Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar 5. febrúar 2025 14:33 Ný ríkisstjórn boðaði í mínum augum mikið fagnaðarerindi fyrr í vikunni með áformum sínum um að ”fara í fyrsta lið í endurskoðun á lögum um leigubíla” og þá sérstaklega “að koma aftur á stöðvarskyldu”. Þar liggur fyrir sóknarfæri að bæta til muna samgöngur með nokkrum pennastrikum og svo gott sem engum tilkostnaði. Að því sögðu vil ég benda á eitt, sem nýbakaður leigubílstjóri sjálfur, að það hvílir nú þegar stöðvaskylda á leigubílstjórum. Það vill bara svo til að með nýju leigubíla löggjöfinni (120/2022) er hver og einn rekstrarleyfishafi sín eigin stöð. Sem einn talsmanna nýjustu og næst-stærstu leigubílastöðvar landsins hlakka ég til fá boð að borðinu í samráð, í þessari grein langar mig að fara aðeins yfir stöðu markaðarins, og teikna upp hvernig væri hægt að skapa öruggt, áreiðanlegt og heilbrigt umhverfi fyrir leigubílaakstur. Tæknin er til staðar til þess að gera þetta kleift, og ef pöruð með gagnlegu regluverki sem frelsar markaðinn og greiðir fyrir samkeppni væri hægt að auka gæði, áreiðanleika og aðgengi að leigubílum á sama tíma og við bætum afköst, afkomu og vinnuskilyrði leigubílstjóra. Markaður leigubíla er sérstakur. Viðskiptavinurinn fær oftast ekki að velja við hvern þau skipta, eftirspurnin er gífurlega sveiflukennd og þjónustan er mjög persónuleg. Vegna þessarar sérstöðu, og þörf á gæðastjórnun fyrir bæði bílstjóra og farþega, hefur verið reynt að skapa löggildingu fyrir starfsgreinina í gegnum regluverk, leyfisveitingakerfi og námskeiðahald. Fyrirkomulag námsins og löggilding Það ættu öll að geta verið sammála því að fagleg stétt leigubílstjóra sé mikilvæg, ekki bara til þess að skapa menningu atvinnumennsku í greininni, heldur líka til þess að tryggja öryggi farþega og jákvæða þjónustuupplifun þeirra sem nýta sér leigubíla. Eftir að hafa sjálfur gengið í gegnum þessa löggildingu síðastliðna fjóra mánuði, get ég á eigin skinni sagt að markmiði þessa fyrirkomulags er engan veginn náð þrátt fyrir að vera bæði tímafrekt og kostnaðarsamt. Það má jafnvel ganga svo langt að segja að núverandi kerfi löggildingar beinlínis standi í vegi fyrir auknum gæðum, fagmennsku og samkeppni á leigubílamarkaði. Hérna fylgir stutt yfirlit yfir námskröfur og vörður í löggildingu leigubílstjóra: 56 klukkustunda námskeið yfir 14 daga fyrir aukin ökuréttindi. Próf úr námsefninu og próf úr ferðafræði Bóklegt bílpróf, sambærilegt við bílpróf til hefðbundinna B réttinda. 2 kennslustundir í verklegri kennslu. Verklegt próf, sambærilegt við bílpróf til B réttinda. 16 klukkustunda námskeið yfir tvo daga til að öðlast atvinnuréttindi. Þrjú próf í tengslum við atvinnuréttindanámskeið. 40 klukkustunda námskeið yfir 5 daga fyrir rekstrarleyfi Tvö próf og hópaverkefni í tengslum við rekstrarleyfisnámskeið. Heildarkostnaður þessara námskeiða og prófa er 491.500kr. miðað við núgildandi verðskrá, að þeim loknum ertu kominn með réttindi til að eiga og reka eigin leigubíl en námið er eingöngu hægt að sækja hjá einum aðila, Ökuskólanum í Mjódd. Fagleg stétt leigubílstjóra verður ekki sköpuð með óaðgengilegu og dýru námi. Lausnin hlýtur að vera að búa til kerfi sem verðlaunar góða starfshætti, hátt þjónustustig og aðgengi að þjónustunni. Þjónustan Handritið fyrir pöntun og afgreiðslu leigubílaþjónustu hefur lítið breyst síðan fyrir um sjötíu árum. Þú hringir í símanúmer sem þú manst vegna auglýsingu frá áttunda áratugnum, pantar leigubíl sem þú veist ekki hvenær kemur og fyrir verð sem þú hefur í besta falli grófa hugmynd um. Síðan er þér ekið af bílstjóra sem þú hefur enga hugmynd um hver er og getur í lok ferlisins í besta falli hringt í stöðina og kvartað ef þjónustan var alveg skelfileg, ef þú manst stöðvarnúmer bílsins. Það er ekki órökrétt að spyrja, á tíma ótrúlegra tækniframfara, af hverju þjónusta leigubíla hafi breyst svona áberandi lítið. Í mínum augum er það skólabókardæmi um stöðnun sem gerist á markaði þegar um hann eru settir múrar sem útiloka samkeppni sem skapa svo gott sem “ríkisgúdderaða” einokun á markaðnum. Verðin rjúka upp úr öllu valdi og þjónustustigið verður eins lágt og það getur orðið án þess að fólk beinlínis reiðist. Tæknin er til staðar til að gera þetta betur. Að skapa traust og öryggi á markaði sem þessum er þekkt stærð. Skapa þarf orðspor fyrir leigubílstjóra sem er opinbert og endurskoðað af aðilum sem hafa hag af því að leigubílstjórar veiti góða þjónustu. Viðskiptavinir leigubílstjóra þurfa að vita hver keyrir þau, hvaða reynslu bílstjórar hafa, hvað ferðin mun kosta og gefur síðan ferðinni og bílstjóranum einkunn í lok rúntsins. En það er nákvæmlega hvernig þjónustur eins og Hopp eða Uber virka Farveitan, eða leigubílastöðin, hafa síðan mjög skýran hvata til þess að sjá til þess að leigubílstjórar sem keyra undir þeirra merkjum séu faglegir og með góða þjónustulund. Skilvirkni og afköst leigubílstjóra Verð leigubílaþjónustu á Íslandi með því hæsta sem sést í heiminum, þrátt fyrir lágt þjónustustig. Þó að tillit sé tekið til kaupmáttar og almenns verðlags. Stétt leigubílstjóra þénar samt ekki í takt við verðlagninguna. Öll sem lesa þetta kannast líklega við að hafa sett verð leigubílaþjónustu fyrir sig. Meðal fjöldi ferða leigubílstjóra er um það bil 15 ferðir á dag, miðað við brúttótekjur upp á 1.4 milljónir á mánuði og 20 daga í vinnu á mánuði. Flestir leigubílstjórar vinna samt mun fleiri daga en það, og eru ekki endilega með svona háar tekjur. Meðallengd leigubílaferðar eru tólf mínútur. Einfaldur útreikningur gefur okkur þá að meðal akstur bílstjóra sé 180 mínútur á dag að jafnaði, þó það sé líklega í hærra lagi. Bílstjórar vinna vanalega á tólf tíma vöktum, sem gefur okkur nýtingu upp á 25%. Ef við snúum því við þýðir þetta að bílstjórar eru ekki að keyra farþega og þéna tekjur 75% af tíma sínum. Ef að verðin lækkuðu og fleiri nýttu sér leigubílaþjónustu oftar væri hægt að auka nýtni leigubíla og þannig auka tekjur leigubílstjóra. Okkar tillögur Með beitingu tækninnar, nýsköpunar og þjónustumiðaðrar hönnunar, er hægt að skapa betri markað fyrir öll sem vilja nýta sér leigubíla, til að sinna hversdagslegum ferðum sínum. Markmið nýrra laga þarf að vera að skapa öryggi, samkeppnishæft umhverfi og auka aðgengi almennings að leigubílum sem samgönguþjónustu. Í grófum dráttum viljum við að ríkið og Samgöngustofa minnki inngrip sitt á þessum markaði, því það hefur hingað til lítið annað gert en að skapa aðgangshindranir og hindra heilbrigða samkeppni. Erlendis er það einmitt samkeppni milli stöðva sem hefur skapað aðgreiningu á markaðnum, hækkað þjónustustig og bætt kjör bæði farþega og bílstjóra. Námið þarf að vera aðgengilegt, einfalt og ódýrt. Einfalda þarf námskrána og létta á úreltum kröfum til nýrra bílstjóra. Samgöngustofa ætti að tilkynna samstundis stöðum um breytta stöðu leyfis hjá leigubílstjórum, til dæmis vegna afbrota. Samgöngustofa beinir eftirliti sínu að stöðvunum, sem eru síðan gerðar ábyrgar fyrir eftirliti og gæðastjórnun meðal bílstjóra sem starfa hjá þeim. Bílstjórum verði áfram frjálst að skrá sig á eins margar eða fáar stöðvar og þeim listir. Sérstakir hvatar fyrir rafbílavæðingu leigubílaflotans. Skýrari og strangari kröfur um stofnun leigubílastöðva og virkara eftirlit. Leigubílstjórar ættu ekki að geta verið sjálfstæð stöð án þess að standast undir sömu ströngu gæðakröfur og leigubílastöðvar almennt. Neytendur ættu að geta kosið um hverslags leigubílaþjónustu þau vilja með rafrænum hætti, og bílstjórar ættu að geta valið hvaða skilmála þeir samþykkja við hverja stöð sem þeir undirgangast að vinna fyrir. Það hefur sýnt sig ítrekað á mörkuðum erlendis að þetta er leiðin til þess að skapa heilbrigðan, áreiðanlegan og öruggan leigubílamarkað fyrir bæði neytendur og bílstjóra. Þetta er ekki flókið. Stétt leigubílstjóra er beinlínis þekkt fyrir að vera íhaldssöm, en leigubílstjórar, rétt eins og allar aðrar atvinnugreinar, þurfa að horfa fram á við og frekar en að hafna breytingum af öllum toga, þarf að sjá tækifærin sem geta verið falin í þeim. Höfundur er leigubílstjóri, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Hopp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rafhlaupahjól Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn boðaði í mínum augum mikið fagnaðarerindi fyrr í vikunni með áformum sínum um að ”fara í fyrsta lið í endurskoðun á lögum um leigubíla” og þá sérstaklega “að koma aftur á stöðvarskyldu”. Þar liggur fyrir sóknarfæri að bæta til muna samgöngur með nokkrum pennastrikum og svo gott sem engum tilkostnaði. Að því sögðu vil ég benda á eitt, sem nýbakaður leigubílstjóri sjálfur, að það hvílir nú þegar stöðvaskylda á leigubílstjórum. Það vill bara svo til að með nýju leigubíla löggjöfinni (120/2022) er hver og einn rekstrarleyfishafi sín eigin stöð. Sem einn talsmanna nýjustu og næst-stærstu leigubílastöðvar landsins hlakka ég til fá boð að borðinu í samráð, í þessari grein langar mig að fara aðeins yfir stöðu markaðarins, og teikna upp hvernig væri hægt að skapa öruggt, áreiðanlegt og heilbrigt umhverfi fyrir leigubílaakstur. Tæknin er til staðar til þess að gera þetta kleift, og ef pöruð með gagnlegu regluverki sem frelsar markaðinn og greiðir fyrir samkeppni væri hægt að auka gæði, áreiðanleika og aðgengi að leigubílum á sama tíma og við bætum afköst, afkomu og vinnuskilyrði leigubílstjóra. Markaður leigubíla er sérstakur. Viðskiptavinurinn fær oftast ekki að velja við hvern þau skipta, eftirspurnin er gífurlega sveiflukennd og þjónustan er mjög persónuleg. Vegna þessarar sérstöðu, og þörf á gæðastjórnun fyrir bæði bílstjóra og farþega, hefur verið reynt að skapa löggildingu fyrir starfsgreinina í gegnum regluverk, leyfisveitingakerfi og námskeiðahald. Fyrirkomulag námsins og löggilding Það ættu öll að geta verið sammála því að fagleg stétt leigubílstjóra sé mikilvæg, ekki bara til þess að skapa menningu atvinnumennsku í greininni, heldur líka til þess að tryggja öryggi farþega og jákvæða þjónustuupplifun þeirra sem nýta sér leigubíla. Eftir að hafa sjálfur gengið í gegnum þessa löggildingu síðastliðna fjóra mánuði, get ég á eigin skinni sagt að markmiði þessa fyrirkomulags er engan veginn náð þrátt fyrir að vera bæði tímafrekt og kostnaðarsamt. Það má jafnvel ganga svo langt að segja að núverandi kerfi löggildingar beinlínis standi í vegi fyrir auknum gæðum, fagmennsku og samkeppni á leigubílamarkaði. Hérna fylgir stutt yfirlit yfir námskröfur og vörður í löggildingu leigubílstjóra: 56 klukkustunda námskeið yfir 14 daga fyrir aukin ökuréttindi. Próf úr námsefninu og próf úr ferðafræði Bóklegt bílpróf, sambærilegt við bílpróf til hefðbundinna B réttinda. 2 kennslustundir í verklegri kennslu. Verklegt próf, sambærilegt við bílpróf til B réttinda. 16 klukkustunda námskeið yfir tvo daga til að öðlast atvinnuréttindi. Þrjú próf í tengslum við atvinnuréttindanámskeið. 40 klukkustunda námskeið yfir 5 daga fyrir rekstrarleyfi Tvö próf og hópaverkefni í tengslum við rekstrarleyfisnámskeið. Heildarkostnaður þessara námskeiða og prófa er 491.500kr. miðað við núgildandi verðskrá, að þeim loknum ertu kominn með réttindi til að eiga og reka eigin leigubíl en námið er eingöngu hægt að sækja hjá einum aðila, Ökuskólanum í Mjódd. Fagleg stétt leigubílstjóra verður ekki sköpuð með óaðgengilegu og dýru námi. Lausnin hlýtur að vera að búa til kerfi sem verðlaunar góða starfshætti, hátt þjónustustig og aðgengi að þjónustunni. Þjónustan Handritið fyrir pöntun og afgreiðslu leigubílaþjónustu hefur lítið breyst síðan fyrir um sjötíu árum. Þú hringir í símanúmer sem þú manst vegna auglýsingu frá áttunda áratugnum, pantar leigubíl sem þú veist ekki hvenær kemur og fyrir verð sem þú hefur í besta falli grófa hugmynd um. Síðan er þér ekið af bílstjóra sem þú hefur enga hugmynd um hver er og getur í lok ferlisins í besta falli hringt í stöðina og kvartað ef þjónustan var alveg skelfileg, ef þú manst stöðvarnúmer bílsins. Það er ekki órökrétt að spyrja, á tíma ótrúlegra tækniframfara, af hverju þjónusta leigubíla hafi breyst svona áberandi lítið. Í mínum augum er það skólabókardæmi um stöðnun sem gerist á markaði þegar um hann eru settir múrar sem útiloka samkeppni sem skapa svo gott sem “ríkisgúdderaða” einokun á markaðnum. Verðin rjúka upp úr öllu valdi og þjónustustigið verður eins lágt og það getur orðið án þess að fólk beinlínis reiðist. Tæknin er til staðar til að gera þetta betur. Að skapa traust og öryggi á markaði sem þessum er þekkt stærð. Skapa þarf orðspor fyrir leigubílstjóra sem er opinbert og endurskoðað af aðilum sem hafa hag af því að leigubílstjórar veiti góða þjónustu. Viðskiptavinir leigubílstjóra þurfa að vita hver keyrir þau, hvaða reynslu bílstjórar hafa, hvað ferðin mun kosta og gefur síðan ferðinni og bílstjóranum einkunn í lok rúntsins. En það er nákvæmlega hvernig þjónustur eins og Hopp eða Uber virka Farveitan, eða leigubílastöðin, hafa síðan mjög skýran hvata til þess að sjá til þess að leigubílstjórar sem keyra undir þeirra merkjum séu faglegir og með góða þjónustulund. Skilvirkni og afköst leigubílstjóra Verð leigubílaþjónustu á Íslandi með því hæsta sem sést í heiminum, þrátt fyrir lágt þjónustustig. Þó að tillit sé tekið til kaupmáttar og almenns verðlags. Stétt leigubílstjóra þénar samt ekki í takt við verðlagninguna. Öll sem lesa þetta kannast líklega við að hafa sett verð leigubílaþjónustu fyrir sig. Meðal fjöldi ferða leigubílstjóra er um það bil 15 ferðir á dag, miðað við brúttótekjur upp á 1.4 milljónir á mánuði og 20 daga í vinnu á mánuði. Flestir leigubílstjórar vinna samt mun fleiri daga en það, og eru ekki endilega með svona háar tekjur. Meðallengd leigubílaferðar eru tólf mínútur. Einfaldur útreikningur gefur okkur þá að meðal akstur bílstjóra sé 180 mínútur á dag að jafnaði, þó það sé líklega í hærra lagi. Bílstjórar vinna vanalega á tólf tíma vöktum, sem gefur okkur nýtingu upp á 25%. Ef við snúum því við þýðir þetta að bílstjórar eru ekki að keyra farþega og þéna tekjur 75% af tíma sínum. Ef að verðin lækkuðu og fleiri nýttu sér leigubílaþjónustu oftar væri hægt að auka nýtni leigubíla og þannig auka tekjur leigubílstjóra. Okkar tillögur Með beitingu tækninnar, nýsköpunar og þjónustumiðaðrar hönnunar, er hægt að skapa betri markað fyrir öll sem vilja nýta sér leigubíla, til að sinna hversdagslegum ferðum sínum. Markmið nýrra laga þarf að vera að skapa öryggi, samkeppnishæft umhverfi og auka aðgengi almennings að leigubílum sem samgönguþjónustu. Í grófum dráttum viljum við að ríkið og Samgöngustofa minnki inngrip sitt á þessum markaði, því það hefur hingað til lítið annað gert en að skapa aðgangshindranir og hindra heilbrigða samkeppni. Erlendis er það einmitt samkeppni milli stöðva sem hefur skapað aðgreiningu á markaðnum, hækkað þjónustustig og bætt kjör bæði farþega og bílstjóra. Námið þarf að vera aðgengilegt, einfalt og ódýrt. Einfalda þarf námskrána og létta á úreltum kröfum til nýrra bílstjóra. Samgöngustofa ætti að tilkynna samstundis stöðum um breytta stöðu leyfis hjá leigubílstjórum, til dæmis vegna afbrota. Samgöngustofa beinir eftirliti sínu að stöðvunum, sem eru síðan gerðar ábyrgar fyrir eftirliti og gæðastjórnun meðal bílstjóra sem starfa hjá þeim. Bílstjórum verði áfram frjálst að skrá sig á eins margar eða fáar stöðvar og þeim listir. Sérstakir hvatar fyrir rafbílavæðingu leigubílaflotans. Skýrari og strangari kröfur um stofnun leigubílastöðva og virkara eftirlit. Leigubílstjórar ættu ekki að geta verið sjálfstæð stöð án þess að standast undir sömu ströngu gæðakröfur og leigubílastöðvar almennt. Neytendur ættu að geta kosið um hverslags leigubílaþjónustu þau vilja með rafrænum hætti, og bílstjórar ættu að geta valið hvaða skilmála þeir samþykkja við hverja stöð sem þeir undirgangast að vinna fyrir. Það hefur sýnt sig ítrekað á mörkuðum erlendis að þetta er leiðin til þess að skapa heilbrigðan, áreiðanlegan og öruggan leigubílamarkað fyrir bæði neytendur og bílstjóra. Þetta er ekki flókið. Stétt leigubílstjóra er beinlínis þekkt fyrir að vera íhaldssöm, en leigubílstjórar, rétt eins og allar aðrar atvinnugreinar, þurfa að horfa fram á við og frekar en að hafna breytingum af öllum toga, þarf að sjá tækifærin sem geta verið falin í þeim. Höfundur er leigubílstjóri, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Hopp.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun