Gerendur yngri og brotin alvarlegri Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 17:51 Fyrr í mánuðinum varð ungmenni fyrir árás í Mjóddinni. Vísir/Vilhelm Öryggis- og löggæslufræðingur hefur áhyggjur af líkamsárásum ungmenna sem séu alvarlegri en áður. Hann mælir með að láta frekar hluti af hendi heldur en að lenda í hættu. Um helgina var fjallað um hóp drengja sem rændu úlpu af fimmtán ára dreng. Tveir strákar voru á gangi í undirgöngum skammt frá Smáralind þegar sex drengir hóta þeim og ræna úlpu annars. Í vasanum var hann með þráðlaus heyrnatól frá Apple. Sjá nánar: Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu „Þetta hefur alltaf verið til en mín tilfinning er kannski sé sú að þetta sé að aukast,“ segir Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur í Reykjavík síðdegis. Samkvæmt ársskýrslu Ríkislögreglustjóra síðasta árs fari líkamsárásum fækkandi. „Líkamsárásum hefur fækkað en þegar þær verða þá verða þær alvarlegri,“ segir Eyþór. Gerendur sé þá að verða yngri. „Ég kannast nú við eina sem að þekkir til þarna í Mjóddar-málinu og við vorum að ræða þetta sem gerðist síðast í undirgöngunum [hjá Smáralind]. Ég ætla ekki að fullyrða það en einhvers staðar heyrði ég að þetta væri sami hópurinn.“ Sjá nánar: Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stelpa úlpu Fleiri ábendingar um úlpustuldur borist Fréttastofu hefur einnig borist ábending um fleiri atvik sem varða sama hóp. Móðir í Kópavogi segir son sinn og vini hafa lent í sama hóp. Fimm strákar á aldrinum tólf til þrettán ára voru á leið í bíó um kvöld í Smáralind. Þeir mæta fimm unglingsstrákum, um fimmtán til sextán ára, í innganginum á Smáralind. Að sögn móðurinnar var einn drengur í hópi þeirra yngri með merkjavöruhúfu og annar í merkjavöruúlpu. Unglingarnir hafi tekið húfuna af fyrri drengnum og neitað að skila henni. Þá hafi þeir tekið hinn drenginn fastann og skipað honum að fara úr úlpunni. Hópurinn hafi skilað húfunni og sleppt hinum drengnum eftir að fullorðinn maður mætti á staðinn. „Þeir eru svo heppnir að það er maður þarna sem stöðvar þá,“ segir móðirin í samtali við fréttastofu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Engir hlutir það dýrir að það sé virði heilsu eða mannslífi Eyþór segir hegðunina vera birtingarmynd mikillar vanlíðan. Þá segir hann að með því að koma í veg fyrir þessi minni atvik sé hægt að koma í veg fyrir að eitthvað alvarlegt gerist. „Ég veit að það er verið að vinna mikið í þessu máli og önnur málum, þetta er ekki bara þessi hópur. En þetta er flókið og koma margir að málunum,“ segir Eyþór. Hann ráðleggur fólki að, ef það lendi í samskonar aðstæðum, að afhenda hlutina, forða sér og reyna ná í lögreglu. Þá geti fólk líka verið vart um sig en hann vill þó ekki draga úr því að fólk fari ferða sinna í myrkri. Það sé nú myrkur tuttugu tíma á sólarhring í nokkra mánuði. „Láta hluti bara af hendi, það er ekkert svo dýrt að það sé meira virði en heilsa manns eða líf.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ofbeldi barna Lögreglumál Reykjavík síðdegis Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Sjá meira
Um helgina var fjallað um hóp drengja sem rændu úlpu af fimmtán ára dreng. Tveir strákar voru á gangi í undirgöngum skammt frá Smáralind þegar sex drengir hóta þeim og ræna úlpu annars. Í vasanum var hann með þráðlaus heyrnatól frá Apple. Sjá nánar: Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu „Þetta hefur alltaf verið til en mín tilfinning er kannski sé sú að þetta sé að aukast,“ segir Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur í Reykjavík síðdegis. Samkvæmt ársskýrslu Ríkislögreglustjóra síðasta árs fari líkamsárásum fækkandi. „Líkamsárásum hefur fækkað en þegar þær verða þá verða þær alvarlegri,“ segir Eyþór. Gerendur sé þá að verða yngri. „Ég kannast nú við eina sem að þekkir til þarna í Mjóddar-málinu og við vorum að ræða þetta sem gerðist síðast í undirgöngunum [hjá Smáralind]. Ég ætla ekki að fullyrða það en einhvers staðar heyrði ég að þetta væri sami hópurinn.“ Sjá nánar: Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stelpa úlpu Fleiri ábendingar um úlpustuldur borist Fréttastofu hefur einnig borist ábending um fleiri atvik sem varða sama hóp. Móðir í Kópavogi segir son sinn og vini hafa lent í sama hóp. Fimm strákar á aldrinum tólf til þrettán ára voru á leið í bíó um kvöld í Smáralind. Þeir mæta fimm unglingsstrákum, um fimmtán til sextán ára, í innganginum á Smáralind. Að sögn móðurinnar var einn drengur í hópi þeirra yngri með merkjavöruhúfu og annar í merkjavöruúlpu. Unglingarnir hafi tekið húfuna af fyrri drengnum og neitað að skila henni. Þá hafi þeir tekið hinn drenginn fastann og skipað honum að fara úr úlpunni. Hópurinn hafi skilað húfunni og sleppt hinum drengnum eftir að fullorðinn maður mætti á staðinn. „Þeir eru svo heppnir að það er maður þarna sem stöðvar þá,“ segir móðirin í samtali við fréttastofu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Engir hlutir það dýrir að það sé virði heilsu eða mannslífi Eyþór segir hegðunina vera birtingarmynd mikillar vanlíðan. Þá segir hann að með því að koma í veg fyrir þessi minni atvik sé hægt að koma í veg fyrir að eitthvað alvarlegt gerist. „Ég veit að það er verið að vinna mikið í þessu máli og önnur málum, þetta er ekki bara þessi hópur. En þetta er flókið og koma margir að málunum,“ segir Eyþór. Hann ráðleggur fólki að, ef það lendi í samskonar aðstæðum, að afhenda hlutina, forða sér og reyna ná í lögreglu. Þá geti fólk líka verið vart um sig en hann vill þó ekki draga úr því að fólk fari ferða sinna í myrkri. Það sé nú myrkur tuttugu tíma á sólarhring í nokkra mánuði. „Láta hluti bara af hendi, það er ekkert svo dýrt að það sé meira virði en heilsa manns eða líf.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ofbeldi barna Lögreglumál Reykjavík síðdegis Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent