Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2025 14:22 Maðurinn réðst að drengnum á ótilgreindum veitingastað í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast að barni á veitingastað í Mosfellsbæ. Hann hélt því fram fyrir dómi að milda ætti refsingu hans vegna þess að barnið hafi átt upptök að átökunum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á mánudag, segir að maðurinn hafi tekið í hnakka drengs, ýtt honum áfram og gengið nokkur skref með hann í því taki og í kjölfarið eftir að drengurinn náði að losa sig tekið hann hálstaki, hrist hann til og öskrað á hann. Af þessu hafi drengurinn hlotið yfirborðsáverka á hálsi og maðurinn hafi sýnt honum vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust samkvæmt ákæru og krafist þess að honum yrði ekki gerð refsins, til vara að hann yrði einungis dæmdur til greiðslu sektar en til þrautavara að hann yrði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa. Þá hafi hann játað bótaskyldu en krafist þess að bótakrafa sem móðir drengsins lagði fram fyrir hans hönd, upp á eina milljón króna, yrði lækkuð. Drengurinn var með læti Við ákvörðun refsingar hafi dómurinn litið til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þrátt fyrir að af málsgögnum yrði ráðið að drengurinn hafi verið með læti áður en maðurinn veittist að honum, væru ekki skilyrði til að líta til ákvæðis almennra hegningarlaga, sem maðurinn vísaði til, við ákvörðun refsingar. Ákvæðið mælir fyrir um að refsingu megi færa niður úr lágmarki þegar maður hefur framið brot í mikilli reiði eða geðæsingu, sem sá, er fyrir brotinu verður, hefur vakið hjá honum með ólögmætri árás eða stórfelldri móðgun. Refsing mannsins væri því hæfilega ákveðin þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá skyldi hann greiða móður drengins 250 þúsund krónur og 150 þúsund krónur í málskostnað. Þá greiði maðurinn allan sakarkostnað, rétt tæplega hálfa milljón króna. Mosfellsbær Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á mánudag, segir að maðurinn hafi tekið í hnakka drengs, ýtt honum áfram og gengið nokkur skref með hann í því taki og í kjölfarið eftir að drengurinn náði að losa sig tekið hann hálstaki, hrist hann til og öskrað á hann. Af þessu hafi drengurinn hlotið yfirborðsáverka á hálsi og maðurinn hafi sýnt honum vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust samkvæmt ákæru og krafist þess að honum yrði ekki gerð refsins, til vara að hann yrði einungis dæmdur til greiðslu sektar en til þrautavara að hann yrði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa. Þá hafi hann játað bótaskyldu en krafist þess að bótakrafa sem móðir drengsins lagði fram fyrir hans hönd, upp á eina milljón króna, yrði lækkuð. Drengurinn var með læti Við ákvörðun refsingar hafi dómurinn litið til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þrátt fyrir að af málsgögnum yrði ráðið að drengurinn hafi verið með læti áður en maðurinn veittist að honum, væru ekki skilyrði til að líta til ákvæðis almennra hegningarlaga, sem maðurinn vísaði til, við ákvörðun refsingar. Ákvæðið mælir fyrir um að refsingu megi færa niður úr lágmarki þegar maður hefur framið brot í mikilli reiði eða geðæsingu, sem sá, er fyrir brotinu verður, hefur vakið hjá honum með ólögmætri árás eða stórfelldri móðgun. Refsing mannsins væri því hæfilega ákveðin þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá skyldi hann greiða móður drengins 250 þúsund krónur og 150 þúsund krónur í málskostnað. Þá greiði maðurinn allan sakarkostnað, rétt tæplega hálfa milljón króna.
Mosfellsbær Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira