Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2025 10:51 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, oftast kallaður Binni í Vinnslustöðinni. Egill Aðalsteinsson Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. Þetta kemur fram í grein á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar undir fyrirsögninni: „Ríki, sveitarfélög og launþegar urðu af 11,6 milljörðum vegna loðnubrests á síðasta ári.“ Þar segir að heildarfjárhæð greiddra launa hafi numið tæplega 5,3 milljörðum króna árið 2024 en voru tæplega 6,6 milljarðar króna árið 2023. Mismunur launagreiðslna sé því 1,3 milljarðar króna. Séð yfir Vestmannaeyjahöfn.Vísir/Egill „Þess ber að geta að laun starfsmanna í landi hækkuðu á síðasta ári í kjölfar kjarasamninga, sem þýðir í raun að munurinn er meiri. Ef litið er til skatta, það er að segja staðgreiðsluskatta og launatengdra gjalda, þá dragast skatttekjur ríkis og sveitarfélaga saman um 630 milljónir króna,“ segir í grein Vinnslustöðvarinnar. Og ennfremur: „Aflahlutdeild Vinnslustöðvarinnar í loðnu er 12,33%. Með einfaldri nálgun, og að þeirri forsendu gefinni að laun annarra uppsjávarfyrirtækja séu svipuð við veiðar og vinnslu loðnu, má segja að launþegar verði af tæplega 11 milljarða heildar launatekjum og ríki og sveitarfélög verði af liðlega 5 milljarða skatttekjum. Að teknu tilliti mótframlaga í lífeyrissjóði er heildartap ríkis, sveitarfélaga og launþegar um 11,6 milljarðar króna.“ Hafa má í huga að undanfarnar loðnuvertíðir hafa staðið yfir í vart meira en tvo mánuði og meginþunginn í einn mánuð. Huginn VE, eitt af skipum Vinnslustöðvarinnar, að loðnuveiðum undan Snæfellsjökli í mars 2021.KMU Í samtali við fréttastofu segir Binni í Vinnslustöðinni, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, að tölurnar sýni mikilvægi loðnuveiðanna fyrir þjóðarbúið í heild. „Þær eru ekki einkamál sjávarútvegsins heldur þjóðarinnar í heild,“ segir Binni, sem núna horfir fram á loðnubrest, annan veturinn í röð. „Það sem er augljósast af öllu er mikilvægi rannsókna á loðnustofninum. Það er lítið vitað um hvað er að gerast í hafinu. Nánast engar grunnrannsóknir eru stundaðar,“ segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og nefnir dæmi: „Það má til dæmis ekki skjóta hnúfubak til að skoða hvað hann étur mikið af loðnu. Það veit enginn um hvernig seiðum reiðir af eftir hrygningu eða hvar uppeldisstöðvarnar eru,“ segir hann. „Það blasir við öllum að aukin þekking leiðir til hvort tveggja, meiri vissu og öruggari nýtingar, og þar með aukinna tekna þjóðarinnar af loðnustofninum. En hugurinn er ekki þar. Hann snýst núna um skattlagningu en ekki um að stækka kökuna,“ segir Binni í Vinnslustöðinni. Hér má rifja upp stemmninguna við upphaf loðnuvertíðar í Vestmannaeyjum fyrir fjórum árum: Loðnuveiðar Vestmannaeyjar Efnahagsmál Vísindi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35 Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28 Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Þetta kemur fram í grein á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar undir fyrirsögninni: „Ríki, sveitarfélög og launþegar urðu af 11,6 milljörðum vegna loðnubrests á síðasta ári.“ Þar segir að heildarfjárhæð greiddra launa hafi numið tæplega 5,3 milljörðum króna árið 2024 en voru tæplega 6,6 milljarðar króna árið 2023. Mismunur launagreiðslna sé því 1,3 milljarðar króna. Séð yfir Vestmannaeyjahöfn.Vísir/Egill „Þess ber að geta að laun starfsmanna í landi hækkuðu á síðasta ári í kjölfar kjarasamninga, sem þýðir í raun að munurinn er meiri. Ef litið er til skatta, það er að segja staðgreiðsluskatta og launatengdra gjalda, þá dragast skatttekjur ríkis og sveitarfélaga saman um 630 milljónir króna,“ segir í grein Vinnslustöðvarinnar. Og ennfremur: „Aflahlutdeild Vinnslustöðvarinnar í loðnu er 12,33%. Með einfaldri nálgun, og að þeirri forsendu gefinni að laun annarra uppsjávarfyrirtækja séu svipuð við veiðar og vinnslu loðnu, má segja að launþegar verði af tæplega 11 milljarða heildar launatekjum og ríki og sveitarfélög verði af liðlega 5 milljarða skatttekjum. Að teknu tilliti mótframlaga í lífeyrissjóði er heildartap ríkis, sveitarfélaga og launþegar um 11,6 milljarðar króna.“ Hafa má í huga að undanfarnar loðnuvertíðir hafa staðið yfir í vart meira en tvo mánuði og meginþunginn í einn mánuð. Huginn VE, eitt af skipum Vinnslustöðvarinnar, að loðnuveiðum undan Snæfellsjökli í mars 2021.KMU Í samtali við fréttastofu segir Binni í Vinnslustöðinni, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, að tölurnar sýni mikilvægi loðnuveiðanna fyrir þjóðarbúið í heild. „Þær eru ekki einkamál sjávarútvegsins heldur þjóðarinnar í heild,“ segir Binni, sem núna horfir fram á loðnubrest, annan veturinn í röð. „Það sem er augljósast af öllu er mikilvægi rannsókna á loðnustofninum. Það er lítið vitað um hvað er að gerast í hafinu. Nánast engar grunnrannsóknir eru stundaðar,“ segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og nefnir dæmi: „Það má til dæmis ekki skjóta hnúfubak til að skoða hvað hann étur mikið af loðnu. Það veit enginn um hvernig seiðum reiðir af eftir hrygningu eða hvar uppeldisstöðvarnar eru,“ segir hann. „Það blasir við öllum að aukin þekking leiðir til hvort tveggja, meiri vissu og öruggari nýtingar, og þar með aukinna tekna þjóðarinnar af loðnustofninum. En hugurinn er ekki þar. Hann snýst núna um skattlagningu en ekki um að stækka kökuna,“ segir Binni í Vinnslustöðinni. Hér má rifja upp stemmninguna við upphaf loðnuvertíðar í Vestmannaeyjum fyrir fjórum árum:
Loðnuveiðar Vestmannaeyjar Efnahagsmál Vísindi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35 Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28 Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35
Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28
Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58