Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. janúar 2025 09:08 Það virðast litlar líkur á því að Pútín og Selenskí mætist við samningaborðið. Getty Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist útiloka að koma sjálfur að viðræðum við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, sem hann segir „ólögmætan“. Pútín sagði í viðtali við Rossiya 1 í gær að ef Selenskí vildi eiga aðkomu að viðræðum um vopnahlé í Úkraínu myndi hann, Pútín, gera út menn til að ræða við hann. Selenskí gæti hins vegar ekki undirritað neitt samkomulag, enda væri hann ekki lögmætur leiðtogi Úkraínu. Rússlandsforseti og aðrir andstæðingar Selenskí hafa haldið því fram að í raun og veru sé hann ekki lengur forseti Úkraínu, þar sem kjörtímabil hans rann út 20. maí síðastliðinn. Efna hefði átt til kosninga 31. mars 2024. Flestir stjórnarskrársérfræðingar eru ósammála en deilan snýst um það hvort stjórnarskráin heimili framlengingu kjörtímabilsins þegar herlög ríkja í landinu og kosningar eru bannaðar. Pútín hefur sagst reiðubúinn til að ganga til viðræðna við Donald Trump Bandaríkjaforseta um leiðir til að binda enda á átökin í Úkraínu en Úkraínumenn hafa ítrekað að engar slíkar viðræður geti átt sér stað án aðkomu þeirra. Selenskí sagði í gær að ummæli Pútín væru enn ein staðfesting þess að hann væri hræddur við viðræður, hræddur við sterka leiðtoga, og tilbúinn til að gera allt til að draga átökin á langinn. Pútín hefur sagt að ef Vesturlönd hætta stuðningi við Úkraínumenn myndi stríðinu ljúka á tveimur mánuðum en leiða má líkur að því að sú niðurstaða yrði Úkraínu langt í frá hagfelld. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Pútín sagði í viðtali við Rossiya 1 í gær að ef Selenskí vildi eiga aðkomu að viðræðum um vopnahlé í Úkraínu myndi hann, Pútín, gera út menn til að ræða við hann. Selenskí gæti hins vegar ekki undirritað neitt samkomulag, enda væri hann ekki lögmætur leiðtogi Úkraínu. Rússlandsforseti og aðrir andstæðingar Selenskí hafa haldið því fram að í raun og veru sé hann ekki lengur forseti Úkraínu, þar sem kjörtímabil hans rann út 20. maí síðastliðinn. Efna hefði átt til kosninga 31. mars 2024. Flestir stjórnarskrársérfræðingar eru ósammála en deilan snýst um það hvort stjórnarskráin heimili framlengingu kjörtímabilsins þegar herlög ríkja í landinu og kosningar eru bannaðar. Pútín hefur sagst reiðubúinn til að ganga til viðræðna við Donald Trump Bandaríkjaforseta um leiðir til að binda enda á átökin í Úkraínu en Úkraínumenn hafa ítrekað að engar slíkar viðræður geti átt sér stað án aðkomu þeirra. Selenskí sagði í gær að ummæli Pútín væru enn ein staðfesting þess að hann væri hræddur við viðræður, hræddur við sterka leiðtoga, og tilbúinn til að gera allt til að draga átökin á langinn. Pútín hefur sagt að ef Vesturlönd hætta stuðningi við Úkraínumenn myndi stríðinu ljúka á tveimur mánuðum en leiða má líkur að því að sú niðurstaða yrði Úkraínu langt í frá hagfelld.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira