Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. janúar 2025 00:03 Hún komst naumlega lífs af undan hrottalegum árásum Hamas-liða á tónlistarhátíðina Nova. Keshet 12/Ortal Dahan Ziv Söngkonan Yuval Raphael verður fulltrúi Ísraels í Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, eftir að hafa borið sigur úr bítum í forkeppninni þar í landi. Hún er ein þeirra sem lifði af árás Hamas-liða á tónlistarhátíðina Nova sjöunda október 2023. Yuval er 24 ára og kemur frá bænum Raanana í nágrenni Tel Avív. Hún var gestur á tónlistarhátíðinni Nova þar sem Hamas myrti 364 manns, að mestu óbreytta tónleikagesti, og særði umtalsvert fleiri. Þar að auki voru 40 gíslar teknir á hátíðinni og margir beittir kynferðislegu ofbeldi. Árásin er stærsta hryðjuverkaárás sem framin hefur verið í sögu Ísraels. Hundruð voru skotin til bana þar sem þau reyndu að flýja árásarmennina í sprengjubyrgi í nágrenninu. Yuval var ein þeirra sem komust ofan í byrgi í tæka tíð. Í umfjöllun EurovisionWorld segir að hún hafi falið sig í litlu sprengjubyrgi ásamt fimmtíu öðrum á meðan árasirnar dundu yfir. Hamas-liðar hafi fundið þau og ítrekað skotið á byrgið. Aðeins ellefu þeirra fimmtíu sem földu sig þar höfðu það af. Yuval þóttist vera dáin undir líkum hinna látnu í átta klukkustundir. Fram kemur í umfjöllun Jerusalem Post að Yuval hafi vakið mikla athygli í Ísrael á meðan forkeppninni stóð ekki síst vegna þess að hún byrjaði ekki að koma fram að atvinnu fyrr en eftir hryðjuverkaárásina. Enn liggur ekki fyrir hvaða lag Yuval mun syngja en í Ísrael er það valið af dómnefnd á vegum sjónvarpsstöðvarinnar KAN11 í mars. Eurovision fer svo fram í Sviss í maí. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Yuval er 24 ára og kemur frá bænum Raanana í nágrenni Tel Avív. Hún var gestur á tónlistarhátíðinni Nova þar sem Hamas myrti 364 manns, að mestu óbreytta tónleikagesti, og særði umtalsvert fleiri. Þar að auki voru 40 gíslar teknir á hátíðinni og margir beittir kynferðislegu ofbeldi. Árásin er stærsta hryðjuverkaárás sem framin hefur verið í sögu Ísraels. Hundruð voru skotin til bana þar sem þau reyndu að flýja árásarmennina í sprengjubyrgi í nágrenninu. Yuval var ein þeirra sem komust ofan í byrgi í tæka tíð. Í umfjöllun EurovisionWorld segir að hún hafi falið sig í litlu sprengjubyrgi ásamt fimmtíu öðrum á meðan árasirnar dundu yfir. Hamas-liðar hafi fundið þau og ítrekað skotið á byrgið. Aðeins ellefu þeirra fimmtíu sem földu sig þar höfðu það af. Yuval þóttist vera dáin undir líkum hinna látnu í átta klukkustundir. Fram kemur í umfjöllun Jerusalem Post að Yuval hafi vakið mikla athygli í Ísrael á meðan forkeppninni stóð ekki síst vegna þess að hún byrjaði ekki að koma fram að atvinnu fyrr en eftir hryðjuverkaárásina. Enn liggur ekki fyrir hvaða lag Yuval mun syngja en í Ísrael er það valið af dómnefnd á vegum sjónvarpsstöðvarinnar KAN11 í mars. Eurovision fer svo fram í Sviss í maí.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira