Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar 30. janúar 2025 10:01 Í byrjun vikunnar áttu báðar sjónvarpsstöðvarnar viðtöl við Ingu Sæland um þá styrki, sem Flokkur fólksins hafði fengið úr ríkissjóði, 240 milljónir króna, en rétt form vantaði á. Var Inga spurð, hvað gerðist, ef ríkissjóður krefðist endurgreiðslu fjárins, þar sem flokkurinn hefði vanrækt að ganga formlega frá skráningu sinni sem stjórnmálaflokkur skv. síðustu lögum. Inga brást þá við að mér fannst af full miklum sjálfbirgingshætti. Sagði, að flokkurinn væri þá bara gjaldþrota. Eins og það væri ekkert mál. Gjaldþrot stjórnmálaflokks, stjórnarflokks, er auðvitað stórmál. Væri skandall. Það er mál til komið, að Inga fari að gæta síns tungutaks. Derringur er sjaldnast af hinu góða, og, þegar fólk er komið í háa valdastöðu, spilar verulega rullu í þjóðfélaginu, verður það að reyna að halda sér á mottunni. Það, sem er efnislega rétt í þessu máli, og það, sem Inga hefði átt að segja, er, að auðvitað sé Flokkur fólksins stjórnmálaflokkur, hvernig gæti hann verið á þingi með 10 þingmenn og með 3 ráðherra, ef hann væri ekki stjórnmálaflokkur, og, að þessir ríkisstyrkir væru einmitt ætlaðir stjórnmálaflokkum. Þetta væri því í grunninn allt rétt. Það eina, sem vantaði upp á þennan styrkjafrágang, væri smávægilegt leiðrétting á formi skráningar. Hún hefði líka getað bætt því við, að auðvitað hefði fjármálaráðuneytið (sem verið hefði í höndum andstæðra flokka) ekki borgað út styrkina, hvorki til Flokks fólgsins né annarra flokka, nema þeir uppfylltu í eðli sínu grunnskilyrði um að vera stjórnmálaflokkar. Þar með hefði þetta mál verið frá. Inga okkar blessunin, með sitt stóra hjarta fyrir menn og málleysingja - hún er líka klár á margan hátt, væri varla þar, sem hún er, ella - verður, alla vega svo lengi sem hún er ráðherra, að temja sér hófstillingu í tali og framkomu og alveg sérstaklega það, að hugsa vel áður en hún talar og/eða framkvæmir. Óvarlegt tal og framkoma, svo að ekki sé talað um derring, líka á öðrum og persónulegri nótum, gætu ekki aðeins komið Ingu og Flokki fólksins, heldur líka báðum hinum ríkisstjórnarflokkunum, stjórn landsins, í bobba, jafnvel allsherjar þrot. Höfundur er samfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Í byrjun vikunnar áttu báðar sjónvarpsstöðvarnar viðtöl við Ingu Sæland um þá styrki, sem Flokkur fólksins hafði fengið úr ríkissjóði, 240 milljónir króna, en rétt form vantaði á. Var Inga spurð, hvað gerðist, ef ríkissjóður krefðist endurgreiðslu fjárins, þar sem flokkurinn hefði vanrækt að ganga formlega frá skráningu sinni sem stjórnmálaflokkur skv. síðustu lögum. Inga brást þá við að mér fannst af full miklum sjálfbirgingshætti. Sagði, að flokkurinn væri þá bara gjaldþrota. Eins og það væri ekkert mál. Gjaldþrot stjórnmálaflokks, stjórnarflokks, er auðvitað stórmál. Væri skandall. Það er mál til komið, að Inga fari að gæta síns tungutaks. Derringur er sjaldnast af hinu góða, og, þegar fólk er komið í háa valdastöðu, spilar verulega rullu í þjóðfélaginu, verður það að reyna að halda sér á mottunni. Það, sem er efnislega rétt í þessu máli, og það, sem Inga hefði átt að segja, er, að auðvitað sé Flokkur fólksins stjórnmálaflokkur, hvernig gæti hann verið á þingi með 10 þingmenn og með 3 ráðherra, ef hann væri ekki stjórnmálaflokkur, og, að þessir ríkisstyrkir væru einmitt ætlaðir stjórnmálaflokkum. Þetta væri því í grunninn allt rétt. Það eina, sem vantaði upp á þennan styrkjafrágang, væri smávægilegt leiðrétting á formi skráningar. Hún hefði líka getað bætt því við, að auðvitað hefði fjármálaráðuneytið (sem verið hefði í höndum andstæðra flokka) ekki borgað út styrkina, hvorki til Flokks fólgsins né annarra flokka, nema þeir uppfylltu í eðli sínu grunnskilyrði um að vera stjórnmálaflokkar. Þar með hefði þetta mál verið frá. Inga okkar blessunin, með sitt stóra hjarta fyrir menn og málleysingja - hún er líka klár á margan hátt, væri varla þar, sem hún er, ella - verður, alla vega svo lengi sem hún er ráðherra, að temja sér hófstillingu í tali og framkomu og alveg sérstaklega það, að hugsa vel áður en hún talar og/eða framkvæmir. Óvarlegt tal og framkoma, svo að ekki sé talað um derring, líka á öðrum og persónulegri nótum, gætu ekki aðeins komið Ingu og Flokki fólksins, heldur líka báðum hinum ríkisstjórnarflokkunum, stjórn landsins, í bobba, jafnvel allsherjar þrot. Höfundur er samfélagsrýnir.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun