Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2025 16:16 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Landsbankinn og eftirlitið hafa gert sátt um tiltekin skilyrði fyrir samruna félaganna tveggja. Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að eftirlitið hafi lokið rannsókn sinni á kaupunum í dag. „Landsbankinn er, eins og kunnugt er, stærsti viðskiptabanki landsins og býður einstaklingum, fyrirtækjum og fjárfestum upp á alhliða fjármálaþjónustu. TM er þriðja stærsta skaðatryggingafélag landsins og rekur það jafnframt líftryggingastarfsemi gegnum dótturfélag sitt TM líftryggingar hf.“ Kaup bankans á TM hafa vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þá staðreynd að bankinn er alfarið í eigu ríkisins og því er hið opinbera að stíga inn á tryggingamarkað með kaupunum. Í tilkynningu segir að samruninn sé að meginuppistöðu til svonefndur samsteypusamruni þar sem alhliða viðskiptabankastarfsemi rennur saman við vátryggingastarfsemi. Bæði Landsbankinn og TM starfi á fákeppnismörkuðum þar sem talsverðar aðgangshindranir séu fyrir hendi. Samruninn auki samkeppni Samkeppniseftirlitið hafi við rannsókn málsins óskað sjónarmiða í opnu umsagnarferli og hafi einkum borist sjónarmið frá keppinautum samrunafyrirtækjanna. Jafnframt hafi Samkeppniseftirlitið óskað eftir ítarlegum gögnum frá viðskiptabönkum, sparisjóðum og vátryggingafélögum, í því skyni að meta stöðu samrunaaðila á þeim mörkuðum sem þeir starfa. Jafnframt hafi við rannsóknina verið leitað umsagna og frekari upplýsinga sem nauðsynleg þóttu við rannsókn samrunans. Rannsóknin hafi meðal annars leitt í ljós að hlutdeild TM á skaðatryggingamarkaði hafi dregist saman mörg undanfarin ár ogvísbendingar séu um að það stafi af veikari samkeppni félagsins um viðskiptavini en áður. „Þannig hafi félagið gefið eftir í verðsamkeppni við hin vátryggingafélögin. Ástæða er til að ætla að með nýju eignarhaldi skapist svigrúm og hvatar til aukinnar samkeppni á markaðnum.“ Mikilvægt að koma í veg fyrir vöndlun Þá segir að því er varðar viðskiptabankamarkað sýni fyrirliggjandi gögn gríðarlega sterka stöðu stóru viðskiptabankanna þriggja, á markaði sem varinn sé með umtalsverðum aðgangshindrunum. Þær samkeppnishömlur sem að óbreyttu hefðu leitt af samruna Landsbankans og TM tengist að talsverðu leyti markaðssetningu og sölu vátrygginga TM gegnum dreifikerfi Landsbankans. „Telur Samkeppniseftirlitið mikilvægt að gæta að því að samruninn raski ekki samkeppni á grundvelli vöndlunar eða samtvinnunar vátrygginga og viðskiptabankaþjónustu.“ Á fundi þann 17. desember 2024 hafi Samkeppniseftirlitið gert Landsbankanum grein fyrir frummati sínu á áhrifum samrunans og reifað sérstaklega skaðleg áhrif sem af honum gætu hlotist. Þann 23. desember 2024 hafi Landsbankinn óskað eftir sáttarviðræðum og lagt fram tillögu að mótaðgerðum til að leysa þau samkeppnislegu vandkvæði sem Samkeppniseftirlitið hafði bent á. Á þeim grunni og eftir frekari viðræður hafi Landsbankinn nú gert sátt við Samkeppniseftirlitið. „Með sáttinni skuldbindur bankinn sig til þess að tryggja að sérstök kjör á vátryggingum TM verði ekki háð því skilyrði að laun viðskiptavinar verði greidd inn á reikning hans hjá bankanum.“ Launareikningar mikilvægt aðdráttarafl „Það að fá viðskiptavini í launareikningsviðskipti getur haft mikla þýðingu í samkeppni á viðskiptabankamarkaði. Þannig geta launareikningar talist mikilvæg aðdráttarleið fyrir víðtækari viðskipti,“ segir í tilkynningu. Rannsókn málsins bendi til þess að smærri keppinautar á viðskiptabankamarkaði geti átt erfitt með að standa af sér áhrifin af því að bankar með sterka stöðu, líkt og Landsbankinn, bindi sérstök kjör á vátryggingum því skilyrði að viðskiptavinir séu með launareikning hjá viðkomandi banka. Þannig gæti slík háttsemi skert möguleika smærri keppinauta til vaxtar og viðgangs og þeir jafnvel útilokast frá samkeppni um stóran hluta viðskiptavina á markaðnum fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að eftirlitið hafi lokið rannsókn sinni á kaupunum í dag. „Landsbankinn er, eins og kunnugt er, stærsti viðskiptabanki landsins og býður einstaklingum, fyrirtækjum og fjárfestum upp á alhliða fjármálaþjónustu. TM er þriðja stærsta skaðatryggingafélag landsins og rekur það jafnframt líftryggingastarfsemi gegnum dótturfélag sitt TM líftryggingar hf.“ Kaup bankans á TM hafa vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þá staðreynd að bankinn er alfarið í eigu ríkisins og því er hið opinbera að stíga inn á tryggingamarkað með kaupunum. Í tilkynningu segir að samruninn sé að meginuppistöðu til svonefndur samsteypusamruni þar sem alhliða viðskiptabankastarfsemi rennur saman við vátryggingastarfsemi. Bæði Landsbankinn og TM starfi á fákeppnismörkuðum þar sem talsverðar aðgangshindranir séu fyrir hendi. Samruninn auki samkeppni Samkeppniseftirlitið hafi við rannsókn málsins óskað sjónarmiða í opnu umsagnarferli og hafi einkum borist sjónarmið frá keppinautum samrunafyrirtækjanna. Jafnframt hafi Samkeppniseftirlitið óskað eftir ítarlegum gögnum frá viðskiptabönkum, sparisjóðum og vátryggingafélögum, í því skyni að meta stöðu samrunaaðila á þeim mörkuðum sem þeir starfa. Jafnframt hafi við rannsóknina verið leitað umsagna og frekari upplýsinga sem nauðsynleg þóttu við rannsókn samrunans. Rannsóknin hafi meðal annars leitt í ljós að hlutdeild TM á skaðatryggingamarkaði hafi dregist saman mörg undanfarin ár ogvísbendingar séu um að það stafi af veikari samkeppni félagsins um viðskiptavini en áður. „Þannig hafi félagið gefið eftir í verðsamkeppni við hin vátryggingafélögin. Ástæða er til að ætla að með nýju eignarhaldi skapist svigrúm og hvatar til aukinnar samkeppni á markaðnum.“ Mikilvægt að koma í veg fyrir vöndlun Þá segir að því er varðar viðskiptabankamarkað sýni fyrirliggjandi gögn gríðarlega sterka stöðu stóru viðskiptabankanna þriggja, á markaði sem varinn sé með umtalsverðum aðgangshindrunum. Þær samkeppnishömlur sem að óbreyttu hefðu leitt af samruna Landsbankans og TM tengist að talsverðu leyti markaðssetningu og sölu vátrygginga TM gegnum dreifikerfi Landsbankans. „Telur Samkeppniseftirlitið mikilvægt að gæta að því að samruninn raski ekki samkeppni á grundvelli vöndlunar eða samtvinnunar vátrygginga og viðskiptabankaþjónustu.“ Á fundi þann 17. desember 2024 hafi Samkeppniseftirlitið gert Landsbankanum grein fyrir frummati sínu á áhrifum samrunans og reifað sérstaklega skaðleg áhrif sem af honum gætu hlotist. Þann 23. desember 2024 hafi Landsbankinn óskað eftir sáttarviðræðum og lagt fram tillögu að mótaðgerðum til að leysa þau samkeppnislegu vandkvæði sem Samkeppniseftirlitið hafði bent á. Á þeim grunni og eftir frekari viðræður hafi Landsbankinn nú gert sátt við Samkeppniseftirlitið. „Með sáttinni skuldbindur bankinn sig til þess að tryggja að sérstök kjör á vátryggingum TM verði ekki háð því skilyrði að laun viðskiptavinar verði greidd inn á reikning hans hjá bankanum.“ Launareikningar mikilvægt aðdráttarafl „Það að fá viðskiptavini í launareikningsviðskipti getur haft mikla þýðingu í samkeppni á viðskiptabankamarkaði. Þannig geta launareikningar talist mikilvæg aðdráttarleið fyrir víðtækari viðskipti,“ segir í tilkynningu. Rannsókn málsins bendi til þess að smærri keppinautar á viðskiptabankamarkaði geti átt erfitt með að standa af sér áhrifin af því að bankar með sterka stöðu, líkt og Landsbankinn, bindi sérstök kjör á vátryggingum því skilyrði að viðskiptavinir séu með launareikning hjá viðkomandi banka. Þannig gæti slík háttsemi skert möguleika smærri keppinauta til vaxtar og viðgangs og þeir jafnvel útilokast frá samkeppni um stóran hluta viðskiptavina á markaðnum fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira