Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2025 10:18 Bíllinn er af gerðinni Mini Cooper. Getty/Christoph Trost Að minnsta kosti 27 eru særðir eftir að hælisleitandi frá Afganistan ók inn í hóp mótmælenda á götum München í Þýskalandi í morgun. Ökumaður bílsins var handtekinn á staðnum en yfirvöld telja að um árás sé að ræða. Fram kom á blaðamannafundi í morgun að árásarmaðurinn sé 24 ára gamall hælisleitandi frá Afganistan en hann ku vera þekktur af lögreglu vegna smáglæpa. Fregnir hafa borist af því að ein kona hafi látið lífið en það hefur ekki verið staðfest. Þá munu börn vera meðal þeirra sem særðust í árásinni. Í frétt Bild segir að bíllinn sé af gerðinni Mini Cooper en honum mun hafa verið ekið á fólk sem var að taka þátt í mótmælum á vegum verkalýðsfélags starfsmanna í samgöngugeiranum. Bílnum var ekið inn í hóp mótmælenda á götum München.Getty/Michael Fischer Vitni sögðu fyrr í morgun að ökumaðurinn hefði gefið í áður en hann ók inn í þvöguna. Þá hefur Bild eftir heimildarmönnum að lögregluþjónar hafi skotið í rúðu bílsins til að geta opnað hann, vegna þess að hurðunum var læst. Lögreglan segist ekki geta staðfest sögusagnir um að fleiri hafi verið að verki en ökumaðurinn sem búið er að handtaka. Ekkert bendi til annars. Verdi Demo in München.Auto rast in die Demo. pic.twitter.com/cLBHaDebfi— AlternativeMitte (@ZamirSh11842484) February 13, 2025 Stór öryggisráðstefna fer fram í borginni um helgina, þar sem ráðamenn Vesturlanda munu meðal annars ræða innrás Rússa í Úkraínu og önnur öryggismál. Atvikið er sagt hafa átt sér stað tiltölulega skammt frá staðnum þar sem ráðstefnan verður haldin. Í desember keyrði maður inn í hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg en þá létu sex lífið. Fréttin hefur verið uppfærð. Aktuell werden ca. 20 verletzte Personen durch die Rettungskräfte versorgt. Über die Schwere der Verletzungen liegen uns noch keine Informationen vor.Deshalb sind unter anderem Rettungshubschrauber im Einsatz.#muc1302 pic.twitter.com/deYRQIrmug— Polizei München (@PolizeiMuenchen) February 13, 2025 Þýskaland Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Fram kom á blaðamannafundi í morgun að árásarmaðurinn sé 24 ára gamall hælisleitandi frá Afganistan en hann ku vera þekktur af lögreglu vegna smáglæpa. Fregnir hafa borist af því að ein kona hafi látið lífið en það hefur ekki verið staðfest. Þá munu börn vera meðal þeirra sem særðust í árásinni. Í frétt Bild segir að bíllinn sé af gerðinni Mini Cooper en honum mun hafa verið ekið á fólk sem var að taka þátt í mótmælum á vegum verkalýðsfélags starfsmanna í samgöngugeiranum. Bílnum var ekið inn í hóp mótmælenda á götum München.Getty/Michael Fischer Vitni sögðu fyrr í morgun að ökumaðurinn hefði gefið í áður en hann ók inn í þvöguna. Þá hefur Bild eftir heimildarmönnum að lögregluþjónar hafi skotið í rúðu bílsins til að geta opnað hann, vegna þess að hurðunum var læst. Lögreglan segist ekki geta staðfest sögusagnir um að fleiri hafi verið að verki en ökumaðurinn sem búið er að handtaka. Ekkert bendi til annars. Verdi Demo in München.Auto rast in die Demo. pic.twitter.com/cLBHaDebfi— AlternativeMitte (@ZamirSh11842484) February 13, 2025 Stór öryggisráðstefna fer fram í borginni um helgina, þar sem ráðamenn Vesturlanda munu meðal annars ræða innrás Rússa í Úkraínu og önnur öryggismál. Atvikið er sagt hafa átt sér stað tiltölulega skammt frá staðnum þar sem ráðstefnan verður haldin. Í desember keyrði maður inn í hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg en þá létu sex lífið. Fréttin hefur verið uppfærð. Aktuell werden ca. 20 verletzte Personen durch die Rettungskräfte versorgt. Über die Schwere der Verletzungen liegen uns noch keine Informationen vor.Deshalb sind unter anderem Rettungshubschrauber im Einsatz.#muc1302 pic.twitter.com/deYRQIrmug— Polizei München (@PolizeiMuenchen) February 13, 2025
Þýskaland Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira