Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 11:31 Fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar um umbætur í málefnum fatlaðs fólks eru fagnaðarefni. Nú er þingið komið af stað, þingmálaskrá hefur verið opinberuð og allt að komast á skrið hjá stjórnvöldum og erum við hjá ÖBÍ réttindasamtökum tilbúin til samráðs og samstarfs til þess að koma á nauðsynlegum umbótum. Við fögnum því sérstaklega að til standi að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks strax í vor, enda verður það gríðarleg réttarbót fyrir fatlað fólk allt hér á landi. Þá vekja áform um að útrýma kjaragliðnun, og að hætta að fella niður aldursviðbót við ellilífeyrisaldur, ánægju svo örfá dæmi séu tekin. ÖBÍ réttindasamtök telja að sjálfsögðu brýnt að í þessum málum sé öðrum sé hlustað á raddir fatlaðs fólks. Ekkert um okkur án okkar. Stóra breytingin Síðasta ár var þýðingarmikið og ber þar auðvitað sérstaklega að nefna bæði samþykkt stofnun Mannréttindastofnunar Íslands og Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, en stóra breytan er svo grundvallarbreytingin sem samþykkt var að gera á almannatryggingakerfinu. Þessi kerfisbreyting á að taka gildi í september og ef rétt er haldið á spilunum á hún að liðka fyrir bættri atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og aðgengi að vinnumarkaði. Við erum búin að vera á fleygiferð hingað og þangað um landið til að hitta atvinnurekendur og plægja jarðveginn svo atvinnulífið sé sem best í stakk búið til þess að taka á móti fötluðu fólki inn á vinnumarkaðinn. Við erum þar meðal annars búin að kynna Unndísi, verkefni sem við aðlöguðum að fyrirmynd frá Sameinuðu þjóðunum, og er leiðarvísir til að styðja við inngildingu á vinnustað. Eins og með allar stórar kerfisbreytingar geta þarna leynst vankantar sem erfitt er að koma auga á áður en þetta kemur til framkvæmda. Því er brýnt að ráðist verði í forprófanir á samþættu sérfræðimati og kerfinu í heild og hlökkum við til samráðs og samtals við bæði TR og nýjan ráðherra félags- og húsnæðismála um það verkefni. Rétturinn til mannsæmandi lífs Það eru sjálfsögð mannréttindi að fatlað fólk fái tækifæri til atvinnu og það eru sömuleiðis mannréttindi að fatlað fólk geti lifað lífinu með reisn þótt það sé utan vinnumarkaðar. ÖBÍ réttindasamtök munu áfram tala fyrir því að lífeyrir sé hækkaður svo hann dugi fólki til mannsæmandi lífs og ÖBÍ mun áfram tala fyrir því að bæði einkageirinn og hinn opinberi gefi fötluðu fólki tækifæri til atvinnu. Það er nefnilega nauðsynlegt að ríkið setji gott fordæmi. Viðfangsefni nýs félags- og húsnæðismálaráðherra í þessu samhengi eru umfangsmikil og var því ánægjulegt að ráðherra hafi heimsótt Mannréttindahúsið til að funda með ÖBÍ strax á fyrstu vikum sínum í ráðuneytinu. Fjölbreytt verkefni Viðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar og nýs Alþingis hvað við kemur fötluðu fólki eru auðvitað fleiri en einungis kjör, atvinnuþátttaka og almannatryggingar. Ný ríkisstjórn þarf að tryggja mannsæmandi lífsskilyrði fyrir fatlað fólk í víðu samhengi. Þörf er á metnaðarfullum áætlunum í húsnæðismálum fatlaðs fólks, tryggja þarf aðgengi í víðum skilningi, hvort sem það er stafrænt eða líkamlegt, að þjónustu eða stöðum, og svo þurfum við að taka betur utan um fötluð börn. Skertir möguleikar fatlaðra barna til þátttöku í samfélaginu eru óásættanlegir, hvort sem það er vegna ónógs aðgengis að greiningum, hjálpartækjum, NPA-þjónustu eða öðrum þjónustuúrræðum. Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum hlökkum til að eiga samtal, samráð og samstarf við nýjan ráðherra um þessi mál og fleiri næstu fjögur árin. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar um umbætur í málefnum fatlaðs fólks eru fagnaðarefni. Nú er þingið komið af stað, þingmálaskrá hefur verið opinberuð og allt að komast á skrið hjá stjórnvöldum og erum við hjá ÖBÍ réttindasamtökum tilbúin til samráðs og samstarfs til þess að koma á nauðsynlegum umbótum. Við fögnum því sérstaklega að til standi að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks strax í vor, enda verður það gríðarleg réttarbót fyrir fatlað fólk allt hér á landi. Þá vekja áform um að útrýma kjaragliðnun, og að hætta að fella niður aldursviðbót við ellilífeyrisaldur, ánægju svo örfá dæmi séu tekin. ÖBÍ réttindasamtök telja að sjálfsögðu brýnt að í þessum málum sé öðrum sé hlustað á raddir fatlaðs fólks. Ekkert um okkur án okkar. Stóra breytingin Síðasta ár var þýðingarmikið og ber þar auðvitað sérstaklega að nefna bæði samþykkt stofnun Mannréttindastofnunar Íslands og Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, en stóra breytan er svo grundvallarbreytingin sem samþykkt var að gera á almannatryggingakerfinu. Þessi kerfisbreyting á að taka gildi í september og ef rétt er haldið á spilunum á hún að liðka fyrir bættri atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og aðgengi að vinnumarkaði. Við erum búin að vera á fleygiferð hingað og þangað um landið til að hitta atvinnurekendur og plægja jarðveginn svo atvinnulífið sé sem best í stakk búið til þess að taka á móti fötluðu fólki inn á vinnumarkaðinn. Við erum þar meðal annars búin að kynna Unndísi, verkefni sem við aðlöguðum að fyrirmynd frá Sameinuðu þjóðunum, og er leiðarvísir til að styðja við inngildingu á vinnustað. Eins og með allar stórar kerfisbreytingar geta þarna leynst vankantar sem erfitt er að koma auga á áður en þetta kemur til framkvæmda. Því er brýnt að ráðist verði í forprófanir á samþættu sérfræðimati og kerfinu í heild og hlökkum við til samráðs og samtals við bæði TR og nýjan ráðherra félags- og húsnæðismála um það verkefni. Rétturinn til mannsæmandi lífs Það eru sjálfsögð mannréttindi að fatlað fólk fái tækifæri til atvinnu og það eru sömuleiðis mannréttindi að fatlað fólk geti lifað lífinu með reisn þótt það sé utan vinnumarkaðar. ÖBÍ réttindasamtök munu áfram tala fyrir því að lífeyrir sé hækkaður svo hann dugi fólki til mannsæmandi lífs og ÖBÍ mun áfram tala fyrir því að bæði einkageirinn og hinn opinberi gefi fötluðu fólki tækifæri til atvinnu. Það er nefnilega nauðsynlegt að ríkið setji gott fordæmi. Viðfangsefni nýs félags- og húsnæðismálaráðherra í þessu samhengi eru umfangsmikil og var því ánægjulegt að ráðherra hafi heimsótt Mannréttindahúsið til að funda með ÖBÍ strax á fyrstu vikum sínum í ráðuneytinu. Fjölbreytt verkefni Viðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar og nýs Alþingis hvað við kemur fötluðu fólki eru auðvitað fleiri en einungis kjör, atvinnuþátttaka og almannatryggingar. Ný ríkisstjórn þarf að tryggja mannsæmandi lífsskilyrði fyrir fatlað fólk í víðu samhengi. Þörf er á metnaðarfullum áætlunum í húsnæðismálum fatlaðs fólks, tryggja þarf aðgengi í víðum skilningi, hvort sem það er stafrænt eða líkamlegt, að þjónustu eða stöðum, og svo þurfum við að taka betur utan um fötluð börn. Skertir möguleikar fatlaðra barna til þátttöku í samfélaginu eru óásættanlegir, hvort sem það er vegna ónógs aðgengis að greiningum, hjálpartækjum, NPA-þjónustu eða öðrum þjónustuúrræðum. Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum hlökkum til að eiga samtal, samráð og samstarf við nýjan ráðherra um þessi mál og fleiri næstu fjögur árin. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun