta náttúrulega tilkomið vegna krafts í útflutningsgreinum landsins og þar á meðal miklum vexti í ferðaþjónustu. Á undanförnum árum höfum við einnig séð vöxt í tækni- og hugverkaiðnaði og er sá geiri að taka framúr sjávarútvegi hvað varðar útflutningsverðmæti. Þar hafa fjölmörg öflug fyrirtæki sprottið upp þar sem íslenskt hugvit nýtist á alþjóðavettvangi. Má þar til dæmis nefna einhyrninginn Kerecis, Sidekick Health og Alvotech. Kraftmikið fólk í íslensku atvinnulífi keyrir áfram hagvöxt og atvinnusköpun um allt land. Það er ljóst að 21. öldin mun einkennast af miklum tæknibreytingum og áskorunum og tækifærum sem tengjast þeim. Það er gott til þess að hugsa að efnahagsleg staða Íslands er sterk og þjóðin því vel í stakk búin til að taka virkan þátt í þeirri þróun. Fyrsti fjórðungur aldarinnar var góður og sá næsti verður vonandi enn betri. Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Afkoma fyrirtækja er gjarnan mæld í ársfjórðungum. Sumun þykir það heldur títt og að betra væri að horfa til lengri tíma í rekstri. Í efnahagslegu tilliti er ársfjórðungur stuttur tími og því gaman að horfa til þess að nú þegar er liðinn aldarfjórðungur af 21. öldinni. Hvað hefur helst gerst í efnahagslegu tilliti hér á Íslandi á þeim tíma? Við svona tímamót er hollt að líta bæði fram og aftur í tíma. Miklar framfarir hafa orðið á þessum 25 árum og tækninni fleygir fram. Gervigreindin er gjarnan kölluð fimmta iðnbyltingin og standa líkur til að hún verði sú áhrifamesta í sögunni. Öflugri tölvur, meiri reiknigeta og möguleg tenging við mannsheilann er framtíðarsýn sem mun bjóða upp á bæði áskoranir og mikil tækifæri. Hvernig er Ísland í stakk búið að takast á við slíkar breytingar? Við erum dugleg að framleiða Landsframleiðsla á mann á Íslandi er nú með því hæsta sem gerist. Er hún svipuð og í Danmörku, 30% hærri en í Frakklandi og í Evrópusambandinu og þrefalt hærri en meðaltalið á heimsvísu. Ísland er í 6. sæti í heiminum hvað þennan mælikvarða varðar og á sama stað hvað það varðar og árið 2000, þó svo að landsframleiðslan á mann hafi hækkað um 146% í dollurum talið. Þá er útlitið einnig nokkuð gott þegar við horfum fram á við. Miklar fjárfestingar eru framundan í innviðum, landeldi og orkuskiptum og einnig er mikill þróttur í hugverkageiranum. Ljóst er að til að Ísland viðhaldi samkeppnishæfni þarf einnig að huga vel að innviðum, hvort sem það er í orku, fjarskiptum eða samgöngum. Þar felast fjölmörg tækifæri fyrir hið opinbera og einkaaðila til að taka höndum saman. Er kökunni rétt skipt? Í efnahagslegu tilliti er mikilvægt að kraftur sé í landsframleiðslunni og að kakan sé sem stærst. Í félagslegu tilliti er einnig mikilvægt að kökunni sé skipt á sanngjarnan hátt. Gini-stuðullinn svokallaði mælir tekjujöfnuð í löndum og er ójöfnuður minni eftir því sem stuðullinn er lægri. Ísland hefur það sem af er þessari öld ávallt verið meðal þeirra þjóða sem búa við hvað minnstan tekjuójöfnuð. Það er einnig athyglisvert að stuðullinn hefur nánast ekkert breyst frá 2003 – ójöfnuður hefur því ekki aukist þrátt fyrir að landsframleiðsla á mann hafi hækkað mikið. Ísland lánar útlöndum Að mínu mati er athyglisverðasta breytingin á efnahagsstærðum ótrúleg bæting á nettó eignastöðu landsins. Um síðustu aldamót skuldaði þjóðin umfram eignir erlendis og nam munurinn 62% af landsframleiðslu. Í lok þriðja ársfjórðungs 2024 vorum við hins vegar komin í plús 40% af landsframleiðslu. Eru eignir Íslendinga umfram skuldir nú um 1.700 milljarðar króna, eða um 4,5 milljónir á hvern landsmann. Eignamyndunin á þessu tímabili hefur því verið ótrúlega hröð og endurspeglar gjörbreytta efnahagsstöðu landins á mjög stuttum tíma í sögulegu tilliti. Er þetta náttúrulega tilkomið vegna krafts í útflutningsgreinum landsins og þar á meðal miklum vexti í ferðaþjónustu. Á undanförnum árum höfum við einnig séð vöxt í tækni- og hugverkaiðnaði og er sá geiri að taka framúr sjávarútvegi hvað varðar útflutningsverðmæti. Þar hafa fjölmörg öflug fyrirtæki sprottið upp þar sem íslenskt hugvit nýtist á alþjóðavettvangi. Má þar til dæmis nefna einhyrninginn Kerecis, Sidekick Health og Alvotech. Kraftmikið fólk í íslensku atvinnulífi keyrir áfram hagvöxt og atvinnusköpun um allt land. Það er ljóst að 21. öldin mun einkennast af miklum tæknibreytingum og áskorunum og tækifærum sem tengjast þeim. Það er gott til þess að hugsa að efnahagsleg staða Íslands er sterk og þjóðin því vel í stakk búin til að taka virkan þátt í þeirri þróun. Fyrsti fjórðungur aldarinnar var góður og sá næsti verður vonandi enn betri. Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar