Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2025 13:57 Una Jónsdóttir er hagfræðingur Landsbankans. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýruvexti um 50 punkta þannig að þeir fari úr 8,5 prósent í 8,0 prósent. Peningastefnunefnd mun tilkynna um vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Nefndin lækkaði vexti á síðustu tveimur fundum, í október og nóvember, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að verðbólga hafi verið á rólegri niðurleið síðustu mánuði og stýrivextir nokkurn veginn elt hjöðnunina frá því á haustmánuðum. „Þegar peningastefnunefnd kom síðast saman, þann 20. nóvember, stóð verðbólga í 5,1% og hafði hjaðnað um 0,3 prósentustig frá októberfundinum. Þá var ákveðið að lækka stýrivexti um 0,5 prósentustig og við það lækkuðu raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu úr 3,9% í 3,4%. Verðbólga mældist 4,6% í janúar og hefur hjaðnað um 0,8 prósentustig frá því áður en vaxtalækkunarferlið hófst í byrjun október (5,4% verðbólga í september). Lækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig myndi færa raunstýrivexti aftur niður í 3,4%, sama gildi og eftir síðustu ákvörðun. Þótt 50 punkta lækkun virðist stórt skref hefði hún í för með sér þétt og óbreytt taumhald. Minnkandi verðþrýstingur á húsnæðismarkaði slær á verðbólgu Hjöðnun verðbólgunnar skýrist langmest af því hversu verulega hefur hægt á hækkun húsnæðisliðarins líkt og við greindum frá fyrr í dag. Árshækkun húsnæðisliðarins var 13,8% á októberfundi peningastefnunefndar en er núna 9,7%. Aðrir liðir hafa haldist tiltölulega stöðugir, enda jókst verðbólga án húsnæðis lítillega í janúar. Verðbólguvæntingar á réttri leið Verðbólguvæntingar skipta Seðlabankann miklu máli. Verðbólgutölur segja til um það hvernig verðlag hefur hækkað á síðustu tólf mánuðum, en væntingar um verðbólgu gefa hugmynd um það sem koma skal, enda geta væntingar einar og sér haft veruleg áhrif á verðbólguþróun. Þær hafa áhrif á verðsetningu fyrirtækja og launakröfur launafólks, og því er mikið í húfi að halda þeim í skefjum. Einn mælikvarði á væntingar er verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Það hefur haldist tiltölulega stöðugt síðustu vikur. Munur á skammtímaálagi og langtímaálagi hefur minnkað á síðustu mánuðum, eftir því sem verðbólga hefur hjaðnað, og markaðurinn virðist gera ráð fyrir að verðbólga eftir fimm ár verði svipuð og nú, í kringum 4%. Væntingar má líka meta út frá könnunum Seðlabankans, annars vegar meðal heimila og fyrirtækja og hins vegar meðal markaðsaðila. Niðurstöður úr nýlegri væntingakönnun markaðsaðila voru birtar í gær og samkvæmt þeim hafa væntingar lítið breyst frá því í nóvember. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga hjaðni smám saman en komist ekki niður í markmið á næstunni. Væntingar eru um 3,6% verðbólgu eftir eitt ár, 3,3% eftir tvö ár og 3,4% að meðaltali næstu fimm árin“ segir á vef bankans. Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Peningastefnunefnd mun tilkynna um vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Nefndin lækkaði vexti á síðustu tveimur fundum, í október og nóvember, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að verðbólga hafi verið á rólegri niðurleið síðustu mánuði og stýrivextir nokkurn veginn elt hjöðnunina frá því á haustmánuðum. „Þegar peningastefnunefnd kom síðast saman, þann 20. nóvember, stóð verðbólga í 5,1% og hafði hjaðnað um 0,3 prósentustig frá októberfundinum. Þá var ákveðið að lækka stýrivexti um 0,5 prósentustig og við það lækkuðu raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu úr 3,9% í 3,4%. Verðbólga mældist 4,6% í janúar og hefur hjaðnað um 0,8 prósentustig frá því áður en vaxtalækkunarferlið hófst í byrjun október (5,4% verðbólga í september). Lækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig myndi færa raunstýrivexti aftur niður í 3,4%, sama gildi og eftir síðustu ákvörðun. Þótt 50 punkta lækkun virðist stórt skref hefði hún í för með sér þétt og óbreytt taumhald. Minnkandi verðþrýstingur á húsnæðismarkaði slær á verðbólgu Hjöðnun verðbólgunnar skýrist langmest af því hversu verulega hefur hægt á hækkun húsnæðisliðarins líkt og við greindum frá fyrr í dag. Árshækkun húsnæðisliðarins var 13,8% á októberfundi peningastefnunefndar en er núna 9,7%. Aðrir liðir hafa haldist tiltölulega stöðugir, enda jókst verðbólga án húsnæðis lítillega í janúar. Verðbólguvæntingar á réttri leið Verðbólguvæntingar skipta Seðlabankann miklu máli. Verðbólgutölur segja til um það hvernig verðlag hefur hækkað á síðustu tólf mánuðum, en væntingar um verðbólgu gefa hugmynd um það sem koma skal, enda geta væntingar einar og sér haft veruleg áhrif á verðbólguþróun. Þær hafa áhrif á verðsetningu fyrirtækja og launakröfur launafólks, og því er mikið í húfi að halda þeim í skefjum. Einn mælikvarði á væntingar er verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Það hefur haldist tiltölulega stöðugt síðustu vikur. Munur á skammtímaálagi og langtímaálagi hefur minnkað á síðustu mánuðum, eftir því sem verðbólga hefur hjaðnað, og markaðurinn virðist gera ráð fyrir að verðbólga eftir fimm ár verði svipuð og nú, í kringum 4%. Væntingar má líka meta út frá könnunum Seðlabankans, annars vegar meðal heimila og fyrirtækja og hins vegar meðal markaðsaðila. Niðurstöður úr nýlegri væntingakönnun markaðsaðila voru birtar í gær og samkvæmt þeim hafa væntingar lítið breyst frá því í nóvember. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga hjaðni smám saman en komist ekki niður í markmið á næstunni. Væntingar eru um 3,6% verðbólgu eftir eitt ár, 3,3% eftir tvö ár og 3,4% að meðaltali næstu fimm árin“ segir á vef bankans.
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira