Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2025 06:51 Starmer segir komið að ögurstundu. AP/Kristy Wigglesworth Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu sem friðargæsluliða ef samningar nást um endalok átaka. Boðað hefur verið til neyðarfundar í París í dag vegna framgöngu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Starmer segir í aðsendri grein í Daily Telegraph að Bretland sé reiðubúið til að leika lykilhlutverk þegar kemur að vörnum og öryggi Úkraínu. Um sé að ræða „tilvistarlega“ spurningu fyrir Evrópu. Þá segir hann það ekki léttvæga ákvörðun að senda hermenn til Úkraínu en að tryggja öryggi landsins sé þáttur í að tryggja öryggi Evrópu og þar með Bretlands. Endalok átaka megi ekki verða tímabundin pása, þar til Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákveði að gera aðra árás. Starmer mun funda með Emmanuel Macron Frakklandsforseta, Olaf Scholz, kansalara Þýskalands, og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, í París í dag. Á fundinum verða einnig fulltrúar frá Danmörku og Ítalíu, auk Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og Ursulu von der Leyen, forseta framkævmdastjórnar Evrópusambandsins. Þar munu þeir ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Þær snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, Sergei Lavrov og Marco Rubio, munu funda síðar í vikunni. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur sagt að hann sé mjög efins um að Pútín sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. Þá segist hann enn sannfærður um að hann sé að leggja drög að árásum á aðildarríki Atlantshafsbandalagsins á næsta ári. Trump sagðist í gær gera ráð fyrir að eiga fund með Pútín á næstunni. Úkraína Bretland Frakkland NATO Rússland Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Starmer segir í aðsendri grein í Daily Telegraph að Bretland sé reiðubúið til að leika lykilhlutverk þegar kemur að vörnum og öryggi Úkraínu. Um sé að ræða „tilvistarlega“ spurningu fyrir Evrópu. Þá segir hann það ekki léttvæga ákvörðun að senda hermenn til Úkraínu en að tryggja öryggi landsins sé þáttur í að tryggja öryggi Evrópu og þar með Bretlands. Endalok átaka megi ekki verða tímabundin pása, þar til Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákveði að gera aðra árás. Starmer mun funda með Emmanuel Macron Frakklandsforseta, Olaf Scholz, kansalara Þýskalands, og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, í París í dag. Á fundinum verða einnig fulltrúar frá Danmörku og Ítalíu, auk Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og Ursulu von der Leyen, forseta framkævmdastjórnar Evrópusambandsins. Þar munu þeir ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Þær snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, Sergei Lavrov og Marco Rubio, munu funda síðar í vikunni. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur sagt að hann sé mjög efins um að Pútín sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. Þá segist hann enn sannfærður um að hann sé að leggja drög að árásum á aðildarríki Atlantshafsbandalagsins á næsta ári. Trump sagðist í gær gera ráð fyrir að eiga fund með Pútín á næstunni.
Úkraína Bretland Frakkland NATO Rússland Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira