Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2025 07:02 Þorsteinn í hlutverki sínu í gamanmyndinni You're Cordially Invited með Geraldine Viswanathan, Will Ferrell og Reese Witherspoon. Hæfileikabúntið og Akureyringurinn Þorsteinn Sindri Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, segir að fyrirhuguð þriggja mánuð búseta í Los Angeles hafi orðið að súrrealískum tíu árum. Á þessum tíu árum hefur hann landað hlutverkum í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og kvikmyndum en síðast lék hann í verkefnum með stjörnum eins og David Schwimmer og Will Ferrell. Stony þekkja langflestir Íslendingar þó það sé orðið langt um liðið síðan heyrðist í honum síðast. Hann skaust fyrst upp á stjörnuhimininn þegar hann gerði nýstárlega ábreiðu af lagi Macklemore og Ryan Lewis, Can't Hold Us á Youtube árið 2013. Ryan Seacrest hafði stuttu seinna samband, flaug kappanum út á fund með forsvarsmönnum Pepsi. Svo fór að Stony fór með aðalhlutverkið í HM auglýsingu gosdrykkjaframleiðandans ásamt Messi og fleiri stórstjörnum. Bjó fyrst í skúr Síðan hefur lítið heyrst af ævintýrum Stony, fyrir utan þegar hann landar hlutverkum í hinum ýmsu seríum. Síðasta frétt á Vísi um kappann var skrifuð fyrir sex árum síðan þegar hann landaði hlutverki í lögfræðidramaþáttum bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC, Bluff City Law. Þrátt fyrir fréttaskortinn hefur Stony haft í nægu að snúast. „Ég flutti út til Los Angeles 2. febrúar 2015. Ég sagði mömmu og pabba að ég ætlaði að prófa þessa leiklist í þrjá mánuði og ef ekkert gengi upp kæmi ég bara aftur heim, færi að vinna í pylsuvagninum eða eitthvað. Svo urðu þessir þrír mánuðir bara að tíu súrrealískum árum sem ég er ennþá að reyna að botna í,“ segir Þorsteinn, sem þekktur er sem Stony Blyden vestanhafs, í samtali við Vísi. Myndband Þorsteins með ábreiðunni af Can't Hold Us sem sló í gegn á heimsvísu árið 2013 má sjá hér fyrir neðan: Hann segist oftast plana mjög lítið, það gangi oftast upp að fylgja innsæinu. Þorsteinn segist hafa fundið konu á Craigslist sem hafi auglýst húsnæði. Hún var í kringum sjötugt og leigði Þorsteini og fjórum öðrum krökkum á tvítugsaldri kofa í garðinum hennar í Hollywood Hills. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom hingað var að fara inn á Backstage.com þar sem ég fann prufu fyrir einhverja stúdentamynd. Svo vakti ég alla nóttina að læra línur og mætti á staðinn um morguninn. Það kvöld var svo hringt í mig og mér sagt að koma aftur. Og svo aftur. Svo var ég bókaður í að leika í henni. Svo kom hún aldrei út.“ Þúsund nei fyrir fyrsta jáið Hann segir þetta til marks um hvernig umhverfið sé í Los Angeles. Það sé stutt á milli skin og skúra en eins og lesendur geta ímyndað sér er samkeppnin í leiklistarbransanum í borginni rosaleg að sögn Þorsteins. „Þetta er í raun samfélag fólks sem á sér einn draum og það er að verða betri en allir. Á sama tíma gerir það þetta líka ógeðslega spennandi, þetta byggir upp krakater. Maður þarf oft að fá þúsund nei áður en maður fær eitt já. En þetta já gæti breytt lífi manns þúsundfalt.“ Hann segist telja sig einstaklega heppinn með vini og vandamenn sem hann hefur kynnst í borginni undanfarin tíu ár. Stundum taki harkið sem fylgi leiklistinni þó á. „Það er eitthvað svo sérstakt við það að þegar maður klárar verkefni, gerir allt rétt, er ekki rekinn, hættir ekki, að þá þarf maður samt að byrja aftur á byrjunarreit. Maður aflar sér að sjálfsögðu reynslu og myndar sambönd og svona sem geta oft gagnast í framtíðinni, en þetta er samt rosalega auðmýkjandi í hvert skipti.“ Lærði mest af lögfræðidramanu Þorsteinn segir að líklega hafi hans mesti stökkpallur á leikaraferlinum hingað til verið þættirnir Hunter Street sem framleiddir voru af Nickelodeon og komu út árið 2017. Þættirnir fjölluðu um fimm fósturbörn búsett í Amsterdam sem þurfa að taka á hinum stóra sínum þegar fósturforeldrar þeirra hverfa skyndilega. Þorsteinn lék þar Max, nýjasta meðlim fjölskyldunnar. „Þarna var ég í fyrsta skipti í aðalhlutverki og eignaðist þar þennan „core aðdáendahóp,“ sem fylgir mér enn þann dag í dag,“ útskýrir Þorsteinn. Tveimur árum síðan fékk hann stórt hlutverk í áðurnefndum lögfræðidramaþáttum Bluff City Law. Þar voru einnig meðal annarra Jimmy Smits og Jayne Atkinson. Smits er þekktur fyrir leik sinn í West Wing, Dexter og Star Wars en Atkinson líklega fyrir hlutverk sitt í House of Cards. „Mér finnst ég hafa lært mest þegar ég gerði þá þætti. Þarna fékk ég að vinna með og læra af Jimmy Smits á hverjum degi og ég lít mikið upp til hans.“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer Það er óhætt að fullyrða að Þorsteinn hefur verið iðinn við kolann undanfarin ár. Hann fór til að mynda með hlutverk í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Father, Big Shot og American Born Chinese árið 2022. Síðasta ár hefur þó verið sérlega viðburðarríkt en Þorsteinn fer með aðalhlutverk í sjónvarpsþáttunum Goosebumps og stórt hlutverk í kvikmyndinni You're Cordially Invited. Í fyrstu seríu af Goosebumps rannsaka fimm ungmenni andlát unglingsins Harold Biddle sem lést þremur áratugum fyrr. Í annarri seríu rannsaka svo önnur sex ungmenni hvarf á unglingum sem hurfu árið 1993. Þar fer Þorsteinn með hlutverk eins ungmennanna en David Schwimmer, sjálfur Ross sjálfur úr Friends, fer með stórt hlutverk í þáttunum. Þorsteinn og David Schwimmer í einu atriði þáttanna. „Þvílíkt rugl!“ segir Þorsteinn hlæjandi þegar árið er borið undir hann. „Ég náttúrulega ólst upp á Friends. Mamma og Friends eru eina ástæðan fyrir því að ég tala ensku. Þannig að fá að hitta og vinna með David Schwimmer er hálf ólýsanlegt. Hann er frábær gaur í alla staði. Ég held að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem ég hef verið stjörnustjarfur (e. starstruck) að hitta einhvern. „Bara, hey gaur, þú kenndir mér að tala við þig! Thanks!“ Eins og Will Ferrell gleymi hver hann sé Ásamt Þorsteini fara þau Will Ferrell og Reese Witherspoon með helstu hlutverk í gamanmyndinni You're Cordially Invited. Í myndinni eru tvö brúðkaup óvænt bókuð á sama staðnum. Upphefst heiftarleg samkeppni milli föður annarrar brúðarinnar, sem leikinn er af Will Ferrell, og systur hinnar, Reese Witherspoon, um að tryggja að brúðkaupið fari fram. Þorsteinn fer með hlutverk unnusta annarrar brúðarinnar, dóttur persónu Will Ferrell. Stjörnum prýddur leikhópur myndarinnar. Þorsteinn fyrir miðju.Stephanie Augello/Getty Images „Will hefur verið uppáhalds gamanleikarinn frá því að ég var sirka tólf ára. Þannig það er stjörnustirðnun númer tvö!“ segir Þorsteinn enn hlæjandi. Hann segist aldrei hafa hitt eins indælan, jarðbundinn og tillitssaman mann á ævinni. „Það er ekki vottur af stjörnustælum í honum. Það er eiginlega eins og hann viti ekki að hann sé frægur, eins og það þurfi að láta hann vita að hann sé Will Ferrell á hverjum morgni. Hann vill bara vita allt um mann og man allt sem maður segir honum, öll nöfn og allar staðreyndir. Hann lifir bara fyrir það að koma fólki í gott skap.“ Þorsteinn segir að öll hans atriði í myndinni hafi verið með Ferrell. Þeir hafi því kynnst vel á þeim fjórum mánuðum sem tók að taka upp þeirra atriði. „Við spjölluðum um margt, meðal annars Ísland. Konan hans er sænsk þannig þau ferðast mikið um Evrópu og hann heldur mikið upp á okkur. Við ræddum það mikið og líka um hreiminn hans Pierce Brosnan í þessari Eurovision mynd,“ segir Þorsteinn léttur í bragði. Brosnan lék íslenskan föður persónu Ferrell í myndinni og gerði sitt allra besta til að skarta einhverskonar íslenskum hreim. Þorsteinn ber Will Ferrell góða sögu. Þorsteinn segir Ferrell eitt sinn hafa mætt á djammið með yngra fólkinu á settinu. „Og það er alltaf alveg sama hvar hann er, með hverjum, hann er alltaf bara hundrað prósent Will Ferrell. Mig minnir að hann hafi mætt þangað með kúrekahatt.“ Balti á óskalistanum Talið berst að því hvað sé nú á döfinni hjá Þorsteini. Hann segir aldrei neitt planað frekar en fyrri daginn. „Kannski kem ég heim og reyni að gera eitthvað þar. Efst á óskalistanum er alltaf að vinna með Balta. One day!“ segir Þorsteinn. En er hann búinn að leggja kjuðana alfarið á hilluna fyrir leiklistina? „Alls ekki! Tónlistin verður alltaf til staðar. Ég er tónlistarmaður fyrst. Það eina sem ég vil gera er að vera skapandi, sama hver miðillinn er og í augnablikinu er það leiklistin. Það kemur meiri tónlist þegar tíminn er réttur.“ Þorsteinn var á trommunum með rapparanum Tiny þegar hann kom fram á Hlustendaverðlaunum FM957 árið 2012. Bíó og sjónvarp Hollywood Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Þorsteinn nýtur aðstoðar Messi, Van Persie og Agüero Akureyringurinn Þorsteinn Sindri Baldvinsson fer með aðalhlutverkið í glænýrri auglýsingu frá Pepsi ásamt skærustu knattspyrnustjörnum heims. 2. apríl 2014 14:07 Stony sendir frá sér eigin tónlist Tónlistarmaðurinn Stony sendir frá sér frumsamið efni í fyrsta sinn um þessar mundir. Hann syngur, rappar og leikur á öll hljóðfærin og á nógu að snúast. 4. júlí 2014 09:30 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Sjá meira
Stony þekkja langflestir Íslendingar þó það sé orðið langt um liðið síðan heyrðist í honum síðast. Hann skaust fyrst upp á stjörnuhimininn þegar hann gerði nýstárlega ábreiðu af lagi Macklemore og Ryan Lewis, Can't Hold Us á Youtube árið 2013. Ryan Seacrest hafði stuttu seinna samband, flaug kappanum út á fund með forsvarsmönnum Pepsi. Svo fór að Stony fór með aðalhlutverkið í HM auglýsingu gosdrykkjaframleiðandans ásamt Messi og fleiri stórstjörnum. Bjó fyrst í skúr Síðan hefur lítið heyrst af ævintýrum Stony, fyrir utan þegar hann landar hlutverkum í hinum ýmsu seríum. Síðasta frétt á Vísi um kappann var skrifuð fyrir sex árum síðan þegar hann landaði hlutverki í lögfræðidramaþáttum bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC, Bluff City Law. Þrátt fyrir fréttaskortinn hefur Stony haft í nægu að snúast. „Ég flutti út til Los Angeles 2. febrúar 2015. Ég sagði mömmu og pabba að ég ætlaði að prófa þessa leiklist í þrjá mánuði og ef ekkert gengi upp kæmi ég bara aftur heim, færi að vinna í pylsuvagninum eða eitthvað. Svo urðu þessir þrír mánuðir bara að tíu súrrealískum árum sem ég er ennþá að reyna að botna í,“ segir Þorsteinn, sem þekktur er sem Stony Blyden vestanhafs, í samtali við Vísi. Myndband Þorsteins með ábreiðunni af Can't Hold Us sem sló í gegn á heimsvísu árið 2013 má sjá hér fyrir neðan: Hann segist oftast plana mjög lítið, það gangi oftast upp að fylgja innsæinu. Þorsteinn segist hafa fundið konu á Craigslist sem hafi auglýst húsnæði. Hún var í kringum sjötugt og leigði Þorsteini og fjórum öðrum krökkum á tvítugsaldri kofa í garðinum hennar í Hollywood Hills. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom hingað var að fara inn á Backstage.com þar sem ég fann prufu fyrir einhverja stúdentamynd. Svo vakti ég alla nóttina að læra línur og mætti á staðinn um morguninn. Það kvöld var svo hringt í mig og mér sagt að koma aftur. Og svo aftur. Svo var ég bókaður í að leika í henni. Svo kom hún aldrei út.“ Þúsund nei fyrir fyrsta jáið Hann segir þetta til marks um hvernig umhverfið sé í Los Angeles. Það sé stutt á milli skin og skúra en eins og lesendur geta ímyndað sér er samkeppnin í leiklistarbransanum í borginni rosaleg að sögn Þorsteins. „Þetta er í raun samfélag fólks sem á sér einn draum og það er að verða betri en allir. Á sama tíma gerir það þetta líka ógeðslega spennandi, þetta byggir upp krakater. Maður þarf oft að fá þúsund nei áður en maður fær eitt já. En þetta já gæti breytt lífi manns þúsundfalt.“ Hann segist telja sig einstaklega heppinn með vini og vandamenn sem hann hefur kynnst í borginni undanfarin tíu ár. Stundum taki harkið sem fylgi leiklistinni þó á. „Það er eitthvað svo sérstakt við það að þegar maður klárar verkefni, gerir allt rétt, er ekki rekinn, hættir ekki, að þá þarf maður samt að byrja aftur á byrjunarreit. Maður aflar sér að sjálfsögðu reynslu og myndar sambönd og svona sem geta oft gagnast í framtíðinni, en þetta er samt rosalega auðmýkjandi í hvert skipti.“ Lærði mest af lögfræðidramanu Þorsteinn segir að líklega hafi hans mesti stökkpallur á leikaraferlinum hingað til verið þættirnir Hunter Street sem framleiddir voru af Nickelodeon og komu út árið 2017. Þættirnir fjölluðu um fimm fósturbörn búsett í Amsterdam sem þurfa að taka á hinum stóra sínum þegar fósturforeldrar þeirra hverfa skyndilega. Þorsteinn lék þar Max, nýjasta meðlim fjölskyldunnar. „Þarna var ég í fyrsta skipti í aðalhlutverki og eignaðist þar þennan „core aðdáendahóp,“ sem fylgir mér enn þann dag í dag,“ útskýrir Þorsteinn. Tveimur árum síðan fékk hann stórt hlutverk í áðurnefndum lögfræðidramaþáttum Bluff City Law. Þar voru einnig meðal annarra Jimmy Smits og Jayne Atkinson. Smits er þekktur fyrir leik sinn í West Wing, Dexter og Star Wars en Atkinson líklega fyrir hlutverk sitt í House of Cards. „Mér finnst ég hafa lært mest þegar ég gerði þá þætti. Þarna fékk ég að vinna með og læra af Jimmy Smits á hverjum degi og ég lít mikið upp til hans.“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer Það er óhætt að fullyrða að Þorsteinn hefur verið iðinn við kolann undanfarin ár. Hann fór til að mynda með hlutverk í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Father, Big Shot og American Born Chinese árið 2022. Síðasta ár hefur þó verið sérlega viðburðarríkt en Þorsteinn fer með aðalhlutverk í sjónvarpsþáttunum Goosebumps og stórt hlutverk í kvikmyndinni You're Cordially Invited. Í fyrstu seríu af Goosebumps rannsaka fimm ungmenni andlát unglingsins Harold Biddle sem lést þremur áratugum fyrr. Í annarri seríu rannsaka svo önnur sex ungmenni hvarf á unglingum sem hurfu árið 1993. Þar fer Þorsteinn með hlutverk eins ungmennanna en David Schwimmer, sjálfur Ross sjálfur úr Friends, fer með stórt hlutverk í þáttunum. Þorsteinn og David Schwimmer í einu atriði þáttanna. „Þvílíkt rugl!“ segir Þorsteinn hlæjandi þegar árið er borið undir hann. „Ég náttúrulega ólst upp á Friends. Mamma og Friends eru eina ástæðan fyrir því að ég tala ensku. Þannig að fá að hitta og vinna með David Schwimmer er hálf ólýsanlegt. Hann er frábær gaur í alla staði. Ég held að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem ég hef verið stjörnustjarfur (e. starstruck) að hitta einhvern. „Bara, hey gaur, þú kenndir mér að tala við þig! Thanks!“ Eins og Will Ferrell gleymi hver hann sé Ásamt Þorsteini fara þau Will Ferrell og Reese Witherspoon með helstu hlutverk í gamanmyndinni You're Cordially Invited. Í myndinni eru tvö brúðkaup óvænt bókuð á sama staðnum. Upphefst heiftarleg samkeppni milli föður annarrar brúðarinnar, sem leikinn er af Will Ferrell, og systur hinnar, Reese Witherspoon, um að tryggja að brúðkaupið fari fram. Þorsteinn fer með hlutverk unnusta annarrar brúðarinnar, dóttur persónu Will Ferrell. Stjörnum prýddur leikhópur myndarinnar. Þorsteinn fyrir miðju.Stephanie Augello/Getty Images „Will hefur verið uppáhalds gamanleikarinn frá því að ég var sirka tólf ára. Þannig það er stjörnustirðnun númer tvö!“ segir Þorsteinn enn hlæjandi. Hann segist aldrei hafa hitt eins indælan, jarðbundinn og tillitssaman mann á ævinni. „Það er ekki vottur af stjörnustælum í honum. Það er eiginlega eins og hann viti ekki að hann sé frægur, eins og það þurfi að láta hann vita að hann sé Will Ferrell á hverjum morgni. Hann vill bara vita allt um mann og man allt sem maður segir honum, öll nöfn og allar staðreyndir. Hann lifir bara fyrir það að koma fólki í gott skap.“ Þorsteinn segir að öll hans atriði í myndinni hafi verið með Ferrell. Þeir hafi því kynnst vel á þeim fjórum mánuðum sem tók að taka upp þeirra atriði. „Við spjölluðum um margt, meðal annars Ísland. Konan hans er sænsk þannig þau ferðast mikið um Evrópu og hann heldur mikið upp á okkur. Við ræddum það mikið og líka um hreiminn hans Pierce Brosnan í þessari Eurovision mynd,“ segir Þorsteinn léttur í bragði. Brosnan lék íslenskan föður persónu Ferrell í myndinni og gerði sitt allra besta til að skarta einhverskonar íslenskum hreim. Þorsteinn ber Will Ferrell góða sögu. Þorsteinn segir Ferrell eitt sinn hafa mætt á djammið með yngra fólkinu á settinu. „Og það er alltaf alveg sama hvar hann er, með hverjum, hann er alltaf bara hundrað prósent Will Ferrell. Mig minnir að hann hafi mætt þangað með kúrekahatt.“ Balti á óskalistanum Talið berst að því hvað sé nú á döfinni hjá Þorsteini. Hann segir aldrei neitt planað frekar en fyrri daginn. „Kannski kem ég heim og reyni að gera eitthvað þar. Efst á óskalistanum er alltaf að vinna með Balta. One day!“ segir Þorsteinn. En er hann búinn að leggja kjuðana alfarið á hilluna fyrir leiklistina? „Alls ekki! Tónlistin verður alltaf til staðar. Ég er tónlistarmaður fyrst. Það eina sem ég vil gera er að vera skapandi, sama hver miðillinn er og í augnablikinu er það leiklistin. Það kemur meiri tónlist þegar tíminn er réttur.“ Þorsteinn var á trommunum með rapparanum Tiny þegar hann kom fram á Hlustendaverðlaunum FM957 árið 2012.
Bíó og sjónvarp Hollywood Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Þorsteinn nýtur aðstoðar Messi, Van Persie og Agüero Akureyringurinn Þorsteinn Sindri Baldvinsson fer með aðalhlutverkið í glænýrri auglýsingu frá Pepsi ásamt skærustu knattspyrnustjörnum heims. 2. apríl 2014 14:07 Stony sendir frá sér eigin tónlist Tónlistarmaðurinn Stony sendir frá sér frumsamið efni í fyrsta sinn um þessar mundir. Hann syngur, rappar og leikur á öll hljóðfærin og á nógu að snúast. 4. júlí 2014 09:30 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Sjá meira
Þorsteinn nýtur aðstoðar Messi, Van Persie og Agüero Akureyringurinn Þorsteinn Sindri Baldvinsson fer með aðalhlutverkið í glænýrri auglýsingu frá Pepsi ásamt skærustu knattspyrnustjörnum heims. 2. apríl 2014 14:07
Stony sendir frá sér eigin tónlist Tónlistarmaðurinn Stony sendir frá sér frumsamið efni í fyrsta sinn um þessar mundir. Hann syngur, rappar og leikur á öll hljóðfærin og á nógu að snúast. 4. júlí 2014 09:30