Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2025 08:51 „Vantar þig aðstoð með barn? Sendu skilaboð. Ég get hjálpað hvar sem ér á Bretlandi,“ auglýsir Albon á Instargram, þar sem hann kallar sig „joe_donor_uk“ og birtir einnig fjölmiðlaumfjöllun um sjálfan sig. Instagram/Robert Charles Albon Dómari á Bretlandseyjum samþykkti beiðni mæðra barns um að dómur í máli þeirra yrði birtur og líffræðilegur faðir barnsins nafngreindur, til að vara aðrar konur við bæði manninum sjálfum og sæðisgjöfum utan regluverks almennt. Málið er þannig vaxið að konurnar þáðu sæði frá manni að nafni Robert Charles Albon, sem auglýsir þjónustu sína á samfélagsmiðlum og segist hafa feðrað 180 börn út um allan heim. Albon auglýsti að það væri undir foreldrum barnsins komið hvort einhver samskipti yrðu á milli hans og barnsins en höfðaði svo mál þar sem hann krafðist feðrunar, umgengni og nafnabreytingar. Málareksturinn tók tvö ár og hafði veruleg áhrif á mæðurnar. Álagið varð meðal annars til þess að það slitnaði upp úr sambandi þeirra. Þrátt fyrir að málið væri tekið fyrir hjá fjölskyldudómstól, þar sem leynd ríkir almennt um atriði máls, fóru báðar mæðurnar fram á að dómurinn yrði birtur og sæðisgjafinn nafngreindur. Dómarinn, Jonathan Furness, féllst á ósk mæðranna og sagði það meðal annars hafa ráðið ákvörðun sinni að hann vildi vara aðra foreldra við Albon og við sæðisgjöfum utan regluverksins almennt. Hann komst að þeirri niðurstöðua að Albon, sem er bandarískur, hefði líklega höfðað málið í viðleitni til að fá að dvelja áfram á Bretlandseyjum og hafnaði kröfum hans. Flestar stöðvar sem bjóða upp á aðstoð við getnað setja takmörk á fjölda barna sem hver sæðisgjafi getur eignast, oft tíu eða færri börn. Engin leið er hins vegar til að hafa stjórn á því hversu mörg börn verða til þegar foreldrar ákveða að þiggja sæði „utan kerfis“ og þá geta fjölmörg lagaleg álitaefni komið upp. Albon hefur sagt að hann hyggist halda ótrauður áfram gjafastarfsemi sinni. Fjallað er um haftalausar sæðisgjafir í þáttunum The Man With 1.000 Kids, sem sýndir eru á Netflix. Þar er sagt frá Hollendingnum Jonathan Jacob Meijer, sem er talinn hafa feðrað allt að þúsund börn. Frjósemi Bretland Börn og uppeldi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Málið er þannig vaxið að konurnar þáðu sæði frá manni að nafni Robert Charles Albon, sem auglýsir þjónustu sína á samfélagsmiðlum og segist hafa feðrað 180 börn út um allan heim. Albon auglýsti að það væri undir foreldrum barnsins komið hvort einhver samskipti yrðu á milli hans og barnsins en höfðaði svo mál þar sem hann krafðist feðrunar, umgengni og nafnabreytingar. Málareksturinn tók tvö ár og hafði veruleg áhrif á mæðurnar. Álagið varð meðal annars til þess að það slitnaði upp úr sambandi þeirra. Þrátt fyrir að málið væri tekið fyrir hjá fjölskyldudómstól, þar sem leynd ríkir almennt um atriði máls, fóru báðar mæðurnar fram á að dómurinn yrði birtur og sæðisgjafinn nafngreindur. Dómarinn, Jonathan Furness, féllst á ósk mæðranna og sagði það meðal annars hafa ráðið ákvörðun sinni að hann vildi vara aðra foreldra við Albon og við sæðisgjöfum utan regluverksins almennt. Hann komst að þeirri niðurstöðua að Albon, sem er bandarískur, hefði líklega höfðað málið í viðleitni til að fá að dvelja áfram á Bretlandseyjum og hafnaði kröfum hans. Flestar stöðvar sem bjóða upp á aðstoð við getnað setja takmörk á fjölda barna sem hver sæðisgjafi getur eignast, oft tíu eða færri börn. Engin leið er hins vegar til að hafa stjórn á því hversu mörg börn verða til þegar foreldrar ákveða að þiggja sæði „utan kerfis“ og þá geta fjölmörg lagaleg álitaefni komið upp. Albon hefur sagt að hann hyggist halda ótrauður áfram gjafastarfsemi sinni. Fjallað er um haftalausar sæðisgjafir í þáttunum The Man With 1.000 Kids, sem sýndir eru á Netflix. Þar er sagt frá Hollendingnum Jonathan Jacob Meijer, sem er talinn hafa feðrað allt að þúsund börn.
Frjósemi Bretland Börn og uppeldi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira