Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. janúar 2025 08:20 Konan er sökuð um að hafa valdið dóttur sinni ómældum þjáningum í þeim tilgangi að fá fleiri fylgjendur á samfélagsmiðlum og falast eftir peningum. Getty Þrjátíu og fjögurra ára gömul kona í Queensland í Ástralíu hefur verið ákærð fyrir að pynta eins árs gamla dóttur sína í þeim tilgangi að auka við sig fylgjendum á samfélagsmiðlum og falast eftir fjármunum. Lögmaður konunnar fór fram á að henni yrði sleppt fram að réttarhöldum en dómari ákvað í morgun að fresta niðurstöðu hvað það varðar. Sagðist hann þurfa tíma til að melta málið, þar sem ásakanirnar væru þess eðlis að ganga fram af öllu rétt-þenkjandi fólki. Konan hefur ekki verið nafngreind en hún var handtekin fyrr í mánuðinum og ákærð fyrir að hafa eitrað fyrir barninu að minnsta kosti fimm sinnum, fyrir að undirbúa glæp, pynta barnið og framleiða myndefni þar sem barni er valdið skaða. Þá hefur hún einnig verið ákærð fyrir svik. Ákæruvaldið segir konuna hafa játað fyrir maka sínum að hafa gefið stúlkunni lyfseðilsskyld lyf sem var ekki ávísað á barnið. Þá segir saksóknarinn í málinu að öryggismyndavélar hafi fangað það þegar konan var að fikta við súrefnisleiðslu sem stúlkan var með í nefinu, með sprautu í hendinni. Að sögn saksóknarans varð stúlkan meðvitundarlaus í kjölfarið, án þess að læknar gætu fundið á því nokkrar skýringar. Ákæruvaldið segir konuna hafa pyntað stúlkuna viljandi, með því að gefa henni lyf sem gerðu hana veika. Hún er sögð hafa gefið barninu nokkrar tegundir af lyfseðilsskyldum lyfjum, sem ollu barninu verulegri þjáningu. Þá tók konan myndskeið af stúlkunni þar sem hún þjáðist og deildi á samfélagsmiðlum, til að fá fleiri fylgjendur og til að falast eftir fjármunum. Ákæruvaldið hefur sett sig upp á móti því að konan verði látin laus fram að réttarhöldum, ekki síst þar sem hún hafi til þess hvata að reyna að skaða stúlkuna aftur til að sýna fram á að hún sé raunverulega veik og hreinsa þannig sjálfa sig af sök. Ástralía Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Lögmaður konunnar fór fram á að henni yrði sleppt fram að réttarhöldum en dómari ákvað í morgun að fresta niðurstöðu hvað það varðar. Sagðist hann þurfa tíma til að melta málið, þar sem ásakanirnar væru þess eðlis að ganga fram af öllu rétt-þenkjandi fólki. Konan hefur ekki verið nafngreind en hún var handtekin fyrr í mánuðinum og ákærð fyrir að hafa eitrað fyrir barninu að minnsta kosti fimm sinnum, fyrir að undirbúa glæp, pynta barnið og framleiða myndefni þar sem barni er valdið skaða. Þá hefur hún einnig verið ákærð fyrir svik. Ákæruvaldið segir konuna hafa játað fyrir maka sínum að hafa gefið stúlkunni lyfseðilsskyld lyf sem var ekki ávísað á barnið. Þá segir saksóknarinn í málinu að öryggismyndavélar hafi fangað það þegar konan var að fikta við súrefnisleiðslu sem stúlkan var með í nefinu, með sprautu í hendinni. Að sögn saksóknarans varð stúlkan meðvitundarlaus í kjölfarið, án þess að læknar gætu fundið á því nokkrar skýringar. Ákæruvaldið segir konuna hafa pyntað stúlkuna viljandi, með því að gefa henni lyf sem gerðu hana veika. Hún er sögð hafa gefið barninu nokkrar tegundir af lyfseðilsskyldum lyfjum, sem ollu barninu verulegri þjáningu. Þá tók konan myndskeið af stúlkunni þar sem hún þjáðist og deildi á samfélagsmiðlum, til að fá fleiri fylgjendur og til að falast eftir fjármunum. Ákæruvaldið hefur sett sig upp á móti því að konan verði látin laus fram að réttarhöldum, ekki síst þar sem hún hafi til þess hvata að reyna að skaða stúlkuna aftur til að sýna fram á að hún sé raunverulega veik og hreinsa þannig sjálfa sig af sök.
Ástralía Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira