Lífið

Ger­vais minnist hundsins úr After Life

Atli Ísleifsson skrifar
Hundurinn Anti og leikarinn Ricky Gervais við tökur á After Life.
Hundurinn Anti og leikarinn Ricky Gervais við tökur á After Life. Instagram

Breski grínistinn Ricky Gervais hefur greint frá því að hundurinn sem fór með hlutverk Brandy í þáttunum After Life sé allur.

Gervais segir frá þessu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segir hundinn, sem bar nafnið Anti, hafa verið þrettán ára og „góð stelpa“.

Í frétt Sky kemur fram að Gervais hafi sagt Anti, sem var þýskur fjárhundur, hafa átt þátt í því að gera framleiðsluna á After Life að „uppáhalds upptökureynslu allra tíma“.

Anti birtist í öllum átján þáttunum en alls voru þrjár sex þátta þáttaraðir framleiddar á árunum 2019 til 2022. Í þáttunum er fylgst með blaðamanninum Tony, persónu Gervais, sem er að fóta sig í lífinu eftir að eiginkona hans lést af völdum krabbameins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.