Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2025 08:04 Undanfarnar vikur höfum við orðið vör við hjákátlegt jarm og á köflum hljóð sem minna á væl og öskur út úr hrútakofa biturra manna sem kunna tungu sinni ekki forráð vegna þeirra miklu vonbrigða sem þeir urðu fyrir að afloknum síðustu alþingiskosningum. Þar fór Sjálfstæðisflokkurinn í fyrsta skipti í sögunni undir tuttugu prósent í fylgi, ásamt Framsóknarflokknum sem slefaði ekki átta prósentin, einnig í sögulega litlu fylgi í 108 ára sögu þeirrar gömlu samvinnuhreyfingar. Fyrir kosningar hafði formaður Sjálfstæðisflokksins lýst því yfir að Flokkur fólksins væri álitlegur flokkur til samstarfs í ríkisstjórn. Kannanir höfðu gefið til kynna að þessir tveir flokkar gætu myndað saman stjórn með Miðflokknum sem skýrði pólitíska breimið í Bjarna Benediktssyni. Formaður Miðflokksins taldi stjórn þessara flokka einnig vera einu leiðina til að mynda „borgaralega stjórn þar sem skynsemin yrði látin ráða ríkjum.“ Svo mörg voru þau orð. En svo ákvað Inga Sæland og flokkur hennar að ganga til samstarfs við Samfylkinguna og Viðreisn sem reyndi verulega á taugakerfið í Sjálfstæðisflokknum sem er vanur því að stjórna. Enda hefur flokkurinn verið í ríkisstjórn í sextíu ár af síðustu áttatíu árum. Í stað þess að viðurkenna ósigur sinn í auðmýkt og horfast í augu við að flokkurinn ætti við vanda að etja sem hann ræður ekki við, söktu menn sér í sjálfsvorkun og afneitun. Gerðu eins og menn gera stundum í þeim aðstæðum; þeir fóru að kenna öðrum en sjálfum sér um hvernig komið var fyrir þeim. Eiturpennar í Hádegismóum Eiturpennar á Mogganum án alls siðgæðis sem einkennir góða blaðamennsku fóru nú á stjá. Þeir höfðu rekið tærnar í að það „vantað áttunda afrit af eyðublaði númer níu,“ svo vitnaði sé í Megas í skráningu Flokks fólksins hjá ríkisskattstjóra. Annað eins hneyksli höfðu pennar blaðsins, við húrrandi undirtektir þingmanna Miðflokksins og sumra Sjálfstæðismanna, ekki rekið augun í á öllum lýðveldistímanum. Gjaldþrot bankakerfisins og tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans, svö önnur feimnismál séu látin liggja á milli hluta, komust ekki á hálfkvist við þetta. Var þessi „saumaklúbbur“ Ingu Sæland, sem sögð var „húrrandi rugluð k...ta“ á ónefndum bar um árið, virkilega að halda því fram að hann væri stjórnmálaflokkur? Hrútarnir höfðu bara ekki fyrir því að nefna að Sjálfstæðisflokkurinn var heldur ekki stjórnmálaflokkur í augum Skattmanns og fjármálaráðuneytisins undir stjórn formanns Sjálfstæðisflokksins sem greiddi þessu félagi áhugafólks um ýmislegt smálegt 167 milljónir hinn 25. janúar 2022. En það ár tóku í fyrsta skipti gildi breytingar á lögum um stuðning við stjórnmálahreyfingar. Í augum Skattmanns gat Sjálfstæðisflokkurinn á þessum tímapunkti allt eins verið Kiwanisklúbbur. Hvernig mátti nokkurn mann renna í grun að þetta Sjálfstæðisfélag væri í raun stjórnmálahreyfing? Kiwanisklúbbur í fyglisleit Bjarni Benediktsson formaður þessa félags eða klúbbs og fjármálaráðherra allt til ársins 2023 vissi auðvitað að hann fór fyrir stjórnmálahreyfingu en ekki broslegum Kiwanis klúbbi sem leitar logandi ljósi að stuðningi í berjamó kjósenda. Hann vissi að góð stjórnsýsla bendir umsækjendum um hitt og þetta á það ef eyðublöð eru ekki fyllt rétt út. Enda tók Sjálfstæðisfélagið á sig rögg og breytti sér í stjórnmálaflokk í bókum Skattmans og fjármálaráðuneytisins, en þó ekki fyrr en tæpum þremur mánuðum eftir að hann hafði auðmjúkur þáð 167 milljónir frá fjármálaráðuneytinu. Semsagt rangstæður. Það var hins vegar ákveðið að vera ekkert að hafa fyrir því að biðjast afsökunar á því að hafa ekki alveg uppfyllt öll skilyrði til að þiggja þessar 167 milljónir. Einhverra hluta vegna hafði ráðuneyti formannsins og um tíma varaformannsins heldur ekki fyrir því að benda öðrum klúbbum og félagasamtökum hér og þar út um koppa og grundir sem einnig höfðu þegið styrki, á það að í raun væru þessi félög ekki stjórnmálaflokkar eins og forráðamenn og konur þeirra hefðu haldið fram í einhverju óráði. Þetta væri alger skynvilla. Píratar rumska, leshringur í Bolholti og sofið við ríkisstjórnarborðið Þannig rumskuðu Piratar ekki við sér fyrr en í mars 2022. Það má þó segja Pírötum til hróss að þeir vöknuði til lífsins í þessum efnum mánuði á undan Sjálfstæðisfélaginu. Sósíalistar fengu sem betur fer einnig vitrun en þó ekki fyrr en seinnipart nóvembermánaðar 2023. Höfðu þá þegið samanlagt 50 milljónir sem einhver leshringur í Bolholtinu sem átti ekkert skilt við stjórnmálahreyfingar. Vinstri gæn, félagsskapur þáverandi forsætisráðherra, svaf hins vegar værum blundi við hlið fjármálaráðherrans við ríkisstjórnarborðið árin 2022, 2023 og rumskaði ekki við sér fyrr en í september 2024. Það var aðeins einum mánuði áður en Bjarni ákvað að henda þessu vinstri-græna félagi út úr stjórnarráðinu ásamt Framsóknarmönnum. Bjarna var kannski farið að gruna að hann hafi verið blekktur. Vinstri græn væru ekki prjónaklúbbur vinstri-náttúruundra og glæpasagnaunnenda heldur hvorki meira né minna en stjórnmálahreyfing. Gott ef ekki hálfgerður kommúnistaflokkur sem hafði fengið um 266 milljónir í styrki á þremur árum. Þvílík martröð sem þetta hlýtur að hafa verið. Fjármálaráðherrann ber pólitíska ábyrgð á greiðslum ráðuneytisins til stjórnmálahreyfinga eins og núverandi fjármálaráðherra hefur opinberlega bent á. Hann telur alla áður nefnda flokka uppfylla anda laga um þennan stuðning og megintilgang þeirra, hvað sem líður heitum í bókhaldi fjármálaráðuneytisins og Skattsins. Það sem vantar í hrútabókhaldið Þegar úrillir hrútarnir í kofanum útmála Flokk fólksins eins og glæpasamtök og heimta að flokkurinn einn flokka endurgreiði styrki til sín, enda hvorki meira né minna en heiður alls réttarkerfsins í húfi, er skuldastaðan þessi, samkvæmt samantekt fjölmiðla, hjá einhverjum algerlega óþekktum félögum með óskýran tilgang og markmið sem þykjast vera stjórnmálahreyfingar: Sjálfstæðisflokkurinn 166.941.000 fyrir 2022 Flokkur fólksins 240.000.000 fyrir 2022-2024 Píratar 66.819.000 fyrir 2022 Vinstri græn 266.566.093 fyrir 2022-2024 Sósíalistaflokkurinn 50.500.000 fyrir 2022-2023 Lögin um fjárhagslegan stuðning við stjórnmálaflokka voru einmitt sett til þess sem í setningunni felst; að styðja við stjórnmálahreyfingar. Það eru nokkur skilyrði fyrir stuðningum. Til að mynda að stjórnmálaflokkar hafi fengið kjörna fulltrúa á Alþingi. Meira segja þeir sem fá enga fulltrúa kjörna, eins og Sósíalistar en fá yfir 2,5 prósent atkvæða, fá líka styrk. Vinstri græn náðu ekki þessu marki í síðustu kosningum og fá því ekki krónu á þessu ári. Ríkisendurskoðun hrósar ársreikningum Flokks fólksins Andi laganna er að styðja við hreyfingar sem sannarlega eru stjórnmálahreyfingar. Það er einnig sett sem skilyrði að flokkar skili ársreikningum til Ríkisendurskoðunar, þar sem Flokkur fólksins hefur fengið hrós fyrir hvað vel og ýtarlega gert er grein fyrir öllum fjárreiðum flokksins. Þar eru tíundaðir allir styrkir, ásamt ríkisstyrknum, aðallega frá einstaklingum og einstaka fyrirtækjum, sem lögum samkvæmt mega ekki fara upp fyrir ákveðna upphæð. Í ársreikningum Flokks fólksins er einnig tíundað í hvað peningarnir voru notaðir, krónu fyrir krónu. Það eru engin leyndarmál í fjármálum Flokks fólksins eins og Ríkisendurskoðun hefur einmitt lýst ánægju sinni með. Allt upp á borðum og það sem meira er, ársreikningarnir eru öllum opnir á vef Ríkisendurskoðunar, einnig eiturpennum og pólitískum hrútum. Flokkur fólksins hefur alltaf uppfyllt öll megin skilyrði laga fyrir því að fá fjárhagslegan stuðning frá ríkinu, eins og aðrir flokkar hafa réttilega fengið styrki samkvæmt sömu lögum, hvað sem þeir voru kallaðir í bókum fjármálaráðuneytisins og Skattsins. Það er auðvitað bagalegt að vera síðastur í röð fimm flokka til að staðfesta það sem liggur í heiti hreyfingarinnar að hún sé vissulega stjórnmálahreyfing. Sú staðfesting verður að fara fram á landsfundi sem átti að fara fram í nóvember í fyrra en landsfundir flokka fara alla jafna fram annað hvert ár. Öllum að óvörum flautaði formaður Sjálfstæðisflokksins leikinn hins vegar af í október og boðaði til kosninga með skemmsta mögulega fyrirvara. Flokkur fólksins einhenti sér því að kosningabaráttunni og vann frækilegan sigur eins og frægt er orðið; sem stjórnmálaflokkur, hvað sem hver segir. Landsfundur flokksins fer fram síðar í þessum mánuði og að honum loknum ætti að róast um í hrútakofanum. Hrútarnir þurfa að fara að huga að fengitímanum vilji þeim ganga betur í næstu kosningum. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Fjölmiðlar Heimir Már Pétursson Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur höfum við orðið vör við hjákátlegt jarm og á köflum hljóð sem minna á væl og öskur út úr hrútakofa biturra manna sem kunna tungu sinni ekki forráð vegna þeirra miklu vonbrigða sem þeir urðu fyrir að afloknum síðustu alþingiskosningum. Þar fór Sjálfstæðisflokkurinn í fyrsta skipti í sögunni undir tuttugu prósent í fylgi, ásamt Framsóknarflokknum sem slefaði ekki átta prósentin, einnig í sögulega litlu fylgi í 108 ára sögu þeirrar gömlu samvinnuhreyfingar. Fyrir kosningar hafði formaður Sjálfstæðisflokksins lýst því yfir að Flokkur fólksins væri álitlegur flokkur til samstarfs í ríkisstjórn. Kannanir höfðu gefið til kynna að þessir tveir flokkar gætu myndað saman stjórn með Miðflokknum sem skýrði pólitíska breimið í Bjarna Benediktssyni. Formaður Miðflokksins taldi stjórn þessara flokka einnig vera einu leiðina til að mynda „borgaralega stjórn þar sem skynsemin yrði látin ráða ríkjum.“ Svo mörg voru þau orð. En svo ákvað Inga Sæland og flokkur hennar að ganga til samstarfs við Samfylkinguna og Viðreisn sem reyndi verulega á taugakerfið í Sjálfstæðisflokknum sem er vanur því að stjórna. Enda hefur flokkurinn verið í ríkisstjórn í sextíu ár af síðustu áttatíu árum. Í stað þess að viðurkenna ósigur sinn í auðmýkt og horfast í augu við að flokkurinn ætti við vanda að etja sem hann ræður ekki við, söktu menn sér í sjálfsvorkun og afneitun. Gerðu eins og menn gera stundum í þeim aðstæðum; þeir fóru að kenna öðrum en sjálfum sér um hvernig komið var fyrir þeim. Eiturpennar í Hádegismóum Eiturpennar á Mogganum án alls siðgæðis sem einkennir góða blaðamennsku fóru nú á stjá. Þeir höfðu rekið tærnar í að það „vantað áttunda afrit af eyðublaði númer níu,“ svo vitnaði sé í Megas í skráningu Flokks fólksins hjá ríkisskattstjóra. Annað eins hneyksli höfðu pennar blaðsins, við húrrandi undirtektir þingmanna Miðflokksins og sumra Sjálfstæðismanna, ekki rekið augun í á öllum lýðveldistímanum. Gjaldþrot bankakerfisins og tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans, svö önnur feimnismál séu látin liggja á milli hluta, komust ekki á hálfkvist við þetta. Var þessi „saumaklúbbur“ Ingu Sæland, sem sögð var „húrrandi rugluð k...ta“ á ónefndum bar um árið, virkilega að halda því fram að hann væri stjórnmálaflokkur? Hrútarnir höfðu bara ekki fyrir því að nefna að Sjálfstæðisflokkurinn var heldur ekki stjórnmálaflokkur í augum Skattmanns og fjármálaráðuneytisins undir stjórn formanns Sjálfstæðisflokksins sem greiddi þessu félagi áhugafólks um ýmislegt smálegt 167 milljónir hinn 25. janúar 2022. En það ár tóku í fyrsta skipti gildi breytingar á lögum um stuðning við stjórnmálahreyfingar. Í augum Skattmanns gat Sjálfstæðisflokkurinn á þessum tímapunkti allt eins verið Kiwanisklúbbur. Hvernig mátti nokkurn mann renna í grun að þetta Sjálfstæðisfélag væri í raun stjórnmálahreyfing? Kiwanisklúbbur í fyglisleit Bjarni Benediktsson formaður þessa félags eða klúbbs og fjármálaráðherra allt til ársins 2023 vissi auðvitað að hann fór fyrir stjórnmálahreyfingu en ekki broslegum Kiwanis klúbbi sem leitar logandi ljósi að stuðningi í berjamó kjósenda. Hann vissi að góð stjórnsýsla bendir umsækjendum um hitt og þetta á það ef eyðublöð eru ekki fyllt rétt út. Enda tók Sjálfstæðisfélagið á sig rögg og breytti sér í stjórnmálaflokk í bókum Skattmans og fjármálaráðuneytisins, en þó ekki fyrr en tæpum þremur mánuðum eftir að hann hafði auðmjúkur þáð 167 milljónir frá fjármálaráðuneytinu. Semsagt rangstæður. Það var hins vegar ákveðið að vera ekkert að hafa fyrir því að biðjast afsökunar á því að hafa ekki alveg uppfyllt öll skilyrði til að þiggja þessar 167 milljónir. Einhverra hluta vegna hafði ráðuneyti formannsins og um tíma varaformannsins heldur ekki fyrir því að benda öðrum klúbbum og félagasamtökum hér og þar út um koppa og grundir sem einnig höfðu þegið styrki, á það að í raun væru þessi félög ekki stjórnmálaflokkar eins og forráðamenn og konur þeirra hefðu haldið fram í einhverju óráði. Þetta væri alger skynvilla. Píratar rumska, leshringur í Bolholti og sofið við ríkisstjórnarborðið Þannig rumskuðu Piratar ekki við sér fyrr en í mars 2022. Það má þó segja Pírötum til hróss að þeir vöknuði til lífsins í þessum efnum mánuði á undan Sjálfstæðisfélaginu. Sósíalistar fengu sem betur fer einnig vitrun en þó ekki fyrr en seinnipart nóvembermánaðar 2023. Höfðu þá þegið samanlagt 50 milljónir sem einhver leshringur í Bolholtinu sem átti ekkert skilt við stjórnmálahreyfingar. Vinstri gæn, félagsskapur þáverandi forsætisráðherra, svaf hins vegar værum blundi við hlið fjármálaráðherrans við ríkisstjórnarborðið árin 2022, 2023 og rumskaði ekki við sér fyrr en í september 2024. Það var aðeins einum mánuði áður en Bjarni ákvað að henda þessu vinstri-græna félagi út úr stjórnarráðinu ásamt Framsóknarmönnum. Bjarna var kannski farið að gruna að hann hafi verið blekktur. Vinstri græn væru ekki prjónaklúbbur vinstri-náttúruundra og glæpasagnaunnenda heldur hvorki meira né minna en stjórnmálahreyfing. Gott ef ekki hálfgerður kommúnistaflokkur sem hafði fengið um 266 milljónir í styrki á þremur árum. Þvílík martröð sem þetta hlýtur að hafa verið. Fjármálaráðherrann ber pólitíska ábyrgð á greiðslum ráðuneytisins til stjórnmálahreyfinga eins og núverandi fjármálaráðherra hefur opinberlega bent á. Hann telur alla áður nefnda flokka uppfylla anda laga um þennan stuðning og megintilgang þeirra, hvað sem líður heitum í bókhaldi fjármálaráðuneytisins og Skattsins. Það sem vantar í hrútabókhaldið Þegar úrillir hrútarnir í kofanum útmála Flokk fólksins eins og glæpasamtök og heimta að flokkurinn einn flokka endurgreiði styrki til sín, enda hvorki meira né minna en heiður alls réttarkerfsins í húfi, er skuldastaðan þessi, samkvæmt samantekt fjölmiðla, hjá einhverjum algerlega óþekktum félögum með óskýran tilgang og markmið sem þykjast vera stjórnmálahreyfingar: Sjálfstæðisflokkurinn 166.941.000 fyrir 2022 Flokkur fólksins 240.000.000 fyrir 2022-2024 Píratar 66.819.000 fyrir 2022 Vinstri græn 266.566.093 fyrir 2022-2024 Sósíalistaflokkurinn 50.500.000 fyrir 2022-2023 Lögin um fjárhagslegan stuðning við stjórnmálaflokka voru einmitt sett til þess sem í setningunni felst; að styðja við stjórnmálahreyfingar. Það eru nokkur skilyrði fyrir stuðningum. Til að mynda að stjórnmálaflokkar hafi fengið kjörna fulltrúa á Alþingi. Meira segja þeir sem fá enga fulltrúa kjörna, eins og Sósíalistar en fá yfir 2,5 prósent atkvæða, fá líka styrk. Vinstri græn náðu ekki þessu marki í síðustu kosningum og fá því ekki krónu á þessu ári. Ríkisendurskoðun hrósar ársreikningum Flokks fólksins Andi laganna er að styðja við hreyfingar sem sannarlega eru stjórnmálahreyfingar. Það er einnig sett sem skilyrði að flokkar skili ársreikningum til Ríkisendurskoðunar, þar sem Flokkur fólksins hefur fengið hrós fyrir hvað vel og ýtarlega gert er grein fyrir öllum fjárreiðum flokksins. Þar eru tíundaðir allir styrkir, ásamt ríkisstyrknum, aðallega frá einstaklingum og einstaka fyrirtækjum, sem lögum samkvæmt mega ekki fara upp fyrir ákveðna upphæð. Í ársreikningum Flokks fólksins er einnig tíundað í hvað peningarnir voru notaðir, krónu fyrir krónu. Það eru engin leyndarmál í fjármálum Flokks fólksins eins og Ríkisendurskoðun hefur einmitt lýst ánægju sinni með. Allt upp á borðum og það sem meira er, ársreikningarnir eru öllum opnir á vef Ríkisendurskoðunar, einnig eiturpennum og pólitískum hrútum. Flokkur fólksins hefur alltaf uppfyllt öll megin skilyrði laga fyrir því að fá fjárhagslegan stuðning frá ríkinu, eins og aðrir flokkar hafa réttilega fengið styrki samkvæmt sömu lögum, hvað sem þeir voru kallaðir í bókum fjármálaráðuneytisins og Skattsins. Það er auðvitað bagalegt að vera síðastur í röð fimm flokka til að staðfesta það sem liggur í heiti hreyfingarinnar að hún sé vissulega stjórnmálahreyfing. Sú staðfesting verður að fara fram á landsfundi sem átti að fara fram í nóvember í fyrra en landsfundir flokka fara alla jafna fram annað hvert ár. Öllum að óvörum flautaði formaður Sjálfstæðisflokksins leikinn hins vegar af í október og boðaði til kosninga með skemmsta mögulega fyrirvara. Flokkur fólksins einhenti sér því að kosningabaráttunni og vann frækilegan sigur eins og frægt er orðið; sem stjórnmálaflokkur, hvað sem hver segir. Landsfundur flokksins fer fram síðar í þessum mánuði og að honum loknum ætti að róast um í hrútakofanum. Hrútarnir þurfa að fara að huga að fengitímanum vilji þeim ganga betur í næstu kosningum. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun