Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova, Þorbjörg Halldórsdóttir og Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifa 21. febrúar 2025 08:01 „Íslenskan er eins og við öll vitum, móðurmálið okkar og það ber okkur að varðveita hverja stund. En við eigum líka að bera virðingu fyrir öllum erlendum tungumálum og skilja að þau eru jafn dýrmæt og íslenskan er okkur.“ (Vigdís Finnbogadóttir) Í dag, 21. febrúar, er Alþjóðadagur móðurmála. Af því tilefni verður opnað nýtt Tungumálakort þar sem birtast niðurstöður leitar að tungumálaforða barna og ungmenna á Íslandi. Blásið var til leitarinnar í janúarbyrjun en þetta er í þriðja sinn sem tungumál í skólum landsins hafa verið kortlögð. Starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla landsins var hvatt til þess að spjalla við börnin og spyrja þau um tungumálin þeirra. Markmiðið var að kortleggja öll tungumál sem töluð eru af börnum og ungmennum í leik- og grunnskólum landsins og nú í fyrsta sinn einnig í framhaldsskólum. Tilgangurinn er að vekja jákvæða umræðu um tungumál og fjöltyngi en að hafa fleiri en eitt tungumál á valdi sínu getur aukið lífsgæði og auðgað tilfinningalíf. Aukin tungumálavitund hvers og eins ýtir undir sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd og getur verið stuðningur við skólana í því mikilvæga verkefni að innleiða virkt fjöltyngi og efla tungumálakunnáttu allra nemenda. Leitin að tungumálunum var unnin í samstarfi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Miðju máls og læsis, MEMM – Menntun, móttaka, menning, Móðurmáls – samtaka um tvítyngi, Menningarmótsverkefnisins og Samtaka tungumálakennara á Íslandi (STÍL). Áður voru tungumálin kortlögð í íslenskum leik- og grunnskólum á árunum 2014 og 2021. Alls bárust 242 svör úr leik-, grunn- og framhaldsskólum en í allt hefur um þriðjungur allra skóla á landinu tekið þátt í verkefninu, auk nokkurra annarra stofnana og einstaklinga. Búið að safna 101 tungumáli Nú hafa safnast 101 tungumál sem eru örlítið fleiri en síðast. Áhugavert er að alls 16 tungumál sem söfnuðust síðast eru ekki með í ár. Þau tungumál eru: abi, benga, berbíska, chichewa, dagbani, fidjíska, ga, kambodíska, konkani, krio, namibíska, nyiha, susu, tadsikíska, tigrinya og úsbekíska. Ef litið er til fyrri söfnunar má ætla að á Íslandi hafi átt heima hið minnsta 117 tungumál síðustu tíu ár. Einnig er athyglisvert að á Íslandi tala börn a.m.k. fjögur táknmál: íslenskt, írskt, litháískt og úkraínskt. Hér er heildarlistinn yfir þau tungumál sem skráð voru í tungumálaleitinni 2025: Afríkanska, albanska, amharíska, arabíska, armenska, aserska, bengalska, bisaya, bosníska, búlgarska, cebuano, danska, dari, edo, eistneska, enska, ewe, fante-akan, farsí, filippseyska, finnska, flæmska-hollenska, franska, færeyska, georgíska, grænlenska, gríska, gujarati, haítíska, hausa, hebreska, hindí, hollenska, hvítrússneska, igbo, ilokano, indonesíska, írskt táknmál, íslenska, íslenskt táknmál, ítalska, japanska, kínverska-kantónska, kínverska-mandarín, kóreanska, kreolíska, króatíska, kúrdíska, kúrdíska-behdini, kurdíska-soraní, lettneska, litháíska, litháískt táknmál, lúxemborgska, makedónska, maltneska, malasíska, malayalam, moldavíska, mongólska, marokkóska, nepalska, nigeríska, norska, pampango-kapampangan, pandjábí, pastó, pólska, portúgalska, rómamál, rúmenska, rússneska, serbneska, sinhalíska, slóvakíska, slóvenska, sómalska, spænska, spænskt táknmál, svahílí, sýrlenska, sænska, taílenska, taívanska, tagalog, tamazight, tamíl, tékkneska, telegu, twi, túniska, tyrkneska, úkraínska, úkraínskt táknmál, ungverska, úrdú, víetnamska, wolof, yoroba, þýska, rómönsk þýska. Stuðst var við viðurkenndan vef Ethnologuevið úrvinnslu gagna en hann geymir aðgengilegar upplýsingar um tungumál heimsins. Einnig er rétt að nefna að sjónarhorn málnotenda fékk að ráða þegar upp komu vafamál sem varða það hvort um væri að ræða mállýsku eða tungumál. Íslenska er algengasta tungumálið, eins og búast mátti við, en þar á eftir fylgdu pólska sem var skráð af 194 aðilum, enska (168 svör), spænska (154 svör), úkraínska (110 svör), rússneska (110 svör), arabíska (106 svör), litháíska (106 svör), þýska (98 svör), filippseyska (95 svör) og danska (88 svör). Margir leik-, grunn- og framhaldsskólar skráðu yfir 20 tungumál og því má segja að tungumálafjölbreytileiki blómstri í mörgum skólum. Þar sem mest lætur eru allt að fjörutíu tungumál skráð. Fjölbreyttar leiðir til að styðja við virkt fjöltyngi Með þátttöku í verkefninu stuðla skólarnir að markmiðum sem styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Barnasáttmálann og Menntastefnu stjórnvalda. Til er Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi sem lýsir leiðum til að efla virkt fjöltyngi í leik- og grunnskólum. Tungumálakortinu 2025 fylgir nýtt námsefni, Töfrakista tungumálanna, en þar eru hugmyndir og verkefni sem er ætlað að fræða um og vekja athygli á fjöltyngi og tungumálum heimsins í skólum landsins. Námsefnið er gefið út á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu í dag, á Alþjóðadegi móðurmálsins. Opnað verður aftur fyrir skráningu tungumála á Tungumálakortið 2025 í takmarkaðan tíma eða til og með 31. mars og því enn hægt að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Við óskum öllum til hamingju með daginn! Renata Emilsson Peskova, lektor á Menntavísindasviði HÍ og formaður Móðurmáls - samtaka um tvítyngi Þorbjörg Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og formaður STÍL, Samtaka tungumálakennara á Íslandi Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kennari, menningarmiðlari og verkefnisstýra Menningarmóts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
„Íslenskan er eins og við öll vitum, móðurmálið okkar og það ber okkur að varðveita hverja stund. En við eigum líka að bera virðingu fyrir öllum erlendum tungumálum og skilja að þau eru jafn dýrmæt og íslenskan er okkur.“ (Vigdís Finnbogadóttir) Í dag, 21. febrúar, er Alþjóðadagur móðurmála. Af því tilefni verður opnað nýtt Tungumálakort þar sem birtast niðurstöður leitar að tungumálaforða barna og ungmenna á Íslandi. Blásið var til leitarinnar í janúarbyrjun en þetta er í þriðja sinn sem tungumál í skólum landsins hafa verið kortlögð. Starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla landsins var hvatt til þess að spjalla við börnin og spyrja þau um tungumálin þeirra. Markmiðið var að kortleggja öll tungumál sem töluð eru af börnum og ungmennum í leik- og grunnskólum landsins og nú í fyrsta sinn einnig í framhaldsskólum. Tilgangurinn er að vekja jákvæða umræðu um tungumál og fjöltyngi en að hafa fleiri en eitt tungumál á valdi sínu getur aukið lífsgæði og auðgað tilfinningalíf. Aukin tungumálavitund hvers og eins ýtir undir sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd og getur verið stuðningur við skólana í því mikilvæga verkefni að innleiða virkt fjöltyngi og efla tungumálakunnáttu allra nemenda. Leitin að tungumálunum var unnin í samstarfi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Miðju máls og læsis, MEMM – Menntun, móttaka, menning, Móðurmáls – samtaka um tvítyngi, Menningarmótsverkefnisins og Samtaka tungumálakennara á Íslandi (STÍL). Áður voru tungumálin kortlögð í íslenskum leik- og grunnskólum á árunum 2014 og 2021. Alls bárust 242 svör úr leik-, grunn- og framhaldsskólum en í allt hefur um þriðjungur allra skóla á landinu tekið þátt í verkefninu, auk nokkurra annarra stofnana og einstaklinga. Búið að safna 101 tungumáli Nú hafa safnast 101 tungumál sem eru örlítið fleiri en síðast. Áhugavert er að alls 16 tungumál sem söfnuðust síðast eru ekki með í ár. Þau tungumál eru: abi, benga, berbíska, chichewa, dagbani, fidjíska, ga, kambodíska, konkani, krio, namibíska, nyiha, susu, tadsikíska, tigrinya og úsbekíska. Ef litið er til fyrri söfnunar má ætla að á Íslandi hafi átt heima hið minnsta 117 tungumál síðustu tíu ár. Einnig er athyglisvert að á Íslandi tala börn a.m.k. fjögur táknmál: íslenskt, írskt, litháískt og úkraínskt. Hér er heildarlistinn yfir þau tungumál sem skráð voru í tungumálaleitinni 2025: Afríkanska, albanska, amharíska, arabíska, armenska, aserska, bengalska, bisaya, bosníska, búlgarska, cebuano, danska, dari, edo, eistneska, enska, ewe, fante-akan, farsí, filippseyska, finnska, flæmska-hollenska, franska, færeyska, georgíska, grænlenska, gríska, gujarati, haítíska, hausa, hebreska, hindí, hollenska, hvítrússneska, igbo, ilokano, indonesíska, írskt táknmál, íslenska, íslenskt táknmál, ítalska, japanska, kínverska-kantónska, kínverska-mandarín, kóreanska, kreolíska, króatíska, kúrdíska, kúrdíska-behdini, kurdíska-soraní, lettneska, litháíska, litháískt táknmál, lúxemborgska, makedónska, maltneska, malasíska, malayalam, moldavíska, mongólska, marokkóska, nepalska, nigeríska, norska, pampango-kapampangan, pandjábí, pastó, pólska, portúgalska, rómamál, rúmenska, rússneska, serbneska, sinhalíska, slóvakíska, slóvenska, sómalska, spænska, spænskt táknmál, svahílí, sýrlenska, sænska, taílenska, taívanska, tagalog, tamazight, tamíl, tékkneska, telegu, twi, túniska, tyrkneska, úkraínska, úkraínskt táknmál, ungverska, úrdú, víetnamska, wolof, yoroba, þýska, rómönsk þýska. Stuðst var við viðurkenndan vef Ethnologuevið úrvinnslu gagna en hann geymir aðgengilegar upplýsingar um tungumál heimsins. Einnig er rétt að nefna að sjónarhorn málnotenda fékk að ráða þegar upp komu vafamál sem varða það hvort um væri að ræða mállýsku eða tungumál. Íslenska er algengasta tungumálið, eins og búast mátti við, en þar á eftir fylgdu pólska sem var skráð af 194 aðilum, enska (168 svör), spænska (154 svör), úkraínska (110 svör), rússneska (110 svör), arabíska (106 svör), litháíska (106 svör), þýska (98 svör), filippseyska (95 svör) og danska (88 svör). Margir leik-, grunn- og framhaldsskólar skráðu yfir 20 tungumál og því má segja að tungumálafjölbreytileiki blómstri í mörgum skólum. Þar sem mest lætur eru allt að fjörutíu tungumál skráð. Fjölbreyttar leiðir til að styðja við virkt fjöltyngi Með þátttöku í verkefninu stuðla skólarnir að markmiðum sem styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Barnasáttmálann og Menntastefnu stjórnvalda. Til er Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi sem lýsir leiðum til að efla virkt fjöltyngi í leik- og grunnskólum. Tungumálakortinu 2025 fylgir nýtt námsefni, Töfrakista tungumálanna, en þar eru hugmyndir og verkefni sem er ætlað að fræða um og vekja athygli á fjöltyngi og tungumálum heimsins í skólum landsins. Námsefnið er gefið út á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu í dag, á Alþjóðadegi móðurmálsins. Opnað verður aftur fyrir skráningu tungumála á Tungumálakortið 2025 í takmarkaðan tíma eða til og með 31. mars og því enn hægt að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Við óskum öllum til hamingju með daginn! Renata Emilsson Peskova, lektor á Menntavísindasviði HÍ og formaður Móðurmáls - samtaka um tvítyngi Þorbjörg Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og formaður STÍL, Samtaka tungumálakennara á Íslandi Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kennari, menningarmiðlari og verkefnisstýra Menningarmóts
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun