Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar 24. janúar 2025 10:02 Stefna foreldra snýst ekki um að mótmæla kjaradeilu kennara, ekki að því að svipta kennara verkfallsrétti og er ekki aðför gegn kennurum. Ég hef reynt að tjá mig sem minnst um verkfallsaðgerðir KÍ undanfarna mánuði enda erfitt að koma orðum að svo viðkvæmu máli án þess að þau verði toguð úr samhengi eða misskilin. Nú get ég ekki lengur orða bundist. Formaður félags leikskólakennara telur hóp foreldra verða sér til skammar og minnkunnar með stefnu sem hann segir aðför að kennurum og tilraun til þess að svipta kennurum þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum. Lengra frá sannleikanum gætu staðreyndir málsins ekki verið og ég vona að það sé ekki einbeittur brotavilji formannsins að reyna að etja saman kennurum og foreldrum. Kennarar og foreldrar eru saman í liði, en þó geta liðsmenn deilt. Til allrar hamingju búum við í réttarríki þar sem hægt er að fá skorið úr því fyrir dómstólum hvort lögum sé fylgt. Nú er verið að láta reyna á lögmæti verkfallsaðgerða KÍ í fjórum leikskólum, því margt bendir til þess að ekki sé yfir allan vafa hafið að rétt hafi verið staðið að verkfallinu. Í fyrstu málsgrein 18. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna segir: „Boðað verkfall tekur til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi hjá þeim vinnuveitendum sem verkfall beinist gegn, annarra en þeirra sem óheimilt er að leggja niður störf samkvæmt lögum þessum.“ Í greinargerð með frumvarpinu sem varð að lögum gerir löggjafinn nánari grein fyrir vilja sínum og þar segir m.a.: „Fyrri málsgrein þessarar greinar kveður á um að verkfall taki til allra starfsmanna, þ.e. að allsherjarverkfall verði í viðkomandi stéttarfélagi.” Starfsfólk opinberra leik- og grunnskóla er alla jafna með vinnuveitendasamband við sveitarfélagið sem það starfar í, ólíkt ríkisstofnunum þar sem sambandið er beint við stofnunina sem einnig hefur eigin kennitölu. Á þetta er m.a. verið að láta reyna fyrir dómstólum - hvort sveitarfélögin séu vinnuveitendur eða einstaka starfsstöðvar þeirra. Til þessarar stefnu ætti ekki að þurfa að koma af hálfu foreldra. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur brugðist með því að láta ekki sjálf reyna á þetta. Þess má geta að SÍS er einnig stefnt, ekki eingöngu KÍ. Það er öflugur hópur fólks sem lagði mikinn tíma og undirbúningsvinnu í þetta mál og þau eiga heiður skilið fyrir að taka af skarið fyrir nokkrum mánuðum. Stefnan er nefnilega engin aðför gegn kennurum, ég væri ekki tilbúinn að taka þátt í slíkri aðför. Stefnunni fylgir heldur engin heift foreldra í garð kennara. Oft er mikilvægt að láta skera úr um vafamál. Ég tel þetta vera eitt af þeim málum því niðurstaðan hefur fordæmisgildi. Okkur foreldrum ber frumskylda að hugsa um börnin okkar. Það er ekki réttlætanlegt að börn í 4 leikskólum af 270, og nú bráðlega í 14 af 270, þurfi að bera skaðann af kjaradeilu sem þau hafa enga aðkomu að. Reynt er á hvort það sé andstætt lögum. Foreldrar vilja öfluga leikskóla og skóla, með öflugum mannauð sem er ánægður með sín kjör. Öflugt menntakerfi er einn af hornsteinum samfélaga. Án kennara verður ekkert menntakerfi. Það liggur í augum uppi að ná þarf samningum. Kennaraskortur á öllum skólastigum bendir til þess að þegar kemur að kjörum séu þau ekki fullnægjandi til að framboð og eftirspurn nái jafnvægi. Það á við um fleiri stéttir, sérstaklega á opinberum markaði. Það er eðlilegt að aðilar í kjaradeilum beiti þvingunarúrræðum, s.s. verkföllum, þegar ekki nást samningar. Það er lýðræðislegur réttur borgaranna að fá úr því skorið hvort verið sé að ganga á rétt sinn eða hvort aðrir beiti rétti sínum gagnvart þeim með löglegum hætti. Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt og grefur undan réttarríkinu og lýðræðinu ef það fær að viðgangast óátalið. Í menntakerfinu okkar starfar einnig mikið af öflugu og kláru fólki sem eru ekki meðlimir í KÍ. Þau bera einnig skaða af verkföllum, því þau vilja vinna með börnunum okkar. Ég veit líka að verkföllin eru ekki endilega auðveld fyrir þá kennara sem leggja niður störf og ég geri ekki þá kröfu að þeir þekki lögin inn og út þegar þeir kjósa um verkfall. Eðlilega treysta kennarar upplýsingum sem þeir fá frá sínu stéttarfélagi og kjósa í góðri trú um að þeir séu löglega að berjast fyrir kröfum sínum. Með stefnunni er engan veginn verið að gefa annað í skyn. Það er ekki gerð sú krafa að kennarar fái ekki kjarabætur eða að deilan hætti. Fallist dómstólar á kröfur okkar þýðir það heldur ekki að kennarar eða aðrir opinberir starfsmenn missi sinn verkfallsrétt. Rétturinn til verkfalls er skýr, en það er ekki sama hvernig vopninu er beitt. Krafan er að vopninu sé beitt með réttmætum hætti. Ég tel ekki að KÍ hafi ætlað sér að brjóta lög, verði það niðurstaðan. Það er margoft sem venjulegt fólk brýtur lög án ásetnings, í góðri trú. Gleymum því ekki að enginn er fullkominn - ekki einu sinni verkalýðsleiðtogar. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir þá kennara og annað starfsfólk sem hefur tekið börnunum mínum opnum örmum, fyrst á Regnboganum í Ártúnsholti og nú á Ársölum og í Árskóla á Sauðárkróki. Þið eruð stórkostleg og börnin mín væru ekki þau sem þau eru án ykkar. Það sama á við um mína kennara í gegnum tíðina. Ég get horft í augun á ykkur og sagt: Ég er að gera það sem ég tel réttast til að verja hagsmuni barnanna minna, en á sama tíma þá vona ég að þið fáið niðurstöðu í ykkar kjaradeilu sem þið eruð sátt við - það eru sömuleiðis hagsmunir barnanna minna. Frá mínum bæjardyrum séð er undirliggjandi krafa kennara þjóðarsátt um kaupmáttaraukningu umfram aðra samfélagshópa og ég tel tímabært að forsvarsmenn kennara viðurkenni það. Ég tel slíka kröfu ekki innistæðulausa, en það eru mörg horn sem þarf að líta í samhliða. Um þjóðarsátt verður þó ekki samið milli KÍ og SÍS. Ótímabundin verkföll í nokkrum leikskólum breyta engu þar um. Stjórnvöld, stéttarfélög og atvinnulíf þurfa að eiga það samtal, helst í gær. Höfundur er þriggja barna faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kristófer Már Maronsson Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Stefna foreldra snýst ekki um að mótmæla kjaradeilu kennara, ekki að því að svipta kennara verkfallsrétti og er ekki aðför gegn kennurum. Ég hef reynt að tjá mig sem minnst um verkfallsaðgerðir KÍ undanfarna mánuði enda erfitt að koma orðum að svo viðkvæmu máli án þess að þau verði toguð úr samhengi eða misskilin. Nú get ég ekki lengur orða bundist. Formaður félags leikskólakennara telur hóp foreldra verða sér til skammar og minnkunnar með stefnu sem hann segir aðför að kennurum og tilraun til þess að svipta kennurum þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum. Lengra frá sannleikanum gætu staðreyndir málsins ekki verið og ég vona að það sé ekki einbeittur brotavilji formannsins að reyna að etja saman kennurum og foreldrum. Kennarar og foreldrar eru saman í liði, en þó geta liðsmenn deilt. Til allrar hamingju búum við í réttarríki þar sem hægt er að fá skorið úr því fyrir dómstólum hvort lögum sé fylgt. Nú er verið að láta reyna á lögmæti verkfallsaðgerða KÍ í fjórum leikskólum, því margt bendir til þess að ekki sé yfir allan vafa hafið að rétt hafi verið staðið að verkfallinu. Í fyrstu málsgrein 18. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna segir: „Boðað verkfall tekur til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi hjá þeim vinnuveitendum sem verkfall beinist gegn, annarra en þeirra sem óheimilt er að leggja niður störf samkvæmt lögum þessum.“ Í greinargerð með frumvarpinu sem varð að lögum gerir löggjafinn nánari grein fyrir vilja sínum og þar segir m.a.: „Fyrri málsgrein þessarar greinar kveður á um að verkfall taki til allra starfsmanna, þ.e. að allsherjarverkfall verði í viðkomandi stéttarfélagi.” Starfsfólk opinberra leik- og grunnskóla er alla jafna með vinnuveitendasamband við sveitarfélagið sem það starfar í, ólíkt ríkisstofnunum þar sem sambandið er beint við stofnunina sem einnig hefur eigin kennitölu. Á þetta er m.a. verið að láta reyna fyrir dómstólum - hvort sveitarfélögin séu vinnuveitendur eða einstaka starfsstöðvar þeirra. Til þessarar stefnu ætti ekki að þurfa að koma af hálfu foreldra. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur brugðist með því að láta ekki sjálf reyna á þetta. Þess má geta að SÍS er einnig stefnt, ekki eingöngu KÍ. Það er öflugur hópur fólks sem lagði mikinn tíma og undirbúningsvinnu í þetta mál og þau eiga heiður skilið fyrir að taka af skarið fyrir nokkrum mánuðum. Stefnan er nefnilega engin aðför gegn kennurum, ég væri ekki tilbúinn að taka þátt í slíkri aðför. Stefnunni fylgir heldur engin heift foreldra í garð kennara. Oft er mikilvægt að láta skera úr um vafamál. Ég tel þetta vera eitt af þeim málum því niðurstaðan hefur fordæmisgildi. Okkur foreldrum ber frumskylda að hugsa um börnin okkar. Það er ekki réttlætanlegt að börn í 4 leikskólum af 270, og nú bráðlega í 14 af 270, þurfi að bera skaðann af kjaradeilu sem þau hafa enga aðkomu að. Reynt er á hvort það sé andstætt lögum. Foreldrar vilja öfluga leikskóla og skóla, með öflugum mannauð sem er ánægður með sín kjör. Öflugt menntakerfi er einn af hornsteinum samfélaga. Án kennara verður ekkert menntakerfi. Það liggur í augum uppi að ná þarf samningum. Kennaraskortur á öllum skólastigum bendir til þess að þegar kemur að kjörum séu þau ekki fullnægjandi til að framboð og eftirspurn nái jafnvægi. Það á við um fleiri stéttir, sérstaklega á opinberum markaði. Það er eðlilegt að aðilar í kjaradeilum beiti þvingunarúrræðum, s.s. verkföllum, þegar ekki nást samningar. Það er lýðræðislegur réttur borgaranna að fá úr því skorið hvort verið sé að ganga á rétt sinn eða hvort aðrir beiti rétti sínum gagnvart þeim með löglegum hætti. Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt og grefur undan réttarríkinu og lýðræðinu ef það fær að viðgangast óátalið. Í menntakerfinu okkar starfar einnig mikið af öflugu og kláru fólki sem eru ekki meðlimir í KÍ. Þau bera einnig skaða af verkföllum, því þau vilja vinna með börnunum okkar. Ég veit líka að verkföllin eru ekki endilega auðveld fyrir þá kennara sem leggja niður störf og ég geri ekki þá kröfu að þeir þekki lögin inn og út þegar þeir kjósa um verkfall. Eðlilega treysta kennarar upplýsingum sem þeir fá frá sínu stéttarfélagi og kjósa í góðri trú um að þeir séu löglega að berjast fyrir kröfum sínum. Með stefnunni er engan veginn verið að gefa annað í skyn. Það er ekki gerð sú krafa að kennarar fái ekki kjarabætur eða að deilan hætti. Fallist dómstólar á kröfur okkar þýðir það heldur ekki að kennarar eða aðrir opinberir starfsmenn missi sinn verkfallsrétt. Rétturinn til verkfalls er skýr, en það er ekki sama hvernig vopninu er beitt. Krafan er að vopninu sé beitt með réttmætum hætti. Ég tel ekki að KÍ hafi ætlað sér að brjóta lög, verði það niðurstaðan. Það er margoft sem venjulegt fólk brýtur lög án ásetnings, í góðri trú. Gleymum því ekki að enginn er fullkominn - ekki einu sinni verkalýðsleiðtogar. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir þá kennara og annað starfsfólk sem hefur tekið börnunum mínum opnum örmum, fyrst á Regnboganum í Ártúnsholti og nú á Ársölum og í Árskóla á Sauðárkróki. Þið eruð stórkostleg og börnin mín væru ekki þau sem þau eru án ykkar. Það sama á við um mína kennara í gegnum tíðina. Ég get horft í augun á ykkur og sagt: Ég er að gera það sem ég tel réttast til að verja hagsmuni barnanna minna, en á sama tíma þá vona ég að þið fáið niðurstöðu í ykkar kjaradeilu sem þið eruð sátt við - það eru sömuleiðis hagsmunir barnanna minna. Frá mínum bæjardyrum séð er undirliggjandi krafa kennara þjóðarsátt um kaupmáttaraukningu umfram aðra samfélagshópa og ég tel tímabært að forsvarsmenn kennara viðurkenni það. Ég tel slíka kröfu ekki innistæðulausa, en það eru mörg horn sem þarf að líta í samhliða. Um þjóðarsátt verður þó ekki samið milli KÍ og SÍS. Ótímabundin verkföll í nokkrum leikskólum breyta engu þar um. Stjórnvöld, stéttarfélög og atvinnulíf þurfa að eiga það samtal, helst í gær. Höfundur er þriggja barna faðir.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun