Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2025 10:17 Fréttmaaður gerir atlögu að því að „splitta G-inu“ í fyrsta sinn undir leiðsögn Rúnars, eiganda Irishman. Vísir/Rúnar Sala á Guinness-bjór hefur margfaldast á liðnum árum að sögn bareiganda, sem rekur auknar vinsældir að miklu leyti til samfélagsmiðlaæðis. Þá eru íslenskir djammarar farnir að stela Guinness-glösum í unnvörpum, þannig að borið hefur á glasaskorti á öldurhúsum borgarinnar. Guinness er eitt rótgrónasta vörumerki heims. Bjórinn, sem er einkennandi dökkur að lit með þykkri froðu, var fyrst bruggaður í Dublin á Írlandi á átjándu öld. Og eftir næstum þrjú hundruð ár á markaði hefur mjöðurinn sjaldan verið vinsælli en einmitt nú. Varað var við Guinness-skorti í Bretlandi um jólin og hér heima hefur salan aukist gríðarlega síðustu tvö ár, í það minnsta hjá höfuðvígi hins írska Guinness-bjórs á Íslandi: Irishman pub. „Ég myndi giska á að hún hafi meira en tvöfaldast, þrefaldast jafnvel, þannig að það er búið að bæta aðeins við plássið sem Guinness-kútarnir taka,“ segir Rúnar Sigurðsson, einn eiganda Irishman. Rúnar segir að síðustu mánuði hafi salan að miklu leyti verið drifin áfram af samfélagsmiðlaæði: „Að splitta G-inu“. „Að splitta G-inu, það er aðalmálið,“ segir Rúnar, sem sýnir fréttamanni réttu handtökin við splittið í innslaginu hér fyrir neðan. Hvaðan kemur þetta eiginlega? Allt snýst þetta um fyrsta sopann sem teygaður er af Guinness, sem iðulega er borinn fram í glösum kirfilega merktum vörumerkinu. Taka skal sopann í nokkrum gúlsopum, þannig að yfirborð bjórsins (ath. ekki froðunnar) nemi við miðju upphafsstafsins, G, á glasinu að sopanum loknum. Yfirborðið skeri semsagt G-ið í tvennt. „Splitti G-inu.“ Uppruni hugtaksins er óljós en hann má að minnsta kosti ekki rekja ýkja langt aftur. Hugtakið var skilgreint í slangurorðabókinni Urban Dictionary árið 2018 og virðist smám saman hafa fest sig í sessi sem drykkjuleikur árin í kringum Covid. Það var svo á nýliðnu ári sem vinsældir hins hárnákvæma gúlsopa náðu hámarki - og auk Íra og Breta reyndumst við Íslendingar einna áhugasamastir þjóða um að splitta G-inu, samkvæmt Google Trends. Þrír „gúllarar“ Þá virðast vinsældirnar hafa vakið þjófseðlið í Íslendingum. Viðvarandi skortur á Guinness-glösum hefur ríkt á börum borgarinnar, að sögn starfsmanna á Irishman. Bargestir stela semsagt glösunum óhikað, að því er virðist til að spreyta sig á splittinu heima fyrir. „Við finnum alveg fyrir því líka en sem betur fer eigum við til alveg nóg af þessu,“ segir Rúnar. Rúnar segir unga sem aldna splitta G-inu á barnum, athöfnin er löngu orðin annað og meira en bara trend á samfélagsmiðlum, og sjálfur er hann í góðri æfingu. En hver er þá lykillinn að hinu fullkomna splitti? „Það eru þrír gúllarar, þrír gúlpar, það ætti að setja þig á nokkuð réttan stað. Svo er þetta bara æfing sko,“ segir Rúnar. Fréttamaður gerði loks atlögu að því að „splitta G-inu“ undir styrkri leiðsögn Rúnars. Afraksturinn má horfa á í innslaginu hér fyrir ofan. Áfengi og tóbak Samfélagsmiðlar Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Guinness er eitt rótgrónasta vörumerki heims. Bjórinn, sem er einkennandi dökkur að lit með þykkri froðu, var fyrst bruggaður í Dublin á Írlandi á átjándu öld. Og eftir næstum þrjú hundruð ár á markaði hefur mjöðurinn sjaldan verið vinsælli en einmitt nú. Varað var við Guinness-skorti í Bretlandi um jólin og hér heima hefur salan aukist gríðarlega síðustu tvö ár, í það minnsta hjá höfuðvígi hins írska Guinness-bjórs á Íslandi: Irishman pub. „Ég myndi giska á að hún hafi meira en tvöfaldast, þrefaldast jafnvel, þannig að það er búið að bæta aðeins við plássið sem Guinness-kútarnir taka,“ segir Rúnar Sigurðsson, einn eiganda Irishman. Rúnar segir að síðustu mánuði hafi salan að miklu leyti verið drifin áfram af samfélagsmiðlaæði: „Að splitta G-inu“. „Að splitta G-inu, það er aðalmálið,“ segir Rúnar, sem sýnir fréttamanni réttu handtökin við splittið í innslaginu hér fyrir neðan. Hvaðan kemur þetta eiginlega? Allt snýst þetta um fyrsta sopann sem teygaður er af Guinness, sem iðulega er borinn fram í glösum kirfilega merktum vörumerkinu. Taka skal sopann í nokkrum gúlsopum, þannig að yfirborð bjórsins (ath. ekki froðunnar) nemi við miðju upphafsstafsins, G, á glasinu að sopanum loknum. Yfirborðið skeri semsagt G-ið í tvennt. „Splitti G-inu.“ Uppruni hugtaksins er óljós en hann má að minnsta kosti ekki rekja ýkja langt aftur. Hugtakið var skilgreint í slangurorðabókinni Urban Dictionary árið 2018 og virðist smám saman hafa fest sig í sessi sem drykkjuleikur árin í kringum Covid. Það var svo á nýliðnu ári sem vinsældir hins hárnákvæma gúlsopa náðu hámarki - og auk Íra og Breta reyndumst við Íslendingar einna áhugasamastir þjóða um að splitta G-inu, samkvæmt Google Trends. Þrír „gúllarar“ Þá virðast vinsældirnar hafa vakið þjófseðlið í Íslendingum. Viðvarandi skortur á Guinness-glösum hefur ríkt á börum borgarinnar, að sögn starfsmanna á Irishman. Bargestir stela semsagt glösunum óhikað, að því er virðist til að spreyta sig á splittinu heima fyrir. „Við finnum alveg fyrir því líka en sem betur fer eigum við til alveg nóg af þessu,“ segir Rúnar. Rúnar segir unga sem aldna splitta G-inu á barnum, athöfnin er löngu orðin annað og meira en bara trend á samfélagsmiðlum, og sjálfur er hann í góðri æfingu. En hver er þá lykillinn að hinu fullkomna splitti? „Það eru þrír gúllarar, þrír gúlpar, það ætti að setja þig á nokkuð réttan stað. Svo er þetta bara æfing sko,“ segir Rúnar. Fréttamaður gerði loks atlögu að því að „splitta G-inu“ undir styrkri leiðsögn Rúnars. Afraksturinn má horfa á í innslaginu hér fyrir ofan.
Áfengi og tóbak Samfélagsmiðlar Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira