Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 28. janúar 2025 11:01 Þegar fólk ákveður að bjóða sig fram til þjónustu fyrir land og lýð þá vill maður trúa því að það sé til þess að gera landinu og þeim sem þar búa gagn. Oftast er það raunin, þeir sem bjóða sig fram til sveitarstjórna hugsa stundum meira um svæðisbundin atriði sem þá reka menn til framboðs og beina þeir þá sjónum sínum meira á þau atriði en þau sem eru sameiginleg með öðrum sveitarfélögum. Það er þó engin afsökun fyrir því að taka við embættum og ábyrgðarstöðum að vita ekki hvað fyrri stjórn hefur lofað og byrjað að vinna að. Það er nefnilega þannig að tæplega 400 sveitarstjórnarmenn á Íslandi, dreifðir um allt land, í hverju sveitarfélagi, tóku við samningi sem ríki, sveitarfélög og opinber stéttarfélög gerðu 2016. Þeir sem núna eru við stjórn og í stjórnarandstöðu um allt land vita (eða eiga að vita) um þetta samkomulag. Samkomulag sem hófst með því að skerða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna en einhverra hluta vegna var ákveðið að bíða með að bæta þeim lífeyrisskerðinguna með hærri launum þar til síðar, miklu síðar og helst aldrei. Sveitarstjórnarmenn taka við búi fyrri sveitarstjórna, hvort sem þeim líkar það eða ekki, og verða að standa við þau áform. Það þýðir t.d. ekkert að hætta að byggja grunnskóla sem þegar er búið að gera grunnina að eða stoppa veglagningu eða uppbyggingu íbúðarhverfis þegar fyrir liggur að þarna eigi að vera vegur eða næsta hverfi byggðar. Það er nákvæmlega það sama sem gildir um samninga um laun, þegar búið er að semja, byrjað að vinna samkvæmt samningi þá þýðir ekkert að stíga út úr hringnum og segja að þetta hafi aldrei verið á áætlun. Að leggja það í hendur vegaverkamanna, eða byggingarfulltrúa að segja að hverfið rísi annars staðar eða að brúin sem byrjað er að byggja eigi að vera á öðrum stað er ekki góð lexía og er því aldrei gerð, það er aldrei „fokkað“ í hverfum eða mannvirkjum sem eru komin af stað, og því engin ástæða fyrir byggingarfulltrúa eða undirverktaka að koma fram í fréttum. Varðandi laun kennara þá er allt önnur stefna. Það er búið að semja um lífeyrismál og þau mál keyrð í gegn „no matter what“ en þegar seinni hluti samningins er kominn á dagskrá þá er sendur óbreyttur skrifstofumaður, með einhvern titil sem á að semja við kennara.. Semja um hvað??? Það er löngu búið að semja, það á bara eftir að standa við samninginn.Þessir tæplega 400 sveitarstjórnarmenn sem almenningur í landinu kaus til að standa vörð um hagsæld, menningu og menntun í hverju sveitarfélagi lætur sig nú hverfa bak við einhverja persónu sem var alls ekki kosin til að bera hag sveitarfélaga fyrir brjósti. Þessi persóna fer um velli fjölmiðla með vægast sagt misstöndugan sannleika um hvað málið snýst. Lætur líta út fyrir að kennarar vilja ekki semja við sveitarfélögin.. Það er svo rangt. Við erum löngu síðan búin að semja við sveitarfélögin. Ég gæti meira að segja trúað því að samningurinn hafi verið samþykktur áður en hún hóf störf hjá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga. Það er svo langt síðan. Spurning um að kynna sér söguna. Við, kennarar, viljum ekkert margar milljónir, eða afturvirka samninga til 2016. Við viljum bara að starfið okkar sé metið að verðleikum og greitt fyrir það þannig. Við viljum ekkert forstjóralaun, þó svo að við séum í mörgum tilfellum að handleika meiri verðmæti en þeir á hverjum degi. Við stefnum ekkert á að verða milljónamæringar, en við viljum gjarnan sleppa því að vinna tvö eða þrjú störf til að vera sæmilegar fyrirvinnur. Við viljum ekki vinna hálft árið og vera í fríi hálft árið. Við viljum bara halda áfram að vinna okkar vinnu sem er sambærileg við öll önnur störf á Íslandi, með 30 daga sumarfrí og frí um helgar. Við viljum bara fá sömu laun og sérfræðingar í öðru en kennslu fá. Það er ekkert rosalega flókið. Við hvetjum því þessa tæplega 400 sveitarstjórnarmenn til að standa upp, standa með okkur, segja samninganefndinni að það eigi að semja. Það vill enginn verkföll, þó þau séu í öðru sveitarfélagi. Við viljum fá stuðning því við erum verðmæti sem þarf að hugsa um og fara vel með, rétt eins og aðra starfsmenn. Við treystum á sveitarstjórnir og heimili og skóla og alla foreldra til að setja pressu á sveitarfélög til að koma í veg fyrir verkföll. Verkföll eru lokaúrræði sem ætti aldrei að þurfa að nýta. Koma svo.. semjið. Bibbi, kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Þegar fólk ákveður að bjóða sig fram til þjónustu fyrir land og lýð þá vill maður trúa því að það sé til þess að gera landinu og þeim sem þar búa gagn. Oftast er það raunin, þeir sem bjóða sig fram til sveitarstjórna hugsa stundum meira um svæðisbundin atriði sem þá reka menn til framboðs og beina þeir þá sjónum sínum meira á þau atriði en þau sem eru sameiginleg með öðrum sveitarfélögum. Það er þó engin afsökun fyrir því að taka við embættum og ábyrgðarstöðum að vita ekki hvað fyrri stjórn hefur lofað og byrjað að vinna að. Það er nefnilega þannig að tæplega 400 sveitarstjórnarmenn á Íslandi, dreifðir um allt land, í hverju sveitarfélagi, tóku við samningi sem ríki, sveitarfélög og opinber stéttarfélög gerðu 2016. Þeir sem núna eru við stjórn og í stjórnarandstöðu um allt land vita (eða eiga að vita) um þetta samkomulag. Samkomulag sem hófst með því að skerða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna en einhverra hluta vegna var ákveðið að bíða með að bæta þeim lífeyrisskerðinguna með hærri launum þar til síðar, miklu síðar og helst aldrei. Sveitarstjórnarmenn taka við búi fyrri sveitarstjórna, hvort sem þeim líkar það eða ekki, og verða að standa við þau áform. Það þýðir t.d. ekkert að hætta að byggja grunnskóla sem þegar er búið að gera grunnina að eða stoppa veglagningu eða uppbyggingu íbúðarhverfis þegar fyrir liggur að þarna eigi að vera vegur eða næsta hverfi byggðar. Það er nákvæmlega það sama sem gildir um samninga um laun, þegar búið er að semja, byrjað að vinna samkvæmt samningi þá þýðir ekkert að stíga út úr hringnum og segja að þetta hafi aldrei verið á áætlun. Að leggja það í hendur vegaverkamanna, eða byggingarfulltrúa að segja að hverfið rísi annars staðar eða að brúin sem byrjað er að byggja eigi að vera á öðrum stað er ekki góð lexía og er því aldrei gerð, það er aldrei „fokkað“ í hverfum eða mannvirkjum sem eru komin af stað, og því engin ástæða fyrir byggingarfulltrúa eða undirverktaka að koma fram í fréttum. Varðandi laun kennara þá er allt önnur stefna. Það er búið að semja um lífeyrismál og þau mál keyrð í gegn „no matter what“ en þegar seinni hluti samningins er kominn á dagskrá þá er sendur óbreyttur skrifstofumaður, með einhvern titil sem á að semja við kennara.. Semja um hvað??? Það er löngu búið að semja, það á bara eftir að standa við samninginn.Þessir tæplega 400 sveitarstjórnarmenn sem almenningur í landinu kaus til að standa vörð um hagsæld, menningu og menntun í hverju sveitarfélagi lætur sig nú hverfa bak við einhverja persónu sem var alls ekki kosin til að bera hag sveitarfélaga fyrir brjósti. Þessi persóna fer um velli fjölmiðla með vægast sagt misstöndugan sannleika um hvað málið snýst. Lætur líta út fyrir að kennarar vilja ekki semja við sveitarfélögin.. Það er svo rangt. Við erum löngu síðan búin að semja við sveitarfélögin. Ég gæti meira að segja trúað því að samningurinn hafi verið samþykktur áður en hún hóf störf hjá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga. Það er svo langt síðan. Spurning um að kynna sér söguna. Við, kennarar, viljum ekkert margar milljónir, eða afturvirka samninga til 2016. Við viljum bara að starfið okkar sé metið að verðleikum og greitt fyrir það þannig. Við viljum ekkert forstjóralaun, þó svo að við séum í mörgum tilfellum að handleika meiri verðmæti en þeir á hverjum degi. Við stefnum ekkert á að verða milljónamæringar, en við viljum gjarnan sleppa því að vinna tvö eða þrjú störf til að vera sæmilegar fyrirvinnur. Við viljum ekki vinna hálft árið og vera í fríi hálft árið. Við viljum bara halda áfram að vinna okkar vinnu sem er sambærileg við öll önnur störf á Íslandi, með 30 daga sumarfrí og frí um helgar. Við viljum bara fá sömu laun og sérfræðingar í öðru en kennslu fá. Það er ekkert rosalega flókið. Við hvetjum því þessa tæplega 400 sveitarstjórnarmenn til að standa upp, standa með okkur, segja samninganefndinni að það eigi að semja. Það vill enginn verkföll, þó þau séu í öðru sveitarfélagi. Við viljum fá stuðning því við erum verðmæti sem þarf að hugsa um og fara vel með, rétt eins og aðra starfsmenn. Við treystum á sveitarstjórnir og heimili og skóla og alla foreldra til að setja pressu á sveitarfélög til að koma í veg fyrir verkföll. Verkföll eru lokaúrræði sem ætti aldrei að þurfa að nýta. Koma svo.. semjið. Bibbi, kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun