Valentínus Árni Már Jensson skrifar 14. febrúar 2025 15:00 Valentínusardagurinn er hátíð ástar og kærleika sem á sér fornar rætur í kristinni trú. Frásögnin um heilagan Valentínus greinir að hann hafi verið prestur í Róm á tímum Kládíusar II. Keisarinn, sem taldi að ógiftir menn væru betri hermenn en þeir sem væru bundnir fjölskyldum, bannaði ungu fólki að ganga í hjónaband. Valentínus, sem trúði heitt á helgi hjónabandsins sem sáttmála kærleikans, mótmælti þessum lögum og gifti pör í leynum. Þegar upp komst um athafnir hans var hann handtekinn og dæmdur til dauða. Sagan segir einnig að meðan Valentínus var í fangelsi hafi hann kynnst blindri dóttur fangavarðarins. Hann bað fyrir henni og hún læknaðist af blindunni. Áður en hann var tekinn af lífi sendi hann henni kveðjubréf sem hann undirritaði „Frá þínum Valentínusi“. Þetta bréf, sem er sagt vera fyrsta Valentínusarkortið, hefur síðar orðið táknræn kveðja fyrir Valentínusardaginn. Þótt saga heilags Valentínusar eigi sér ýmsar útgáfur, varð hann að píslarvotti fyrir trú sína og kærleika. Í kaþólsku kirkjunni er hann dýrlingur og verndari elskenda, og hátíðisdagur hans er 14. febrúar. Valentínusardagurinn varð því tákn kærleika og umhyggju þar sem elskendur senda hvort öðru blóm, gjafir og ástarkveðjur til að sýna væntumþykju. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín, líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Steingrímur Thorsteinsson 1831 - 1913) Hvort sem við lítum til Valentínusardagsins sem trúarlegs dýrlingadags eða sem hátíð til að fagna ástinni í lífi okkar, minnir hann okkur á að kærleikurinn er eina sanna gjöfin sem endist. Góðar stundir. Höfundur er frumkvöðull og áhugamaður um frjálst samfélag, lýðræði, kristna trú og gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valentínusardagurinn Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Valentínusardagurinn er hátíð ástar og kærleika sem á sér fornar rætur í kristinni trú. Frásögnin um heilagan Valentínus greinir að hann hafi verið prestur í Róm á tímum Kládíusar II. Keisarinn, sem taldi að ógiftir menn væru betri hermenn en þeir sem væru bundnir fjölskyldum, bannaði ungu fólki að ganga í hjónaband. Valentínus, sem trúði heitt á helgi hjónabandsins sem sáttmála kærleikans, mótmælti þessum lögum og gifti pör í leynum. Þegar upp komst um athafnir hans var hann handtekinn og dæmdur til dauða. Sagan segir einnig að meðan Valentínus var í fangelsi hafi hann kynnst blindri dóttur fangavarðarins. Hann bað fyrir henni og hún læknaðist af blindunni. Áður en hann var tekinn af lífi sendi hann henni kveðjubréf sem hann undirritaði „Frá þínum Valentínusi“. Þetta bréf, sem er sagt vera fyrsta Valentínusarkortið, hefur síðar orðið táknræn kveðja fyrir Valentínusardaginn. Þótt saga heilags Valentínusar eigi sér ýmsar útgáfur, varð hann að píslarvotti fyrir trú sína og kærleika. Í kaþólsku kirkjunni er hann dýrlingur og verndari elskenda, og hátíðisdagur hans er 14. febrúar. Valentínusardagurinn varð því tákn kærleika og umhyggju þar sem elskendur senda hvort öðru blóm, gjafir og ástarkveðjur til að sýna væntumþykju. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín, líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Steingrímur Thorsteinsson 1831 - 1913) Hvort sem við lítum til Valentínusardagsins sem trúarlegs dýrlingadags eða sem hátíð til að fagna ástinni í lífi okkar, minnir hann okkur á að kærleikurinn er eina sanna gjöfin sem endist. Góðar stundir. Höfundur er frumkvöðull og áhugamaður um frjálst samfélag, lýðræði, kristna trú og gildi.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar