Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. febrúar 2025 07:00 Hinar finnsku Maria Falkenberg og Tuula Hyvarinen lentu í tveimur flugslysum sama daginn. Stöð 2 Tveir sjúkraþjálfarar af Reykjalundi og franskur vinur þeirra lifðu af tvö flugslys sem urðu með fjögurra klukkustunda millibili á Mosfellsheiði rétt fyrir jól árið 1979. Þennan dag horfðust ellefu manns, í lítilli Cessna-flugvél og stórri björgunarþyrlu, í augu við dauðann í myrkri og snjóbyl. „Ekki aftur flugslys, ég trúi því ekki,“ segir hin finnska Tuula Hyvarinen í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Tveir læknar af Borgarspítalanum voru í þyrlunni. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Lentu í tveimur flugslysum sama daginn Skerandi neyðar- og sársaukahróp á slysstað Tuula var nýlega komin um borð í björgunarþyrlu varnarliðsins sem var að sækja hana og Mariu, vinkonu hennar, og Frakkann, flugmann Cessnunnar, eftir að þau höfðu brotlent illa og slasast ofarlega á Mosfellsheiðinni. Þegar þyrlan var komin í um 500 feta hæð hrapaði hún til jarðar. Tveir íslenskir læknar af slysadeild Borgarspítalans, Magnús Guðmundsson og Ólafur Kjartansson höfðu komið með þyrlunni frá Reykjavík. Þeir lifðu báðir slysið af en slösuðust báðir. Ólafur Kjartansson er annar af læknunum tveimur sem komu með björgunarþyrlunni frá Reykjavík - og lentu síðan sjálfir í slysi.Stöð 2 Í þættinum er viðtal við Ólaf, sem þrátt fyrir meiðsl, fór að sinna hinum slösuðu á vettvangi – þar af þremur bandarískum þyrluflugmönnum sem höfðu lærbrotnað. Einnig er viðtal við Ragnar Axelsson ljósmyndara sem var hræddur um að valda íkveikju á slysstað með flassljósi. Meðal þeirra sem gengu í björgunarstörf var Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem einnig lenti í lífshættu í flugferð þegar hann var að störfum sjö árum síðar.Stöð 2 Þegar björgunarsveitarmenn komu að þyrlunni heyrðust þaðan skerandi neyðar- og sársaukahróp. Ofboðsleg eldsneytisgufa og neistaflug mætti þeim. 19 ára piltur, Skúli Karlsson, vann hetjudáð með því að bruna að þyrluflakinu á vélsleða áður en hann fór inn í það þar sem hann sló út aðalrofa. Með því er hann talinn hafa komið í veg fyrir að fjöldi fólks lét lífið. Flugslysin tvö urðu með fjögurra klukkustunda millibili árið 1979.RAX Útkall Fréttir af flugi Mosfellsbær Bláskógabyggð Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira
„Ekki aftur flugslys, ég trúi því ekki,“ segir hin finnska Tuula Hyvarinen í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Tveir læknar af Borgarspítalanum voru í þyrlunni. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Lentu í tveimur flugslysum sama daginn Skerandi neyðar- og sársaukahróp á slysstað Tuula var nýlega komin um borð í björgunarþyrlu varnarliðsins sem var að sækja hana og Mariu, vinkonu hennar, og Frakkann, flugmann Cessnunnar, eftir að þau höfðu brotlent illa og slasast ofarlega á Mosfellsheiðinni. Þegar þyrlan var komin í um 500 feta hæð hrapaði hún til jarðar. Tveir íslenskir læknar af slysadeild Borgarspítalans, Magnús Guðmundsson og Ólafur Kjartansson höfðu komið með þyrlunni frá Reykjavík. Þeir lifðu báðir slysið af en slösuðust báðir. Ólafur Kjartansson er annar af læknunum tveimur sem komu með björgunarþyrlunni frá Reykjavík - og lentu síðan sjálfir í slysi.Stöð 2 Í þættinum er viðtal við Ólaf, sem þrátt fyrir meiðsl, fór að sinna hinum slösuðu á vettvangi – þar af þremur bandarískum þyrluflugmönnum sem höfðu lærbrotnað. Einnig er viðtal við Ragnar Axelsson ljósmyndara sem var hræddur um að valda íkveikju á slysstað með flassljósi. Meðal þeirra sem gengu í björgunarstörf var Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem einnig lenti í lífshættu í flugferð þegar hann var að störfum sjö árum síðar.Stöð 2 Þegar björgunarsveitarmenn komu að þyrlunni heyrðust þaðan skerandi neyðar- og sársaukahróp. Ofboðsleg eldsneytisgufa og neistaflug mætti þeim. 19 ára piltur, Skúli Karlsson, vann hetjudáð með því að bruna að þyrluflakinu á vélsleða áður en hann fór inn í það þar sem hann sló út aðalrofa. Með því er hann talinn hafa komið í veg fyrir að fjöldi fólks lét lífið. Flugslysin tvö urðu með fjögurra klukkustunda millibili árið 1979.RAX
Útkall Fréttir af flugi Mosfellsbær Bláskógabyggð Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira