Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2025 07:33 Þúsundir barna hafa dáið eða særst í árásum Ísraelsmanna og mörg þeirra þurfa meiri aðstoð en þau geta fengið á Gasa. Getty/Anadolu/Moiz Salhi António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallar eftir því að um 2.500 börn verði flutt frá Gasa tafarlaust og undir læknishendur. Ákallið kemur eftir fund hans með bandarískum læknum sem segja börnin annars eiga á hættu að deyja. Guterres segist afar snortinn eftir fundinn með læknunum fjórum, sem allir störfuðu sem sjálfboðaliðar á Gasa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf það út skömmu áður en vopnahlé hófst á svæðinu að flytja þyrfti um það bil 12 þúsund manns úr landi sem þannig væri ástatt um að þeir þyrftu á frekari læknisaðstoð að halda. Þeirra á meðal eru 2.500 börn, að sögn Feroze Sidhwa, bráðaskurðlæknis frá Kaliforníu sem var við störf á Gasa frá 25. mars til 8. apríl í fyrra. Sidhwa segir sum barnanna þegar eiga skammt eftir ólifað en mörg séu í hættu á að deyja á næstu vikum ef þau fá ekki aðstoð. Ayesha Khan, bráðalæknir við Stanford-háskóla, vann með mörgum börnum sem hafa misst útlimi en hvorki fengið gervilimi né nokkra endurhæfingu. Á blaðamannafundi nefndi hún tvær systur sem dæmi, sem höfðu bæði misst útlimi og foreldra sína. Thaer Ahmad, bráðalæknir frá Chicago, sagði að samkvæmt vopnahléssamkomulaginu hefði átt að koma upp kerfi til að flytja þá á brott sem þyrftu frekari læknisaðstoð. Það hefði hins vegar ekki gerst. Þá væri ekki ljóst að börn sem yrðu flutt á brott fengju að snúa aftur. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Guterres segist afar snortinn eftir fundinn með læknunum fjórum, sem allir störfuðu sem sjálfboðaliðar á Gasa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf það út skömmu áður en vopnahlé hófst á svæðinu að flytja þyrfti um það bil 12 þúsund manns úr landi sem þannig væri ástatt um að þeir þyrftu á frekari læknisaðstoð að halda. Þeirra á meðal eru 2.500 börn, að sögn Feroze Sidhwa, bráðaskurðlæknis frá Kaliforníu sem var við störf á Gasa frá 25. mars til 8. apríl í fyrra. Sidhwa segir sum barnanna þegar eiga skammt eftir ólifað en mörg séu í hættu á að deyja á næstu vikum ef þau fá ekki aðstoð. Ayesha Khan, bráðalæknir við Stanford-háskóla, vann með mörgum börnum sem hafa misst útlimi en hvorki fengið gervilimi né nokkra endurhæfingu. Á blaðamannafundi nefndi hún tvær systur sem dæmi, sem höfðu bæði misst útlimi og foreldra sína. Thaer Ahmad, bráðalæknir frá Chicago, sagði að samkvæmt vopnahléssamkomulaginu hefði átt að koma upp kerfi til að flytja þá á brott sem þyrftu frekari læknisaðstoð. Það hefði hins vegar ekki gerst. Þá væri ekki ljóst að börn sem yrðu flutt á brott fengju að snúa aftur.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira