Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar 7. febrúar 2025 13:31 Ég brá mér í laugina í liðinni viku og datt þar í spjall við áhugasama menntiskælinga sem eru í hópi þess unga fólks sem langar að vita meira um Jesú. Það eykur mér trú á heilagan anda jafnt sem mannsandann að kynslóðin sem fæddist inn í ritskoðað almannarými skuli, líkt og rætt er í fjölmiðlum, rísa upp og ganga sjálf eftir því að fá sín Nýjatestamennti og trúfræðslu eftir allt saman! Annað gleðilegt og ögn fyndið fyrirbrigði í menningu dagsins er líka það, sem ég hygg að margir prestar fleiri en ég þekki af vettvangi, að ítrekað er maður að skíra hjá ungum foreldrum tvö börn í einu. Fyrst eldra barnið sem ekki var látið verða af að skíra strax og svo nýfædda barnið. Ömmur og afar anda léttar, hátíð í loftinu og fólk komið í sparifötin. Þá reynir á prestinn að finna út úr því hvernig eigi að orða með sanngjörnum hætti fyrir fjögurra eða fimm ára rolling hvað sé á döfinni. Í sjálfu sér er það þó mjög einfalt og blasir einmitt svo fallega við hjá unga fólkinu okkar sem nú leitar til kirkjunnar; Það kemur með vinum sínum. Andi Guðs starfar í kærleika og skapar samfélag vináttu. Þess vegna er ekkert flókið að útskýra fyrir málþroska skírnarbarni hvað sé í gangi. Þegar búið er að segja söguna sem alltaf er rifjuð upp við barnsskírn, þegar lærisveinarnir vildu varna börnum aðgöngu að Jesú svo honum sárnaði og sagði „Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi, þeirra er Guðs ríki“, þá er einfalt að spyrja: Vilt þú vera með í vinafélagi Jesú? --- Trúin á Jesú er ekki flókin. Hún er ekki kenning eða aðferð heldur vinátta. Trúin er ekki að vera handviss um eitthvað guðlegt og haga sér samkvæmt reglum heldur er hún, eins og öll sönn vinátta, stöðug uppgötvun. Þegar ég reyni að útskýra trúna fyrir ungu fólki ræði ég ekki síst um þrennt: Ég tala um feginleikann og sálarróna sem fylgir því að uppgötva að maður er samþykktur og elskaður af Guði um alla eilífð.[1] Ég segi frá því sem Biblían miðlar, að vegna Jesú megum við treysta því að Guð sé í öllu og allt sé í Guði sem elskar sköpunarverkið og mun ekki sleppa hendi sinni af því.[2] Ég ræði um nýju lífsmöguleikana sem fylgja því að elska allt fólk sem systkini ásamt öllu sköpuðu, hafna ofbeldi og kúgun en varðveita mannlega reisn eins og Jesús gerði.[3] Þannig skil ég trúna sem vináttu við eigin persónu, sköpunarverkið og Guð. Kristið fólk er ekki betra en annað fólk og kristinn siður ber sig ekki saman við aðra siði nema þá til þess að læra meira. Félags-pólitísk áhrif kristinnar trúar hljóta þó ætíð að vera þau sem Reinhold Niebuhr, höfundur æðruleysisbænarinnar lýsti; að auka félagsauð og draga úr hroka. Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Jóhannesaguðspjall 1.12-13. [2] Kólossoubréfið 1.15-20. [3] Matteusarguðspjall 26.47-56. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Trúmál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég brá mér í laugina í liðinni viku og datt þar í spjall við áhugasama menntiskælinga sem eru í hópi þess unga fólks sem langar að vita meira um Jesú. Það eykur mér trú á heilagan anda jafnt sem mannsandann að kynslóðin sem fæddist inn í ritskoðað almannarými skuli, líkt og rætt er í fjölmiðlum, rísa upp og ganga sjálf eftir því að fá sín Nýjatestamennti og trúfræðslu eftir allt saman! Annað gleðilegt og ögn fyndið fyrirbrigði í menningu dagsins er líka það, sem ég hygg að margir prestar fleiri en ég þekki af vettvangi, að ítrekað er maður að skíra hjá ungum foreldrum tvö börn í einu. Fyrst eldra barnið sem ekki var látið verða af að skíra strax og svo nýfædda barnið. Ömmur og afar anda léttar, hátíð í loftinu og fólk komið í sparifötin. Þá reynir á prestinn að finna út úr því hvernig eigi að orða með sanngjörnum hætti fyrir fjögurra eða fimm ára rolling hvað sé á döfinni. Í sjálfu sér er það þó mjög einfalt og blasir einmitt svo fallega við hjá unga fólkinu okkar sem nú leitar til kirkjunnar; Það kemur með vinum sínum. Andi Guðs starfar í kærleika og skapar samfélag vináttu. Þess vegna er ekkert flókið að útskýra fyrir málþroska skírnarbarni hvað sé í gangi. Þegar búið er að segja söguna sem alltaf er rifjuð upp við barnsskírn, þegar lærisveinarnir vildu varna börnum aðgöngu að Jesú svo honum sárnaði og sagði „Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi, þeirra er Guðs ríki“, þá er einfalt að spyrja: Vilt þú vera með í vinafélagi Jesú? --- Trúin á Jesú er ekki flókin. Hún er ekki kenning eða aðferð heldur vinátta. Trúin er ekki að vera handviss um eitthvað guðlegt og haga sér samkvæmt reglum heldur er hún, eins og öll sönn vinátta, stöðug uppgötvun. Þegar ég reyni að útskýra trúna fyrir ungu fólki ræði ég ekki síst um þrennt: Ég tala um feginleikann og sálarróna sem fylgir því að uppgötva að maður er samþykktur og elskaður af Guði um alla eilífð.[1] Ég segi frá því sem Biblían miðlar, að vegna Jesú megum við treysta því að Guð sé í öllu og allt sé í Guði sem elskar sköpunarverkið og mun ekki sleppa hendi sinni af því.[2] Ég ræði um nýju lífsmöguleikana sem fylgja því að elska allt fólk sem systkini ásamt öllu sköpuðu, hafna ofbeldi og kúgun en varðveita mannlega reisn eins og Jesús gerði.[3] Þannig skil ég trúna sem vináttu við eigin persónu, sköpunarverkið og Guð. Kristið fólk er ekki betra en annað fólk og kristinn siður ber sig ekki saman við aðra siði nema þá til þess að læra meira. Félags-pólitísk áhrif kristinnar trúar hljóta þó ætíð að vera þau sem Reinhold Niebuhr, höfundur æðruleysisbænarinnar lýsti; að auka félagsauð og draga úr hroka. Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Jóhannesaguðspjall 1.12-13. [2] Kólossoubréfið 1.15-20. [3] Matteusarguðspjall 26.47-56.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun