Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 31. janúar 2025 07:01 Enn fer formaður samninganefndar sveitarfélaga af stað. Nú síðast er haft eftir henni að samningur kennara sé svo gamaldags og þar sé hver mínúta niðurnjörvuð en aðrir háskólamenntaðir starfsmenn gangi bara í þau störf sem þarf helst að sinna og viti ekki endilega hvað hver dagur hefur í för með sér. Er konunni alvara? Veit hún ekki að mínútutalningin er til þess að vernda okkur gegn því að drukkna í botnlausum pytti verkefna. Til þess að hafa einhver mörk. Vita kennarar einhvern tímann hvernig dagurinn í vinnunni verður? Við erum með plan B, C og D alla daga og hún heldur að dagurinn okkar sé niðurnjörvaður. Kennari, réttu upp hönd ef: þú þurftir skyndilega að taka að þér aukahóp vegna forfalla. þú þurftir að endurskipuleggja kennslustund á leið í stofuna vegna þess að netið er dottið út. þú þurftir að græja þrjár kennslustundir á staðnum vegna þess að ferðinni sem bekkurinn átti að fara í var aflýst. þú þurftir að skiptast á við félaga að taka matarhlé vegna þess að það er gul viðvörun og allir nemendur inni. þú ert með leikrit eftir korter fyrir allan skólann og það vantar 5 nemendur vegna flensu en þú ert upptekin að reyna að stilla til friðar eftir slagsmál í frímínútum. þú eyddir frímínútunum í að finna stofu vegna þess að það er búið að loka hluta af skólanum sökum viðhalds. Þú endar með að kenna á ganginum. þú stóðst í klukkutíma með heilan bekk á strætóstöð vegna þess að strætó var fullsetinn. þú þurftir skyndilega að græja nýja smiðju vegna þess að borgin ákvað að henda út forritinu sem þú ætlaðir að nota. þú og nemendur þínir missa aðgang að verkefnum sínum vegna þess að forriti var lokað án fyrirvara. það er ekki pláss fyrir alla nemendur svo haustið er helgað útikennslu. þú endar með að kenna 49 nemendum ein vegna þess að samkennari þinn er upptekin við að sinna einum nemanda með alvarlegan vanda. eyðurnar þínar fara í forföll í stað undirbúnings vegna manneklu. göngutúrinn með hópnum þínum breyttist í "survival námskeið" vegna þess að einn missti alvarlega stjórn á hegðun sinni og kastaði grjóti í allar áttir. þú gekkst á milli til þess að stöðva barsmíðar og vonaðir að hnefinn endaði ekki í andlitinu á þér. þú horfðir fast í augu nemanda sem otaði vopni að þér og vonaðir að kennaraaugnaráð dygði. Ég nenni ekki að halda áfram með þetta, allir kennarar vita hvernig þetta er og geta örugglega bætt ótal atriðum við. Sumt af þessu er afleitt en sumt af þessu er hluti af því að ég elska kennslu í grunnskóla. Hver einasti dagur er sérstakur og ég veit aldrei hvernig hann verður. Ég skal svoleiðis bóka það að sérfræðingarnir í samninganefnd hafa aldrei upplifað slíka fjölbreytni í sinni vinnu. Annars skil ég engan veginn hvað formaðurinn á við, eigum við að hætta að hafa stundaskrá, bera ábyrgð á fagi eða bekk og bara fá að vita á morgnana hver vinnan er þann daginn? Ég legg til að samninganefnd sveitarfélaga hætti að stunda áróðursstríð í fjölmiðlum og einbeiti sér að finna leið til þess að standa við gerða samninga. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Enn fer formaður samninganefndar sveitarfélaga af stað. Nú síðast er haft eftir henni að samningur kennara sé svo gamaldags og þar sé hver mínúta niðurnjörvuð en aðrir háskólamenntaðir starfsmenn gangi bara í þau störf sem þarf helst að sinna og viti ekki endilega hvað hver dagur hefur í för með sér. Er konunni alvara? Veit hún ekki að mínútutalningin er til þess að vernda okkur gegn því að drukkna í botnlausum pytti verkefna. Til þess að hafa einhver mörk. Vita kennarar einhvern tímann hvernig dagurinn í vinnunni verður? Við erum með plan B, C og D alla daga og hún heldur að dagurinn okkar sé niðurnjörvaður. Kennari, réttu upp hönd ef: þú þurftir skyndilega að taka að þér aukahóp vegna forfalla. þú þurftir að endurskipuleggja kennslustund á leið í stofuna vegna þess að netið er dottið út. þú þurftir að græja þrjár kennslustundir á staðnum vegna þess að ferðinni sem bekkurinn átti að fara í var aflýst. þú þurftir að skiptast á við félaga að taka matarhlé vegna þess að það er gul viðvörun og allir nemendur inni. þú ert með leikrit eftir korter fyrir allan skólann og það vantar 5 nemendur vegna flensu en þú ert upptekin að reyna að stilla til friðar eftir slagsmál í frímínútum. þú eyddir frímínútunum í að finna stofu vegna þess að það er búið að loka hluta af skólanum sökum viðhalds. Þú endar með að kenna á ganginum. þú stóðst í klukkutíma með heilan bekk á strætóstöð vegna þess að strætó var fullsetinn. þú þurftir skyndilega að græja nýja smiðju vegna þess að borgin ákvað að henda út forritinu sem þú ætlaðir að nota. þú og nemendur þínir missa aðgang að verkefnum sínum vegna þess að forriti var lokað án fyrirvara. það er ekki pláss fyrir alla nemendur svo haustið er helgað útikennslu. þú endar með að kenna 49 nemendum ein vegna þess að samkennari þinn er upptekin við að sinna einum nemanda með alvarlegan vanda. eyðurnar þínar fara í forföll í stað undirbúnings vegna manneklu. göngutúrinn með hópnum þínum breyttist í "survival námskeið" vegna þess að einn missti alvarlega stjórn á hegðun sinni og kastaði grjóti í allar áttir. þú gekkst á milli til þess að stöðva barsmíðar og vonaðir að hnefinn endaði ekki í andlitinu á þér. þú horfðir fast í augu nemanda sem otaði vopni að þér og vonaðir að kennaraaugnaráð dygði. Ég nenni ekki að halda áfram með þetta, allir kennarar vita hvernig þetta er og geta örugglega bætt ótal atriðum við. Sumt af þessu er afleitt en sumt af þessu er hluti af því að ég elska kennslu í grunnskóla. Hver einasti dagur er sérstakur og ég veit aldrei hvernig hann verður. Ég skal svoleiðis bóka það að sérfræðingarnir í samninganefnd hafa aldrei upplifað slíka fjölbreytni í sinni vinnu. Annars skil ég engan veginn hvað formaðurinn á við, eigum við að hætta að hafa stundaskrá, bera ábyrgð á fagi eða bekk og bara fá að vita á morgnana hver vinnan er þann daginn? Ég legg til að samninganefnd sveitarfélaga hætti að stunda áróðursstríð í fjölmiðlum og einbeiti sér að finna leið til þess að standa við gerða samninga. Höfundur er kennari.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun