Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 08:03 Alþjóðadagur krabbameina er í dag 4. febrúar. Yfirskrift dagsins er sameiginleg markmið en ólíkar þarfir. Krabbameinsfélagið deilir framtíðarsýn með mörgum öðrum krabbameinsfélögum, að færri fái krabbamein, fleiri lifi þau af og geti lifað góðu lífi, með krabbamein og eftir að meðferð lýkur. En þrátt fyrir sameiginlega sýn er sérstaða Íslands talsverð. Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er frábrugðin samsetningunni í Evrópu. Í árslok 2022 voru 15% þjóðarinnar eldri en 65 ára en 21% að meðaltali í Evrópu. Þetta breytist mjög hratt. Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómar eldra fólks og fjölgar þegar þjóðin eldist. Spáð er að árið 2040 verði krabbameinstilvikin orðin um 3.000 en eru um 2.000 í dag. Miklar framfarir eru í greiningu og meðferð krabbameina. Það gefur tækifæri til að gefa aukinn gaum að lífsgæðum fólks sem hefur lokið krabbameinsmeðferð eða lifir með langvinn krabbamein. Áskoranir dagsins í dag og fram á veginn felast ekki bara í þessari gríðarmiklu fjölgun heldur líka því að íslenskt samfélag verður sífellt fjölbreyttara. Íslendingar eru forréttindaþjóð. Það á líka við um heilsu og krabbamein eins og kemur vel fram í nýrri skýrslu OECD um ójöfnuð tengdan krabbameinum. En blikur eru á lofti og margt sem huga þarf að. Ísland er í dag í fremstu röð varðandi árangur tengdan krabbameinum. Til að viðhalda þeim árangri og ná enn lengra þarf að takast á við ofangreindar áskoranir af festu og með skipulögðum hætti. Vítin eru til að varast þau og eitt af því sem læra má af öðrum þjóðum er mikilvægi þess að ójöfnuður varðandi krabbamein vaxi ekki hér á landi. Við þurfum að beita öllum leiðum til að tryggja að allir sitji við sama borð, þegar kemur að krabbameinum, burtséð frá til dæmis uppruna, búsetu eða menntun. Í stefnu Krabbameinsfélagsins er mikil áhersla á jöfnuð. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, stöðluð ferli fyrir alla allt frá því að grunur vaknar um krabbamein, gæðastýrð þjónusta og fleira miðar allt að því að tryggja að enginn falli á milli skips og bryggju og allir fái þjónustu við hæfi. Segja má að þessi áhersla sé kjarninn í tillögum um aðgerðir í krabbameinsmálum sem samráðshópur skipaður af heilbrigðisráðherra lagði fram síðastliðið vor. Afar ánægjulegt er að samkvæmt þingmálaskrá nýrrar ríkisstjórnar mun heilbrigðisráðherra leggja fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málaflokknum til fimm ára. Það verður stór áfangi fyrir íslenskt samfélag. Tilgangur Alþjóðlega krabbameinsdagsins er að auka vitund um margar hliðar krabbameina, hvetja til forvarna og aðgerða sem geta dregið úr hinum víðtæku, neikvæðu áhrifum þeirra. Á Íslandi greinast að meðaltali fimm einstaklingar með krabbamein á hverjum degi, allt árið um kring. Reynsla þeirra er sameiginleg á margan hátt en á sama tíma á hver og einn sína einstöku sögu og upplifun. Sögurnar eru jafnmargar og einstaklingarnir að baki þeim og djúpar og miklar tilfinningar eins og kvíði, seigla, sorg, von, ótti og léttir oft allsráðandi í þeim. Í krabbameinsþjónustu sem byggir á skýrri áætlun og markmiðum sem sett eru fram í ofangreindum tillögum skapast ráðrúm til að mæta þörfum hvers og eins. Með sameiginlegum markmiðum og skilningi á ólíkum þörfum næst árangur. Fjöldi fólks hefur sagt sína sögu í átaksmánuðum Krabbameinsfélagsins á undanförnum árum. Sögurnar sýna betur en annað hversu einstök reynsla og upplifun hvers og eins er. Hér er hægt kynna sér frásagnir fólks sem hefur greinst með krabbamein eða átt ástvin með krabbamein Hlekkur á reynslusögusafn Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur krabbameina er í dag 4. febrúar. Yfirskrift dagsins er sameiginleg markmið en ólíkar þarfir. Krabbameinsfélagið deilir framtíðarsýn með mörgum öðrum krabbameinsfélögum, að færri fái krabbamein, fleiri lifi þau af og geti lifað góðu lífi, með krabbamein og eftir að meðferð lýkur. En þrátt fyrir sameiginlega sýn er sérstaða Íslands talsverð. Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er frábrugðin samsetningunni í Evrópu. Í árslok 2022 voru 15% þjóðarinnar eldri en 65 ára en 21% að meðaltali í Evrópu. Þetta breytist mjög hratt. Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómar eldra fólks og fjölgar þegar þjóðin eldist. Spáð er að árið 2040 verði krabbameinstilvikin orðin um 3.000 en eru um 2.000 í dag. Miklar framfarir eru í greiningu og meðferð krabbameina. Það gefur tækifæri til að gefa aukinn gaum að lífsgæðum fólks sem hefur lokið krabbameinsmeðferð eða lifir með langvinn krabbamein. Áskoranir dagsins í dag og fram á veginn felast ekki bara í þessari gríðarmiklu fjölgun heldur líka því að íslenskt samfélag verður sífellt fjölbreyttara. Íslendingar eru forréttindaþjóð. Það á líka við um heilsu og krabbamein eins og kemur vel fram í nýrri skýrslu OECD um ójöfnuð tengdan krabbameinum. En blikur eru á lofti og margt sem huga þarf að. Ísland er í dag í fremstu röð varðandi árangur tengdan krabbameinum. Til að viðhalda þeim árangri og ná enn lengra þarf að takast á við ofangreindar áskoranir af festu og með skipulögðum hætti. Vítin eru til að varast þau og eitt af því sem læra má af öðrum þjóðum er mikilvægi þess að ójöfnuður varðandi krabbamein vaxi ekki hér á landi. Við þurfum að beita öllum leiðum til að tryggja að allir sitji við sama borð, þegar kemur að krabbameinum, burtséð frá til dæmis uppruna, búsetu eða menntun. Í stefnu Krabbameinsfélagsins er mikil áhersla á jöfnuð. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, stöðluð ferli fyrir alla allt frá því að grunur vaknar um krabbamein, gæðastýrð þjónusta og fleira miðar allt að því að tryggja að enginn falli á milli skips og bryggju og allir fái þjónustu við hæfi. Segja má að þessi áhersla sé kjarninn í tillögum um aðgerðir í krabbameinsmálum sem samráðshópur skipaður af heilbrigðisráðherra lagði fram síðastliðið vor. Afar ánægjulegt er að samkvæmt þingmálaskrá nýrrar ríkisstjórnar mun heilbrigðisráðherra leggja fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málaflokknum til fimm ára. Það verður stór áfangi fyrir íslenskt samfélag. Tilgangur Alþjóðlega krabbameinsdagsins er að auka vitund um margar hliðar krabbameina, hvetja til forvarna og aðgerða sem geta dregið úr hinum víðtæku, neikvæðu áhrifum þeirra. Á Íslandi greinast að meðaltali fimm einstaklingar með krabbamein á hverjum degi, allt árið um kring. Reynsla þeirra er sameiginleg á margan hátt en á sama tíma á hver og einn sína einstöku sögu og upplifun. Sögurnar eru jafnmargar og einstaklingarnir að baki þeim og djúpar og miklar tilfinningar eins og kvíði, seigla, sorg, von, ótti og léttir oft allsráðandi í þeim. Í krabbameinsþjónustu sem byggir á skýrri áætlun og markmiðum sem sett eru fram í ofangreindum tillögum skapast ráðrúm til að mæta þörfum hvers og eins. Með sameiginlegum markmiðum og skilningi á ólíkum þörfum næst árangur. Fjöldi fólks hefur sagt sína sögu í átaksmánuðum Krabbameinsfélagsins á undanförnum árum. Sögurnar sýna betur en annað hversu einstök reynsla og upplifun hvers og eins er. Hér er hægt kynna sér frásagnir fólks sem hefur greinst með krabbamein eða átt ástvin með krabbamein Hlekkur á reynslusögusafn Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun