Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 26. janúar 2025 13:45 Trump svaraði spurningum blaðamanna um borð í forsetaflugvélinni. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. Þetta kom fram í máli Trumps þegar hann ræddi við blaðamenn í forsetaflugvél sinni Airforce 1 í gær. Þá bætti hann við að allir 57 þúsund íbúar eyjarinnar vildu verða hluti af Bandaríkjunum, sem virðist reyndar ekki vera almenn skoðun grænlensku þjóðarinnar. Forsætisráðherra Danmerkur, sem og stjórnvöld á Grænlandi, hafa jafnframt lýst því yfir á síðustu vikum að Grænlands sé ekki til sölu. Trump fór mikinn í samtali við fréttamenn um borð í flugvélinni. Hann gaf jafnramt til kynna að hann vildi koma af stað fjöldabrottflutningi Palestínumanna frá Gasa. Jórdanía, Egyptaland og aðrar arabaþjóðir þyrftu að taka við fleiri flóttamönnum af svæðinu. Trump sagði að um væri að ræða um eina og hálfa milljón manns og að raunar væri réttast að „ráðast í allsherjarhreinsun“ á Gasa, eins og hann orðaði það. Sendir tonna sprengjur til Ísraels Þá hrósaði hann jórdönskum yfirvöldum fyrir hve mörgum íbúum á Gasa þau hafa tekið á móti en sagðist hafa beint eftirfarandi tilmælum til Jórdaníukonungs: „Mér þætti vænt um það ef þið tækjuð á móti fleirum, vegna þess að Gasaströndin núna er öll í óreiðu,“ sagði Að auki sagðist Trump hafa fyrirskipað flutning á sprengjum til Ísraels sem en sprengjurnar vega tæpt tonn. Joe Biden, forveri hans, hafði ákveðið að fresta því að senda sprengjurnar áleiðis. Vopnahlé Ísraels og Hamas á Gasa hefur staðið yfir í viku og mun að óbreyttu enda með stríðslokum. „Þeir hafa beðið eftir þeim í langan tíma,“ sagði Trump um sprengjurnar. Aðspurður hvers vegna sprengjurnar hefðu verið sendar til Ísraels svaraði hann: „Vegna þess að þeir keyptu þær“. Donald Trump Ísrael Jórdanía Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Grænland Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Þetta kom fram í máli Trumps þegar hann ræddi við blaðamenn í forsetaflugvél sinni Airforce 1 í gær. Þá bætti hann við að allir 57 þúsund íbúar eyjarinnar vildu verða hluti af Bandaríkjunum, sem virðist reyndar ekki vera almenn skoðun grænlensku þjóðarinnar. Forsætisráðherra Danmerkur, sem og stjórnvöld á Grænlandi, hafa jafnframt lýst því yfir á síðustu vikum að Grænlands sé ekki til sölu. Trump fór mikinn í samtali við fréttamenn um borð í flugvélinni. Hann gaf jafnramt til kynna að hann vildi koma af stað fjöldabrottflutningi Palestínumanna frá Gasa. Jórdanía, Egyptaland og aðrar arabaþjóðir þyrftu að taka við fleiri flóttamönnum af svæðinu. Trump sagði að um væri að ræða um eina og hálfa milljón manns og að raunar væri réttast að „ráðast í allsherjarhreinsun“ á Gasa, eins og hann orðaði það. Sendir tonna sprengjur til Ísraels Þá hrósaði hann jórdönskum yfirvöldum fyrir hve mörgum íbúum á Gasa þau hafa tekið á móti en sagðist hafa beint eftirfarandi tilmælum til Jórdaníukonungs: „Mér þætti vænt um það ef þið tækjuð á móti fleirum, vegna þess að Gasaströndin núna er öll í óreiðu,“ sagði Að auki sagðist Trump hafa fyrirskipað flutning á sprengjum til Ísraels sem en sprengjurnar vega tæpt tonn. Joe Biden, forveri hans, hafði ákveðið að fresta því að senda sprengjurnar áleiðis. Vopnahlé Ísraels og Hamas á Gasa hefur staðið yfir í viku og mun að óbreyttu enda með stríðslokum. „Þeir hafa beðið eftir þeim í langan tíma,“ sagði Trump um sprengjurnar. Aðspurður hvers vegna sprengjurnar hefðu verið sendar til Ísraels svaraði hann: „Vegna þess að þeir keyptu þær“.
Donald Trump Ísrael Jórdanía Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Grænland Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira