Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2025 10:05 Alfreð Tulinius, stjórnarformaður Vélfags, (t.v.) hefur deilt hart á Þorgerði Katrín Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, (t.h.) vegna refsiaðgerða sem Vélfag sætir vegna ætlaðra tengsla við rússneskt fyrirtæki. Alfreð hefur tengsl við rússneska fyrirtækið í gegnum skipahönnunarfélag sem hann stýrir. Vísir Utanríkisráðuneytið segir Vélfag hafa ítrekað grafið undan undanþágu sem það fékk frá þvingunaraðgerðum og því hafi framlengingu á henni verið hafnað. Vélfag hefur hafnað því að tengjast enn rússnesku félagi á þvingunarlista en stjórnarformaður þess hefur átt í viðskiptum við það á öðrum vettvangi. Arion banki frysti fjármuni Vélfags í júlí á grundvelli alþjóðlegra þvingunaraðgerða gegn Rússlandi vegna fjölþáttaógnar þaðan sem Ísland tekur þátt í. Ástæðan var ætluð tengsl Vélfags við rússneska félagið Norebo sem er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa. Vélfag var selt aðeins þremur dögum áður en Norebo var sett á þvingunarlista og hafa grunsemdir verið uppi um að það hafi verið málamyndagjörningur. Utanríkisráðuneytið veitti Vélfagi tímabundna undanþágu frá frystingunni í sumar en hafnaði beiðni félagsins um að framlengja hana í gær. Ekki væri forsvaranlegt að viðhalda undanþágunni vegna ítrekaðra tilrauna Vélfags til þess að grafa undan tilgangi og markmiði hennar. Sýndu ekki samstarfsvilja Ráðuneytið segir í tilkynningu sem það birti í gær að þegar undanþágan var veitt í sumar hafi verið sett skilyrði um eldvegg á milli félagsins og aðila á þvingunarlista. Undanþágan hafi verið veitt til að viðhalda starfsemi Vélfags og veita því svigrúm til þess að leita lögmætra leiða til að losna undan frystingu fjármunanna. Synjun ráðuneytisins byggðist á því að þessi skilyrði voru ekki uppfyllt af hálfu félagsins og forsvarsmanna þess, að því er segir í tilkynningunni. Því hafi þannig ekki borist neinar upplýsingar um að Vélfag hafi skilað Arion banka frekari gögnum sem staðfesti að salan á Vélfagi hafi verið raunveruleg og sönn. Ekki liggi heldur fyrir upplýsingar um að að reynt hafi verið að losa um núverandi eignarhald Vélfags eða að staða þess hafi breyst þrátt fyrir að ráðuneytið hafi veitt ítarlegar upplýsingar um markmið, framkvæmd og öryggisráðstöfun tímabundnu undanþágunnar. „Þessu til viðbótar er það mat ráðuneytisins að Vélfag hafi ekki sýnt samstarfsvilja til að tryggja markmið öryggisráðstöfunar (eldveggs) hinnar tímabundnu undanþágu ráðuneytisins. Þvert á móti hafi ítrekaðar tilraunir verið gerðar sem miði að því að grafa undan tilgangi og virkni hennar,“ segir í tilkynningunni. Stjórnarformaðurinn „stökk með báða fætur inn í Rússland“ Forsvarsmenn Vélfags hafa þvertekið við að nokkur tengsl séu á milli þess og Norebo lengur, meðal annars í harðorðri yfirlýsingu sem það birti um synjun ráðuneytisins á samfélagsmiðli í gær. „Engar staðreyndir hafa verið lagðar fram. Ráðuneytið byggir enn á sömu órökstuddu grunsemdum og Arion banki vísaði til í júlí – meintum tengslum við Norebo JSC – tengslum sem hafa ítrekað verið afsönnuð með lögfræðilegum álitsgerðum, samningum og staðfestum gögnum,“ sagði í yfirlýsingu á Facebook. Alfreð Tulinius stjórnarformaður Vélfags á fundi með starfsmönnum fyrirtækisins í haust.Vélfag Alfreð Tulinius, stjórnarformaður Vélfags, er einnig stjórnarformaður og aðalhönnuður skipahönnunarfyrirtækisins Nautic. Það fyrirtæki hóf starfsemi í gegnum dótturfélag í Rússlandi fyrir nokkrum árum. Norebo Group, fyrrverandi eigandi Vélfags, réði Nautic meðal annars til þess að hanna sex togara fyrir sig, að því er sagði í frétt Fiskifrétta árið 2018. „Það er svolítið ævintýri að hafa stokkið sextugur með báða fætur inn í Rússland og setja alla afkomu af þessu verkefni inn í uppbyggingu þar,“ sagði Alfreð við sjávarútvegsvef mbl.is um fjórum mánuðum áður en Rússar hófu allsherjarinnrás sína í Úkraínu. Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Starfsmenn Vélfags á Akureyri tóku yfir opinn fund Viðreisnar í gær. Kröfðu þeir þingmenn flokksins um svör vegna þvinganna sem fyrirtækið sætir. Stjórnarformaður segir mönnum hafa verið heitt í hamsi. 29. október 2025 13:00 Eigandi Vélfags segir vinnubrögð ráðuneytisins ekki vera eðlilega stjórnsýslu Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni. 9. október 2025 15:51 Vélfag stefnir ríkinu Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka. 22. september 2025 15:50 Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Arion banki frysti fjármuni Vélfags í júlí á grundvelli alþjóðlegra þvingunaraðgerða gegn Rússlandi vegna fjölþáttaógnar þaðan sem Ísland tekur þátt í. Ástæðan var ætluð tengsl Vélfags við rússneska félagið Norebo sem er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa. Vélfag var selt aðeins þremur dögum áður en Norebo var sett á þvingunarlista og hafa grunsemdir verið uppi um að það hafi verið málamyndagjörningur. Utanríkisráðuneytið veitti Vélfagi tímabundna undanþágu frá frystingunni í sumar en hafnaði beiðni félagsins um að framlengja hana í gær. Ekki væri forsvaranlegt að viðhalda undanþágunni vegna ítrekaðra tilrauna Vélfags til þess að grafa undan tilgangi og markmiði hennar. Sýndu ekki samstarfsvilja Ráðuneytið segir í tilkynningu sem það birti í gær að þegar undanþágan var veitt í sumar hafi verið sett skilyrði um eldvegg á milli félagsins og aðila á þvingunarlista. Undanþágan hafi verið veitt til að viðhalda starfsemi Vélfags og veita því svigrúm til þess að leita lögmætra leiða til að losna undan frystingu fjármunanna. Synjun ráðuneytisins byggðist á því að þessi skilyrði voru ekki uppfyllt af hálfu félagsins og forsvarsmanna þess, að því er segir í tilkynningunni. Því hafi þannig ekki borist neinar upplýsingar um að Vélfag hafi skilað Arion banka frekari gögnum sem staðfesti að salan á Vélfagi hafi verið raunveruleg og sönn. Ekki liggi heldur fyrir upplýsingar um að að reynt hafi verið að losa um núverandi eignarhald Vélfags eða að staða þess hafi breyst þrátt fyrir að ráðuneytið hafi veitt ítarlegar upplýsingar um markmið, framkvæmd og öryggisráðstöfun tímabundnu undanþágunnar. „Þessu til viðbótar er það mat ráðuneytisins að Vélfag hafi ekki sýnt samstarfsvilja til að tryggja markmið öryggisráðstöfunar (eldveggs) hinnar tímabundnu undanþágu ráðuneytisins. Þvert á móti hafi ítrekaðar tilraunir verið gerðar sem miði að því að grafa undan tilgangi og virkni hennar,“ segir í tilkynningunni. Stjórnarformaðurinn „stökk með báða fætur inn í Rússland“ Forsvarsmenn Vélfags hafa þvertekið við að nokkur tengsl séu á milli þess og Norebo lengur, meðal annars í harðorðri yfirlýsingu sem það birti um synjun ráðuneytisins á samfélagsmiðli í gær. „Engar staðreyndir hafa verið lagðar fram. Ráðuneytið byggir enn á sömu órökstuddu grunsemdum og Arion banki vísaði til í júlí – meintum tengslum við Norebo JSC – tengslum sem hafa ítrekað verið afsönnuð með lögfræðilegum álitsgerðum, samningum og staðfestum gögnum,“ sagði í yfirlýsingu á Facebook. Alfreð Tulinius stjórnarformaður Vélfags á fundi með starfsmönnum fyrirtækisins í haust.Vélfag Alfreð Tulinius, stjórnarformaður Vélfags, er einnig stjórnarformaður og aðalhönnuður skipahönnunarfyrirtækisins Nautic. Það fyrirtæki hóf starfsemi í gegnum dótturfélag í Rússlandi fyrir nokkrum árum. Norebo Group, fyrrverandi eigandi Vélfags, réði Nautic meðal annars til þess að hanna sex togara fyrir sig, að því er sagði í frétt Fiskifrétta árið 2018. „Það er svolítið ævintýri að hafa stokkið sextugur með báða fætur inn í Rússland og setja alla afkomu af þessu verkefni inn í uppbyggingu þar,“ sagði Alfreð við sjávarútvegsvef mbl.is um fjórum mánuðum áður en Rússar hófu allsherjarinnrás sína í Úkraínu.
Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Starfsmenn Vélfags á Akureyri tóku yfir opinn fund Viðreisnar í gær. Kröfðu þeir þingmenn flokksins um svör vegna þvinganna sem fyrirtækið sætir. Stjórnarformaður segir mönnum hafa verið heitt í hamsi. 29. október 2025 13:00 Eigandi Vélfags segir vinnubrögð ráðuneytisins ekki vera eðlilega stjórnsýslu Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni. 9. október 2025 15:51 Vélfag stefnir ríkinu Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka. 22. september 2025 15:50 Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Starfsmenn Vélfags á Akureyri tóku yfir opinn fund Viðreisnar í gær. Kröfðu þeir þingmenn flokksins um svör vegna þvinganna sem fyrirtækið sætir. Stjórnarformaður segir mönnum hafa verið heitt í hamsi. 29. október 2025 13:00
Eigandi Vélfags segir vinnubrögð ráðuneytisins ekki vera eðlilega stjórnsýslu Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni. 9. október 2025 15:51
Vélfag stefnir ríkinu Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka. 22. september 2025 15:50