Lakers hafði tapað á móti tveimur af lélegustu liðum deildarinnar á síðustu dögum en vann nú 123-100 sigur á einu af því besta.
Það sem meira er að Denver Nuggets var búið að vinna níu leiki í röð á móti Lakers. Nú var hins vegar loksins komið að svari frá LeBron James og félögum og það þótt að leikurinn færi fram í Denver.
Luka Doncic hefur ekki byrjað sannfærandi síðan Lakers fékk hann frá Dallas Mavericks (14,7 stig í leik) en það breyttist í nótt.
Doncic átti mjög góðan leik og endaði með 32 stig, 10 fráköst , 7 stoðsendingar og 4 stolna bolta.
Hinn fertugi LeBron James fylgdi eftir fjörutíu stiga leik með því að skorað 25 stig, taka 9 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Ungstirnið Austin Reaves var síðan með 23 stig og 7 stoðsendinga og Rui Hachimura skoraði 21 stig.
Hjá Denver var Nikola Jokic með enn eina þrennuna en skoraði hins vegar bara tólf stig enda hitti hann bara úr 2 af 7 skotum sínum. Hann var með 13 fráköst og 10 stoðsendingar. Aaron Gordon var stigahæstur með 24 stig.
LUKA DONČIĆ DOMINATES SATURDAY PRIMETIME!
— NBA (@NBA) February 23, 2025
⭐️ 32 PTS (most as a Laker)
⭐️ 10 REB
⭐️ 7 AST
⭐️ 4 STL
⭐️ W pic.twitter.com/V3MGNibQmJ