Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2025 10:32 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Íslandsbanki spáir því að verðbólga verði þrjú prósent að jafnaði á næsta ári. Þá verði stýrivextir komnir niður í 6,5 prósent í árslok. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá greiningardeildar Íslandsbanka, sem gefin var út í morgun. Í samantekt á vef bankans segir að eftir kraftmikinn hagvaxtarkipp árin 2021 og 2022 hafi dregið umtalsvert úr vextinum eftir því sem lengra leið á árið 2023. Segja megi að hagkerfið hafi jafnt og þétt snúist frá þenslu til aðlögunar. Sú þróun hafi einnig einkennt fyrstu þrjá fjórðunga síðasta árs, enda hafi eitt prósent samdráttur mælst í vergri landsframleiðslu, VLF, að jafnaði á tímabilinu. Greiningardeildin áætli að VLF hafi skroppið saman um 0,5 prósent að raungildi árið 2024. Hagvöxtur fari vaxandi Á þessu ári telji deildin að hagvöxtur mælist 2,2 prósent. Vaxandi neysla, sér í lagi einkaneysla, eigi drýgstan þátt í þeim vexti. Þar komi til örari kaupmáttarvöxtur, áframhaldandi fólksfjölgun og ráðstöfun á hluta af uppsöfnuðum sparnaði. Síðari tvö ár spátímans sé útlit fyrir heldur hraðari hagvöxt eða um 2,5 prósenta árið 2026 og 2,6 prósenta árið 2027. Eftir viðskiptaafgang ársins 2023 hafi slegið nokkuð í bakseglin á viðskiptajöfnuði á síðasta ári. Útlit sé fyrir að viðskiptahalli á síðasta ári hafi alls numið tæplega 70 milljörðum króna, sem samsvari um það bil 1,5 prósentum af VLF ársins. „Við teljum horfur á heldur hagfelldari þróun á spátímanum þó trúlega verði lítilsháttar viðskiptahalli í ár, eða sem nemur 0,3% af VLF ársins. Á næsta ári eru horfur á að viðskiptajöfnuður verði rétt við núllið og á árinu 2027 gæti viðskiptaafgangur numið 0,5% af VLF. Við gerum einnig ráð fyrir lítilsháttar styrkingu krónu á fyrri hluta spátímans. Eftir því sem líður á aukast hins vegar líkurnar á einhverri veikingu krónu ef fram heldur sem horfir að verðlag hérlendis hækki hraðar en í nágrannalöndum.“ Vinnumarkaður nærri fullri atvinnu Þá segir að verðbólga hafi hjaðnað talsvert frá því hún náði hápunkti á fyrri hluta árs 2023. Atvinnuleysi hafi þó ekki aukist verulega og vinnumarkaður sé enn nálægt því sem kalla mætti fulla atvinnu. Langtímakjarasamningar við stærstan hluta vinnumarkaðar hafi þó eytt töluverðri óvissu varðandi framhaldið. Horfur séu á að íbúðamarkaður gefi aðeins eftir á spátímanum þó hóflegar raunverðshækkanir séu í kortunum að mati greiningardeildarinnar. Verðbólga í viðskiptalöndum Íslands hafi hjaðnað og náð markmiði víða en nokkur óvissa varðandi framhaldið sé enn til staðar. „Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 3,6% á þessu ári, 3,0% árið 2026 og 3,2% árið 2027. Vaxtalækkunarferli er loksins hafið eftir alllangt hávaxtatímabil. Við gerum ráð fyrir að vaxtalækkunarferli haldi áfram fram á mitt ár 2026. Stýrivextir verða 6,5% í árslok 2025 og á bilinu 5,0% - 5,5% á seinni hluta spátímans að okkar mati.“ Íslandsbanki Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Þetta kemur fram í þjóðhagsspá greiningardeildar Íslandsbanka, sem gefin var út í morgun. Í samantekt á vef bankans segir að eftir kraftmikinn hagvaxtarkipp árin 2021 og 2022 hafi dregið umtalsvert úr vextinum eftir því sem lengra leið á árið 2023. Segja megi að hagkerfið hafi jafnt og þétt snúist frá þenslu til aðlögunar. Sú þróun hafi einnig einkennt fyrstu þrjá fjórðunga síðasta árs, enda hafi eitt prósent samdráttur mælst í vergri landsframleiðslu, VLF, að jafnaði á tímabilinu. Greiningardeildin áætli að VLF hafi skroppið saman um 0,5 prósent að raungildi árið 2024. Hagvöxtur fari vaxandi Á þessu ári telji deildin að hagvöxtur mælist 2,2 prósent. Vaxandi neysla, sér í lagi einkaneysla, eigi drýgstan þátt í þeim vexti. Þar komi til örari kaupmáttarvöxtur, áframhaldandi fólksfjölgun og ráðstöfun á hluta af uppsöfnuðum sparnaði. Síðari tvö ár spátímans sé útlit fyrir heldur hraðari hagvöxt eða um 2,5 prósenta árið 2026 og 2,6 prósenta árið 2027. Eftir viðskiptaafgang ársins 2023 hafi slegið nokkuð í bakseglin á viðskiptajöfnuði á síðasta ári. Útlit sé fyrir að viðskiptahalli á síðasta ári hafi alls numið tæplega 70 milljörðum króna, sem samsvari um það bil 1,5 prósentum af VLF ársins. „Við teljum horfur á heldur hagfelldari þróun á spátímanum þó trúlega verði lítilsháttar viðskiptahalli í ár, eða sem nemur 0,3% af VLF ársins. Á næsta ári eru horfur á að viðskiptajöfnuður verði rétt við núllið og á árinu 2027 gæti viðskiptaafgangur numið 0,5% af VLF. Við gerum einnig ráð fyrir lítilsháttar styrkingu krónu á fyrri hluta spátímans. Eftir því sem líður á aukast hins vegar líkurnar á einhverri veikingu krónu ef fram heldur sem horfir að verðlag hérlendis hækki hraðar en í nágrannalöndum.“ Vinnumarkaður nærri fullri atvinnu Þá segir að verðbólga hafi hjaðnað talsvert frá því hún náði hápunkti á fyrri hluta árs 2023. Atvinnuleysi hafi þó ekki aukist verulega og vinnumarkaður sé enn nálægt því sem kalla mætti fulla atvinnu. Langtímakjarasamningar við stærstan hluta vinnumarkaðar hafi þó eytt töluverðri óvissu varðandi framhaldið. Horfur séu á að íbúðamarkaður gefi aðeins eftir á spátímanum þó hóflegar raunverðshækkanir séu í kortunum að mati greiningardeildarinnar. Verðbólga í viðskiptalöndum Íslands hafi hjaðnað og náð markmiði víða en nokkur óvissa varðandi framhaldið sé enn til staðar. „Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 3,6% á þessu ári, 3,0% árið 2026 og 3,2% árið 2027. Vaxtalækkunarferli er loksins hafið eftir alllangt hávaxtatímabil. Við gerum ráð fyrir að vaxtalækkunarferli haldi áfram fram á mitt ár 2026. Stýrivextir verða 6,5% í árslok 2025 og á bilinu 5,0% - 5,5% á seinni hluta spátímans að okkar mati.“
Íslandsbanki Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira