Viðskipti innlent

Ís­lands­banki til­kynnir vaxtabreytingu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Íslandsbanki hefur ákveðið að breyta vöxtum inn- og útlána.
Íslandsbanki hefur ákveðið að breyta vöxtum inn- og útlána. Vísir/Vilhelm

Íslandsbanki hefur ákveðið að breyta vöxtum inn- og útlána og taka mið af stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem var kynnt í morgun og hljóðaði upp á 0,5 prósentustig. Breytingin mun taka gildi þann 12. febrúar næstkomandi.

„Það voru ánægjuleg tíðindi þegar Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hélt áfram því stýrivaxtalækkunarferli sem hófst í lok síðasta árs með því að lækka stýrivexti um 0,50 prósentustig í morgun, 5. febrúar. Íslandsbanki breytir vöxtum inn- og útlána þann 12. febrúar næstkomandi. Breytingarnar taka mið af áðurnefndri lækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands. Vextir hjá Ergo munu breytast 16. febrúar næstkomandi,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka.

Þar koma jafnframt eftirfarandi upplýsingar fram um vaxtabreytinguna:

Útlán

  • Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,50 prósentustig
  • Óverðtryggðir kjörvextir lækka um 0,50 prósentustig
  • Vextir á yfirdráttarlánum lækka um 0,50 prósentustig
  • Óverðtryggðir kjörvextir Ergo, vextir bílalána og bílasamninga lækka um 0,50 prósentustig

Innlán

  • Vextir á óverðtryggðum innlánum lækka um 0,50 prósentustig

Tengdar fréttir

Indó ríður á vaðið

Í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands í dag hefur Indó sparisjóður ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum sínum. Önnur fjármálafyrirtæki hafa ekki greint frá áformum sínum um vexti.

Önnur stór vaxtalækkun í takt við væntingar en áfram þörf á þéttu aðhaldi

Meginvextir Seðlabankans hafa verið lækkaðir í annað sinn í röð um fimmtíu punkta, sem er í samræmi við væntingar greinenda og markaðsaðila, en peningastefnunefnd segir útlit fyrir að verðbólga hjaðni áfram næstu mánuði og að spennan í þjóðarbúinu sé í „rénun.“ Nefndin undirstrikar hins vegar að áfram sé þörf á „þéttu“ taumhaldi peningastefnunnar og varkárni við næstu vaxtaákvarðanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×