Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Lovísa Arnardóttir skrifar 29. janúar 2025 21:04 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir flesta sem vera að svindla greiða rangt fargjald. Kaupa til dæmis ungmennamiða í stað fullorðinsmiða. Mynd/Strætó Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir nokkra tugi sekta hafa verið gefnar út síðasta mánuðinn vegna þess að fólk greiðir ekki rétt fargjald. Strætó tilkynnti við lok desembermánaðar að þau ætluðu að fara að innheimta fargjaldaálag sýndu farþegar ekki gilt fargjald við eftirlit. Fargjaldaálagið er almenn 15 þúsund krónur en 7.500 krónur á ungmenni og aldraða. Á öryrkja er það 4.500 krónur. Ekki er innheimt fargjaldaálag af börnum yngri en 15 ára. Jóhannes segir fólk almennt ekki bregðast illa við. „Þetta hefur gengið hingað til ágætlega. Þetta er eitthvað sem við viljum gera sem minnst af,“ segir hann en hann ræddi sektirnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Jóhannes segir einhverja hafa verið með frumlegar skýringar og jafnvel hlægilegar. Hann segir ekki komna reynslu á innheimtuna því gjalddaginn sé ekki kominn en við lok mánaðar muni koma í ljós hvort fólk greiði sektina eða ekki. Hann telur að búið sé að gefa út um 50 sektir. Séu það almennar sektir gætu þær numið um 750 þúsund krónum en ef um er að ræða sektir á ungmenni eða aldraða gætu þær numið 375 þúsund krónum. „Við höfum heimildir í lögunum til að fara í löginnheimtu en vonandi reynir ekkert á það,“ segir Jóhannes. Hann segir að fyrir þennan tíma hafi eina úrræði strætóbílstjóra verið að vísa fólki úr vagninum. Sé það gripið við það að greiða ekki rétt fargjald í dag eigi að gefa því færi að greiða rétt fargjald og halda áfram með ferðina. Hann segir að nú sé hægt að greiða með síma og því sé auðvelt að gera það. Kaupa ungmennamiða í stað fullorðins Hann segir nokkuð algengt að fólk svindli sér um borð í strætó. Að ná 50 á þessum tíma geti gefið til kynna að hlutfallið sé um 20 til 25 prósent sem séu ekki að greiða rétt fargjald. „Það er frekar hátt og kannski fyrst og fremst að fólk er að kaupa rangt fargjald. Er að kaupa miða fyrir ungmenni en eru fullorðin,“ segir Jóhannes. Oftast sé það þannig þegar fólk er gripið. Hann segir eftirlitsmenn spyrja fólk um kennitölu og aldur og geta flett fólki upp í þjóðskrá. Það séu um tveir til fjórir eftirlitsmenn starfandi en það sé til skoðunar að fjölga þeim tímabundið. Hann segir fundað með eftirlitsmönnum vikulega. Strætó hafi fengið tilkynningar um „fullharkalegar“ innheimtuaðgerðir og að það sé farið yfir allar slíkar tilkynningar. „En það er oftast ekki á rökum reist.“ Umferðin valdi seinkunum Jóhannes segir færðina undanfarið hafa verið erfiða en einnig umferðina. Vagnarnir séu oft seinir seinnipartinn og seinkunin geti verið allt að klukkutími þessa dagana. Umferðin sé að aukast og það hafi áhrif. Leiðirnar séu í forgangi en ef þau mæta bíl eða ef einhver leggur illa við strætóleið geti það haft áhrif. Samgöngur Strætó Neytendur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Við samþykktum í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær að setja forgangsakrein fyrir strætó á 500 metra kafla vestanmegin á Kringlumýrarbraut í suðurátt milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar í samvinnu við Vegagerðina. Þetta mun stytta ferðatíma strætófarþega á háannatíma verulega eða um allt að 4-5 mínútur á sumum leiðum. Sérakreinar koma almennt í veg fyrir að farþegar almenningssamgangna sitji fastir í umferðarsúpu og gera leiðirnar og þjónustuna áreiðanlegri. 23. janúar 2025 12:32 Strætómiðinn dýrari Ný gjaldskrá hjá Strætó mun taka gildi tekur gildi þann næstkomandi miðvikudag, þann 8. Janúar. Stakt fargjald mun hækka um tuttugu krónur og fara úr 650 krónum upp í 670 krónur. 3. janúar 2025 14:49 Strætó rann á bíl og ruslaskýli Tilkynnt var um umferðarslys í gærkvöld þar sem strætó hafði runnið á mannlausa bifreið og ruslaskýli sem kastaðist í aðra bifreið. Ekki er vitað hvort slys hafi orðið á fólki. Málið heyrði undir lögreglustöð 4, en umdæmi hennar eru Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær. 26. desember 2024 07:21 Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Fargjaldaálagið er almenn 15 þúsund krónur en 7.500 krónur á ungmenni og aldraða. Á öryrkja er það 4.500 krónur. Ekki er innheimt fargjaldaálag af börnum yngri en 15 ára. Jóhannes segir fólk almennt ekki bregðast illa við. „Þetta hefur gengið hingað til ágætlega. Þetta er eitthvað sem við viljum gera sem minnst af,“ segir hann en hann ræddi sektirnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Jóhannes segir einhverja hafa verið með frumlegar skýringar og jafnvel hlægilegar. Hann segir ekki komna reynslu á innheimtuna því gjalddaginn sé ekki kominn en við lok mánaðar muni koma í ljós hvort fólk greiði sektina eða ekki. Hann telur að búið sé að gefa út um 50 sektir. Séu það almennar sektir gætu þær numið um 750 þúsund krónum en ef um er að ræða sektir á ungmenni eða aldraða gætu þær numið 375 þúsund krónum. „Við höfum heimildir í lögunum til að fara í löginnheimtu en vonandi reynir ekkert á það,“ segir Jóhannes. Hann segir að fyrir þennan tíma hafi eina úrræði strætóbílstjóra verið að vísa fólki úr vagninum. Sé það gripið við það að greiða ekki rétt fargjald í dag eigi að gefa því færi að greiða rétt fargjald og halda áfram með ferðina. Hann segir að nú sé hægt að greiða með síma og því sé auðvelt að gera það. Kaupa ungmennamiða í stað fullorðins Hann segir nokkuð algengt að fólk svindli sér um borð í strætó. Að ná 50 á þessum tíma geti gefið til kynna að hlutfallið sé um 20 til 25 prósent sem séu ekki að greiða rétt fargjald. „Það er frekar hátt og kannski fyrst og fremst að fólk er að kaupa rangt fargjald. Er að kaupa miða fyrir ungmenni en eru fullorðin,“ segir Jóhannes. Oftast sé það þannig þegar fólk er gripið. Hann segir eftirlitsmenn spyrja fólk um kennitölu og aldur og geta flett fólki upp í þjóðskrá. Það séu um tveir til fjórir eftirlitsmenn starfandi en það sé til skoðunar að fjölga þeim tímabundið. Hann segir fundað með eftirlitsmönnum vikulega. Strætó hafi fengið tilkynningar um „fullharkalegar“ innheimtuaðgerðir og að það sé farið yfir allar slíkar tilkynningar. „En það er oftast ekki á rökum reist.“ Umferðin valdi seinkunum Jóhannes segir færðina undanfarið hafa verið erfiða en einnig umferðina. Vagnarnir séu oft seinir seinnipartinn og seinkunin geti verið allt að klukkutími þessa dagana. Umferðin sé að aukast og það hafi áhrif. Leiðirnar séu í forgangi en ef þau mæta bíl eða ef einhver leggur illa við strætóleið geti það haft áhrif.
Samgöngur Strætó Neytendur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Við samþykktum í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær að setja forgangsakrein fyrir strætó á 500 metra kafla vestanmegin á Kringlumýrarbraut í suðurátt milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar í samvinnu við Vegagerðina. Þetta mun stytta ferðatíma strætófarþega á háannatíma verulega eða um allt að 4-5 mínútur á sumum leiðum. Sérakreinar koma almennt í veg fyrir að farþegar almenningssamgangna sitji fastir í umferðarsúpu og gera leiðirnar og þjónustuna áreiðanlegri. 23. janúar 2025 12:32 Strætómiðinn dýrari Ný gjaldskrá hjá Strætó mun taka gildi tekur gildi þann næstkomandi miðvikudag, þann 8. Janúar. Stakt fargjald mun hækka um tuttugu krónur og fara úr 650 krónum upp í 670 krónur. 3. janúar 2025 14:49 Strætó rann á bíl og ruslaskýli Tilkynnt var um umferðarslys í gærkvöld þar sem strætó hafði runnið á mannlausa bifreið og ruslaskýli sem kastaðist í aðra bifreið. Ekki er vitað hvort slys hafi orðið á fólki. Málið heyrði undir lögreglustöð 4, en umdæmi hennar eru Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær. 26. desember 2024 07:21 Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Við samþykktum í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær að setja forgangsakrein fyrir strætó á 500 metra kafla vestanmegin á Kringlumýrarbraut í suðurátt milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar í samvinnu við Vegagerðina. Þetta mun stytta ferðatíma strætófarþega á háannatíma verulega eða um allt að 4-5 mínútur á sumum leiðum. Sérakreinar koma almennt í veg fyrir að farþegar almenningssamgangna sitji fastir í umferðarsúpu og gera leiðirnar og þjónustuna áreiðanlegri. 23. janúar 2025 12:32
Strætómiðinn dýrari Ný gjaldskrá hjá Strætó mun taka gildi tekur gildi þann næstkomandi miðvikudag, þann 8. Janúar. Stakt fargjald mun hækka um tuttugu krónur og fara úr 650 krónum upp í 670 krónur. 3. janúar 2025 14:49
Strætó rann á bíl og ruslaskýli Tilkynnt var um umferðarslys í gærkvöld þar sem strætó hafði runnið á mannlausa bifreið og ruslaskýli sem kastaðist í aðra bifreið. Ekki er vitað hvort slys hafi orðið á fólki. Málið heyrði undir lögreglustöð 4, en umdæmi hennar eru Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær. 26. desember 2024 07:21