Í grein Berliner Zeitung segir að það hafi vakið sérstaka athygli í umræðunum í gær að málefni farand- og flóttafólks hafi verið nánast hunsað. Það sé gífurlega mikilvæg málefni í augum kjósenda.
Í nýlegri könnun þar sem þýskir kjósendur voru spurðir út í helstu vandamál þýsks samfélags nefndu 77 prósent vaxandi gjá milli ríkra og fátækra. Þá nefndu 63 prósent þeirra að menningarmunur innan Þýskalands væri mikið vandamál.
Kannanir hafa bent til þess að Kristilegir demókratar (CDU/CSU), sem leiddir eru af Friedrich Merz, eigi von á mestu fylgi. Næst stærsti flokkurinn er Valkostur fyrir Þýskaland (AfD). Leiðtogar flestra flokka hafa þó heitið því að starfa ekki með AfD vegna öfgamanna innan flokksins.
YouGov Sonntagsfrage FINAL CALL vor #BTW25:
— YouGov Deutschland (@YouGov_DE) February 21, 2025
CDU/CSU: 29%
SPD: 16%
Die Grünen: 13%
FDP: 4%
Die Linke: 8%
AfD: 20%
BSW: 5%
Mehr Infos zur aktuellen Wahlabsicht der Deutschen und zur Wahlforschung von YouGov hier: https://t.co/i2KbhlwVeH pic.twitter.com/7Y11Ujho7h
Leiðtogar flokksins vilja meðal annars draga verulega úr flæði fólks til Þýskalands, hætta stuðningi við Úkraínu og taka upp bætt samskipti við Rússa. AfD vill einnig að Þýskaland yfirgefi Evrópusambandið og hætti að nota Evruna. Meðlimir flokksins neita veðurfarsbreytingum af mannavöldum og vilja reisa ný kolaorkuver og kjarnorkuver.
Flokkurinn nýtur einnig stuðnings ríkisstjórnar Donalds Trump og Elons Musk, auðugasta manns heims.
AfD er verulega umdeildur flokkur og hefur verið skilgreindur af öryggisstöfnunum í Þýskalandi sem fjar-hægri öfgasamtök.
Eitt helsta baráttumál CDU er einnig að draga úr flæði farand- og flóttafólks til Þýskalands og að lækka skatta. Þeir vilja einnig auka fjárútlát til varnarmála og auka þátttöku Þýskalands í Atlantshafsbandalaginu, samkvæmt yfirliti DW.
Helstu baráttumál Sósíaldemókrata (SPD), flokks kanslarans Olafs Scholz sem er í þriðja sæti í könnunum, eru að fara í umfangsmiklar fjárfestingar í innviðum og reyna að laða erlenda fjárfestingu til Þýskalands. Þá vill flokkurinn einnig setja á auðlegðaskatt.