Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar 22. janúar 2025 20:31 Því er nú haldið fram að ákvæði í 14 ára gömlum lögum um stjórn vatnamála (36/2011) komi í veg fyrir allar nýjar virkjanir, brýr, hafnir, flóðgarða og svo framvegis. Það er vegna þess að umhverfisnefndin á þinginu breytti tilteknu ákvæði í lagafrumvarpinu ‒ og nú sé allt upp í loft ‒ og alveg sérstaklega Hvammsvirkjun, sem einmitt átti að bjarga heiminum. Ég veit það ekki. Best að bíða og gá hvað Hæstiréttur segir. En á meðan skil ég þetta svona: Í lögunum segir í 18. grein að leyfi til framkvæmda sem geta breytt vatnshloti (tækniorð um ,gerðir‘ eða ,einingar‘ vatns: lækur, fljót, stöðuvatn, grunnvatnsgeymir …) megi veita í ákveðnum tilvikum þegar ákveðin skilyrði eru fyrir hendi. Tilvikin eru orðuð svona (afsakið málflækjurnar): „nýjar breytingar, svo sem vegna mengunar eða í tengslum við loftslagsbreytingar, sem leiða til breytinga á vatnsgæðum, vistfræðilegum, vatnsformfræðilegum eða eðlisrænum eiginleikum yfirborðsvatnshlots eða á hæð grunnvatnshlots,“ eða „ný sjálfbær umsvif eða breytingar sem hafa í för með sér að yfirborðsvatnshlot fer úr mjög góðu ástandi í gott ástand.“ Eftir úrskurð héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmálinu halda menn sumsé að í þessum tilvikum felist ekki virkjun, brú eða höfn. Og nú þurfi að kalla strax á lögguna. Það er skrýtið ‒ vegna þess að í greinargerð flutningsmanns með frumvarpinu sem varð að þessum lögum, ráðherrans með ráðuneytið á bakvið sig, er sérstaklega bent á af hverju þær breytingar gætu stafað sem hér um ræðir: „Sem dæmi má nefna breytingar vegna vatnsaflsvirkjana, flóðavarna, vegagerðar eða gerðar siglingavega.“ Ég er auðvitað bara málfræðingur, en sé ekki að með minniháttar lagfæringum í umhverfisnefnd, sem alþingi síðan samþykkti samhljóða, hafi þessi dæmi ráðherrans verið þurrkuð út. Það sem mér sýnist skipta máli er afgangurinn af 18. greininni ‒ nefnilega skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá leyfið: „a. gripið verði til allra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum á ástand vatnshlots, b. ástæðurnar fyrir framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum vega þyngra vegna almannaheilla og/eða ávinningurinn fyrir heilsu og öryggi manna eða sjálfbæra þróun er meiri en ávinningur umhverfisins og samfélagsins af því að umhverfismarkmið náist, og c. tilganginum með framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum verður ekki með góðu móti náð með umhverfisvænni leiðum vegna tæknilegra erfiðleika eða óhóflegs kostnaðar.“ Liðir a og c eru fínir. En það er eðlilegt að staldra sérstaklega við b-liðinn. Þar stendur að ef það á að spilla fljóti, stöðuvatni eða öðru vatnshloti, þá þurfi að vera alveg ljóst að almannaheill vegi þyngra en þau spjöll sem áformuð eru. Og þá spyr maður: Hvar er aftur greinargerðin frá Landsvirkjun um að almannaheill réttlæti skaðann af Hvammsvirkjun? Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Mörður Árnason Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Sjá meira
Því er nú haldið fram að ákvæði í 14 ára gömlum lögum um stjórn vatnamála (36/2011) komi í veg fyrir allar nýjar virkjanir, brýr, hafnir, flóðgarða og svo framvegis. Það er vegna þess að umhverfisnefndin á þinginu breytti tilteknu ákvæði í lagafrumvarpinu ‒ og nú sé allt upp í loft ‒ og alveg sérstaklega Hvammsvirkjun, sem einmitt átti að bjarga heiminum. Ég veit það ekki. Best að bíða og gá hvað Hæstiréttur segir. En á meðan skil ég þetta svona: Í lögunum segir í 18. grein að leyfi til framkvæmda sem geta breytt vatnshloti (tækniorð um ,gerðir‘ eða ,einingar‘ vatns: lækur, fljót, stöðuvatn, grunnvatnsgeymir …) megi veita í ákveðnum tilvikum þegar ákveðin skilyrði eru fyrir hendi. Tilvikin eru orðuð svona (afsakið málflækjurnar): „nýjar breytingar, svo sem vegna mengunar eða í tengslum við loftslagsbreytingar, sem leiða til breytinga á vatnsgæðum, vistfræðilegum, vatnsformfræðilegum eða eðlisrænum eiginleikum yfirborðsvatnshlots eða á hæð grunnvatnshlots,“ eða „ný sjálfbær umsvif eða breytingar sem hafa í för með sér að yfirborðsvatnshlot fer úr mjög góðu ástandi í gott ástand.“ Eftir úrskurð héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmálinu halda menn sumsé að í þessum tilvikum felist ekki virkjun, brú eða höfn. Og nú þurfi að kalla strax á lögguna. Það er skrýtið ‒ vegna þess að í greinargerð flutningsmanns með frumvarpinu sem varð að þessum lögum, ráðherrans með ráðuneytið á bakvið sig, er sérstaklega bent á af hverju þær breytingar gætu stafað sem hér um ræðir: „Sem dæmi má nefna breytingar vegna vatnsaflsvirkjana, flóðavarna, vegagerðar eða gerðar siglingavega.“ Ég er auðvitað bara málfræðingur, en sé ekki að með minniháttar lagfæringum í umhverfisnefnd, sem alþingi síðan samþykkti samhljóða, hafi þessi dæmi ráðherrans verið þurrkuð út. Það sem mér sýnist skipta máli er afgangurinn af 18. greininni ‒ nefnilega skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá leyfið: „a. gripið verði til allra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum á ástand vatnshlots, b. ástæðurnar fyrir framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum vega þyngra vegna almannaheilla og/eða ávinningurinn fyrir heilsu og öryggi manna eða sjálfbæra þróun er meiri en ávinningur umhverfisins og samfélagsins af því að umhverfismarkmið náist, og c. tilganginum með framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum verður ekki með góðu móti náð með umhverfisvænni leiðum vegna tæknilegra erfiðleika eða óhóflegs kostnaðar.“ Liðir a og c eru fínir. En það er eðlilegt að staldra sérstaklega við b-liðinn. Þar stendur að ef það á að spilla fljóti, stöðuvatni eða öðru vatnshloti, þá þurfi að vera alveg ljóst að almannaheill vegi þyngra en þau spjöll sem áformuð eru. Og þá spyr maður: Hvar er aftur greinargerðin frá Landsvirkjun um að almannaheill réttlæti skaðann af Hvammsvirkjun? Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun