Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar 17. febrúar 2025 14:02 Það er freistandi fyrir stjórnmálamenn, sérstaklega í aðdraganda kosninga, að lofa hinu og þessu eða segjast ætla að gera flest fyrir marga og þannig sópa að sér atkvæðum hjá vongóðum kjósendum. Þessi hegðun getur þó skaðað mikið, bæði fyrir þann sem skapar væntingar og þá sem verða fyrir vonbrigðum. Ein okkar mikilvægasta stétt, kennarar, er því miður á leið í verkfall, enn á ný, því óralangt virðist vera á milli deiluaðila. Undirritaður telur rétt að rifja upp það sem oddvitar ríkisstjórnarinnar, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, höfðu að segja um stöðuna þegar þær gátu farið með söluræðurnar fyrir kosningar. „Samfylkingin hefur lýst því yfir víða og ég get sagt það bara hér að við styðjum kennara heilshugar í sinni kjarabaráttu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, nú hæstvirtur forsætisráðherra í kappræðum RÚV í nóvember. Önnur verðandi valkyrja, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nú hæstvirtur utanríkisráðherra, sparaði heldur ekki stóru orðin á sama vettvangi: „Ég hvet næstu ríkisstjórn til að taka þetta verkefni föstum tökum og nýta tímann fram til 31. janúar til að það verði það umhverfi fyrir kennara að við fáum áfram að þroskast og dafna, bæði fyrir börnin og aðra.“ sagði Þorgerður Katrín sem endaði svo í næstu ríkisstjórn. Þetta lét Þorgerður hafa eftir sér meðan hún horfði djúpt í myndavélina og vildi sérstaklega ávarpa kennara, móðurlegri röddu. Hún sagði kjarasamninga koma til ára sinna og málum hefði verið ýtt á undan sér, það þyrfti að taka betur utan um kennara. Skilaboðin voru skýr. Ef hún kæmist í ríkisstjórn myndi hún taka á málunum enda Viðreisn barist fyrir bættum kjörum kvennastétta, utan ríkisstjórnar. Ábyrgðarlaus. Líklega hafa einhverjar kampavínsflöskur verið opnaðar á kennaraheimilum þegar Valkyrjurnar komust til valda. Verkstjórnin mikla sem - stæði við það sem hún segði - var komin við stjórn. Ljóst er að lítil innistæða var og er fyrir fagurgali oddvitanna tveggja fyrir kosningar. Menntamál eru eitthvað sem þær raða í neðstu skúffu. Þingmálaskráin í þessum mikilvæga málaflokki er svo þunn að í gegnum hana sést, ekki er mikill bragur á því. Fyrir utan þá dapurlegu staðreynd að 40% íslenskra barna eru ekki með grunnfærni í lesskilningi þá hefur börnum sjaldan liðið jafn illa og verið jafn einmana. Líðan barna hefur verið verulegt áhyggjumál eftir heimsfaraldur þegar að þau einangruðust heima því ekki var hægt að fara í skólann. Núna, 17. febrúar, eru verkföll kennara boðuð eftir fjóra daga því svo að ekki verður í boði fyrir hundruð barna að mæta í skólann. Það er ekki hlutverk ráðherra að grípa inn í yfirstandandi kjaraviðræður, enda eiga þeir ekki sæti við borðið. Hlutverk ráðherra er aftur á móti tvímælalaust það að sýna á spilin, nema þá að ríkisstjórnin hafi ekki í hyggju að grípa til aðgerða í málefnum barna. Ég efast um að kennarar og aðrir kjósendur hafi gleymt gylliboðunum sem látin voru falla fyrir kosningar og haft til þeirra raunhæfar og sjálfsagðar væntingar. Fæstir brenna sig tvisvar á sama loganum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það er freistandi fyrir stjórnmálamenn, sérstaklega í aðdraganda kosninga, að lofa hinu og þessu eða segjast ætla að gera flest fyrir marga og þannig sópa að sér atkvæðum hjá vongóðum kjósendum. Þessi hegðun getur þó skaðað mikið, bæði fyrir þann sem skapar væntingar og þá sem verða fyrir vonbrigðum. Ein okkar mikilvægasta stétt, kennarar, er því miður á leið í verkfall, enn á ný, því óralangt virðist vera á milli deiluaðila. Undirritaður telur rétt að rifja upp það sem oddvitar ríkisstjórnarinnar, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, höfðu að segja um stöðuna þegar þær gátu farið með söluræðurnar fyrir kosningar. „Samfylkingin hefur lýst því yfir víða og ég get sagt það bara hér að við styðjum kennara heilshugar í sinni kjarabaráttu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, nú hæstvirtur forsætisráðherra í kappræðum RÚV í nóvember. Önnur verðandi valkyrja, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nú hæstvirtur utanríkisráðherra, sparaði heldur ekki stóru orðin á sama vettvangi: „Ég hvet næstu ríkisstjórn til að taka þetta verkefni föstum tökum og nýta tímann fram til 31. janúar til að það verði það umhverfi fyrir kennara að við fáum áfram að þroskast og dafna, bæði fyrir börnin og aðra.“ sagði Þorgerður Katrín sem endaði svo í næstu ríkisstjórn. Þetta lét Þorgerður hafa eftir sér meðan hún horfði djúpt í myndavélina og vildi sérstaklega ávarpa kennara, móðurlegri röddu. Hún sagði kjarasamninga koma til ára sinna og málum hefði verið ýtt á undan sér, það þyrfti að taka betur utan um kennara. Skilaboðin voru skýr. Ef hún kæmist í ríkisstjórn myndi hún taka á málunum enda Viðreisn barist fyrir bættum kjörum kvennastétta, utan ríkisstjórnar. Ábyrgðarlaus. Líklega hafa einhverjar kampavínsflöskur verið opnaðar á kennaraheimilum þegar Valkyrjurnar komust til valda. Verkstjórnin mikla sem - stæði við það sem hún segði - var komin við stjórn. Ljóst er að lítil innistæða var og er fyrir fagurgali oddvitanna tveggja fyrir kosningar. Menntamál eru eitthvað sem þær raða í neðstu skúffu. Þingmálaskráin í þessum mikilvæga málaflokki er svo þunn að í gegnum hana sést, ekki er mikill bragur á því. Fyrir utan þá dapurlegu staðreynd að 40% íslenskra barna eru ekki með grunnfærni í lesskilningi þá hefur börnum sjaldan liðið jafn illa og verið jafn einmana. Líðan barna hefur verið verulegt áhyggjumál eftir heimsfaraldur þegar að þau einangruðust heima því ekki var hægt að fara í skólann. Núna, 17. febrúar, eru verkföll kennara boðuð eftir fjóra daga því svo að ekki verður í boði fyrir hundruð barna að mæta í skólann. Það er ekki hlutverk ráðherra að grípa inn í yfirstandandi kjaraviðræður, enda eiga þeir ekki sæti við borðið. Hlutverk ráðherra er aftur á móti tvímælalaust það að sýna á spilin, nema þá að ríkisstjórnin hafi ekki í hyggju að grípa til aðgerða í málefnum barna. Ég efast um að kennarar og aðrir kjósendur hafi gleymt gylliboðunum sem látin voru falla fyrir kosningar og haft til þeirra raunhæfar og sjálfsagðar væntingar. Fæstir brenna sig tvisvar á sama loganum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun