Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Bjarki Sigurðsson skrifar 17. febrúar 2025 12:12 Gylfi Magnússon, prófessor og fyrrverandi ráðherra. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra segist ekki skilja hvers vegna Arion leggi í að reyna að sameinast Íslandsbanka. Nánast útilokað sé að samruninn muni ganga í gegn. Stjórn Íslandsbanka er með á borðinu tilboð frá stjórn Arion banka um að hefja viðræður um samruna bankanna. Stjórn Arion telur að með samruna geti neytendur sparað sér allt að fimm milljarða á ári hverju. Þó Arion telji samkeppni á bankamarkaði aukast með samruna hafa margir dregið þá fullyrðingu í efa. Þeirra á meðal er Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra. „Þó það sé óneitanlega örugglega einhver sparnaður í kortunum á því að fækka bönkum, þá er þarna verið að skoða tvo af þremur bönkum sem eru með vel yfir níutíu prósent markaðshlutdeild á öllum helstu mörkuðum á Íslandi. Það er bara nánast útilokað að slíkur samruni verði heimilaður vegna þess að samkeppnin er lítil og yrði enn minni eftir þetta,“ segir Gylfi. Hann skilur ekki hvers vegna Arion leggur af stað í þetta verkefni. „Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki á því hvernig þeir komast að þeirri niðurstöðu að einhver von sé til þess að þetta gengi eftir. Mér finnst það alveg borðleggjandi að þetta nær ekki fram að ganga,“ segir Gylfi. Bankarnir séu reknir í hagnaðarskyni. „Þó þeir vilji auðvitað halda í viðskiptavinina og halda þeim góðum er það ekki beinlínis markmiðið með rekstrinum. Það að samkeppnin keyri ekki hagnaðinn niður, það bendir auðvitað til þess að hún sé ekki mjög skörp. Raunar eru allir bankarnir að hegða sér á mjög svipaðan hátt með svipaðar verðskrár, svipaðar afurðir, svipaðan vaxtamun. Eru ekkert að rugga bátnum,“ segir Gylfi. Arion banki Íslandsbanki Samkeppnismál Fjármálafyrirtæki Neytendur Efnahagsmál Tengdar fréttir Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28 Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Velta með hlutabréf í Arion banka nemur 1,7 milljörðum króna og viðskipti með bréf í Íslandsbanka nálgast hálfan milljarð í utanþingsviðskiptum og síðan markaðir opnuðu í morgun. Gengi hlutabréfanna hefur hækkað lítillega. 17. febrúar 2025 10:15 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka er með á borðinu tilboð frá stjórn Arion banka um að hefja viðræður um samruna bankanna. Stjórn Arion telur að með samruna geti neytendur sparað sér allt að fimm milljarða á ári hverju. Þó Arion telji samkeppni á bankamarkaði aukast með samruna hafa margir dregið þá fullyrðingu í efa. Þeirra á meðal er Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra. „Þó það sé óneitanlega örugglega einhver sparnaður í kortunum á því að fækka bönkum, þá er þarna verið að skoða tvo af þremur bönkum sem eru með vel yfir níutíu prósent markaðshlutdeild á öllum helstu mörkuðum á Íslandi. Það er bara nánast útilokað að slíkur samruni verði heimilaður vegna þess að samkeppnin er lítil og yrði enn minni eftir þetta,“ segir Gylfi. Hann skilur ekki hvers vegna Arion leggur af stað í þetta verkefni. „Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki á því hvernig þeir komast að þeirri niðurstöðu að einhver von sé til þess að þetta gengi eftir. Mér finnst það alveg borðleggjandi að þetta nær ekki fram að ganga,“ segir Gylfi. Bankarnir séu reknir í hagnaðarskyni. „Þó þeir vilji auðvitað halda í viðskiptavinina og halda þeim góðum er það ekki beinlínis markmiðið með rekstrinum. Það að samkeppnin keyri ekki hagnaðinn niður, það bendir auðvitað til þess að hún sé ekki mjög skörp. Raunar eru allir bankarnir að hegða sér á mjög svipaðan hátt með svipaðar verðskrár, svipaðar afurðir, svipaðan vaxtamun. Eru ekkert að rugga bátnum,“ segir Gylfi.
Arion banki Íslandsbanki Samkeppnismál Fjármálafyrirtæki Neytendur Efnahagsmál Tengdar fréttir Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28 Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Velta með hlutabréf í Arion banka nemur 1,7 milljörðum króna og viðskipti með bréf í Íslandsbanka nálgast hálfan milljarð í utanþingsviðskiptum og síðan markaðir opnuðu í morgun. Gengi hlutabréfanna hefur hækkað lítillega. 17. febrúar 2025 10:15 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira
Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28
Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Velta með hlutabréf í Arion banka nemur 1,7 milljörðum króna og viðskipti með bréf í Íslandsbanka nálgast hálfan milljarð í utanþingsviðskiptum og síðan markaðir opnuðu í morgun. Gengi hlutabréfanna hefur hækkað lítillega. 17. febrúar 2025 10:15