Körfubolti

Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luka Doncic og LeBron James voru saman með 57 stig, 19 fráköst og 12 stoðsendingar í leiknum í nótt
Luka Doncic og LeBron James voru saman með 57 stig, 19 fráköst og 12 stoðsendingar í leiknum í nótt Getty/Jevone Moore

Los Angeles Lakers sýndi mátt sinn og megin í NBA deildinni í körfubolta í nótt með flottum sigri á öflugu liði Denver Nuggets.

Lakers hafði tapað á móti tveimur af lélegustu liðum deildarinnar á síðustu dögum en vann nú 123-100 sigur á einu af því besta.

Það sem meira er að Denver Nuggets var búið að vinna níu leiki í röð á móti Lakers. Nú var hins vegar loksins komið að svari frá LeBron James og félögum og það þótt að leikurinn færi fram í Denver.

Luka Doncic hefur ekki byrjað sannfærandi síðan Lakers fékk hann frá Dallas Mavericks (14,7 stig í leik) en það breyttist í nótt.

Doncic átti mjög góðan leik og endaði með 32 stig, 10 fráköst , 7 stoðsendingar og 4 stolna bolta.

Hinn fertugi LeBron James fylgdi eftir fjörutíu stiga leik með því að skorað 25 stig, taka 9 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Ungstirnið Austin Reaves var síðan með 23 stig og 7 stoðsendinga og Rui Hachimura skoraði 21 stig.

Hjá Denver var Nikola Jokic með enn eina þrennuna en skoraði hins vegar bara tólf stig enda hitti hann bara úr 2 af 7 skotum sínum. Hann var með 13 fráköst og 10 stoðsendingar. Aaron Gordon var stigahæstur með 24 stig.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×