Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar 20. febrúar 2025 13:32 Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Þar kemur saman ólíkt fólk sem saman myndar eina heild. Þetta fólk er af öllum kynjum, hefur fjölbreyttan bakgrunn, húðlit, líkamsgerð, tungumálakunnáttu, óskir og langanir. Það hefur væntingar um að þroska eigin þekkingu og annarra á vettvangi skólans. En það hefur ekki alltaf verið þannig. Staðreyndin er sú að háskólar voru stofnaðir af körlum í forréttindastöðu fyrir karla í forréttindastöðu. Sem betur fer hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því háskólar voru einsleitar stofnanir og þeir, líkt og aðrir skólar, hafa tekið stórfelldum breytingum á stuttum tíma. Breytingum á samsetningu háskólasamfélagsins hafa fylgt áskoranir, enda hafa þarfir, sjónarmið og væntingar orðið fjölbreyttari. Við þurfum að takast á við þessar áskoranir af auðmýkt og festu. Þora að hlusta á ólík sjónarmið, reyna að skilja margvíslegar þarfir, bera virðingu fyrir því sem við skiljum ekki, læra af mistökum og þroska þannig bæði sjálf okkur og háskólasamfélagið. Það er langt í land að Háskóli Íslands sé jafn aðgengilegur öllum sem hann sækja. Ýmsar hindranir eru til staðar, bæði efnislegar og óefnislegar. Við þurfum að hjálpast að við að ryðja þeim úr vegi, með öllum þeim tækjum og tólum sem til eru og sem betur fer er að finna innan HÍ sérfræðiþekkingu á flestum sviðum sem þetta varða. Innan háskólans þarf að tryggja jöfn tækifæri til grunn- og framhaldsnáms, framgangs og starfsþróunar og tryggja jafnrétti í launasetningu. Það þarf að kynna vel og treysta þá ferla sem eru til staðar til að koma í veg fyrir og takast á við einelti, áreitni og ofbeldi, efla sálfræði- og félagsráðgjafarþjónustu og auka sveigjanleika í námi. Starfsfólk og stúdentar við Háskóla Íslands eiga rétt á því að þeim sé mætt af virðingu óháð uppruna, líkamsgerð, eða kyni, svo dæmi séu tekin. Byggingar eiga að vera aðgengilegar og samfélagið sömuleiðis. Umfram allt þarf háskólasamfélagið að vera opið fyrir nýjum og fjölbreyttum áskorunum og þora að takast á við öll þau viðfangsefni sem fjölbreyttir háskólar þurfa og eiga að takast á við. Ég býð mig fram til að verða rektor sem stuðlar að jafnrétti og inngildingu í fjölbreyttum háskóla þar sem allt fólk fær notið sín. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Þar kemur saman ólíkt fólk sem saman myndar eina heild. Þetta fólk er af öllum kynjum, hefur fjölbreyttan bakgrunn, húðlit, líkamsgerð, tungumálakunnáttu, óskir og langanir. Það hefur væntingar um að þroska eigin þekkingu og annarra á vettvangi skólans. En það hefur ekki alltaf verið þannig. Staðreyndin er sú að háskólar voru stofnaðir af körlum í forréttindastöðu fyrir karla í forréttindastöðu. Sem betur fer hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því háskólar voru einsleitar stofnanir og þeir, líkt og aðrir skólar, hafa tekið stórfelldum breytingum á stuttum tíma. Breytingum á samsetningu háskólasamfélagsins hafa fylgt áskoranir, enda hafa þarfir, sjónarmið og væntingar orðið fjölbreyttari. Við þurfum að takast á við þessar áskoranir af auðmýkt og festu. Þora að hlusta á ólík sjónarmið, reyna að skilja margvíslegar þarfir, bera virðingu fyrir því sem við skiljum ekki, læra af mistökum og þroska þannig bæði sjálf okkur og háskólasamfélagið. Það er langt í land að Háskóli Íslands sé jafn aðgengilegur öllum sem hann sækja. Ýmsar hindranir eru til staðar, bæði efnislegar og óefnislegar. Við þurfum að hjálpast að við að ryðja þeim úr vegi, með öllum þeim tækjum og tólum sem til eru og sem betur fer er að finna innan HÍ sérfræðiþekkingu á flestum sviðum sem þetta varða. Innan háskólans þarf að tryggja jöfn tækifæri til grunn- og framhaldsnáms, framgangs og starfsþróunar og tryggja jafnrétti í launasetningu. Það þarf að kynna vel og treysta þá ferla sem eru til staðar til að koma í veg fyrir og takast á við einelti, áreitni og ofbeldi, efla sálfræði- og félagsráðgjafarþjónustu og auka sveigjanleika í námi. Starfsfólk og stúdentar við Háskóla Íslands eiga rétt á því að þeim sé mætt af virðingu óháð uppruna, líkamsgerð, eða kyni, svo dæmi séu tekin. Byggingar eiga að vera aðgengilegar og samfélagið sömuleiðis. Umfram allt þarf háskólasamfélagið að vera opið fyrir nýjum og fjölbreyttum áskorunum og þora að takast á við öll þau viðfangsefni sem fjölbreyttir háskólar þurfa og eiga að takast á við. Ég býð mig fram til að verða rektor sem stuðlar að jafnrétti og inngildingu í fjölbreyttum háskóla þar sem allt fólk fær notið sín. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun