Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2025 14:22 Maðurinn réðst að drengnum á ótilgreindum veitingastað í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast að barni á veitingastað í Mosfellsbæ. Hann hélt því fram fyrir dómi að milda ætti refsingu hans vegna þess að barnið hafi átt upptök að átökunum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á mánudag, segir að maðurinn hafi tekið í hnakka drengs, ýtt honum áfram og gengið nokkur skref með hann í því taki og í kjölfarið eftir að drengurinn náði að losa sig tekið hann hálstaki, hrist hann til og öskrað á hann. Af þessu hafi drengurinn hlotið yfirborðsáverka á hálsi og maðurinn hafi sýnt honum vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust samkvæmt ákæru og krafist þess að honum yrði ekki gerð refsins, til vara að hann yrði einungis dæmdur til greiðslu sektar en til þrautavara að hann yrði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa. Þá hafi hann játað bótaskyldu en krafist þess að bótakrafa sem móðir drengsins lagði fram fyrir hans hönd, upp á eina milljón króna, yrði lækkuð. Drengurinn var með læti Við ákvörðun refsingar hafi dómurinn litið til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þrátt fyrir að af málsgögnum yrði ráðið að drengurinn hafi verið með læti áður en maðurinn veittist að honum, væru ekki skilyrði til að líta til ákvæðis almennra hegningarlaga, sem maðurinn vísaði til, við ákvörðun refsingar. Ákvæðið mælir fyrir um að refsingu megi færa niður úr lágmarki þegar maður hefur framið brot í mikilli reiði eða geðæsingu, sem sá, er fyrir brotinu verður, hefur vakið hjá honum með ólögmætri árás eða stórfelldri móðgun. Refsing mannsins væri því hæfilega ákveðin þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá skyldi hann greiða móður drengins 250 þúsund krónur og 150 þúsund krónur í málskostnað. Þá greiði maðurinn allan sakarkostnað, rétt tæplega hálfa milljón króna. Mosfellsbær Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á mánudag, segir að maðurinn hafi tekið í hnakka drengs, ýtt honum áfram og gengið nokkur skref með hann í því taki og í kjölfarið eftir að drengurinn náði að losa sig tekið hann hálstaki, hrist hann til og öskrað á hann. Af þessu hafi drengurinn hlotið yfirborðsáverka á hálsi og maðurinn hafi sýnt honum vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust samkvæmt ákæru og krafist þess að honum yrði ekki gerð refsins, til vara að hann yrði einungis dæmdur til greiðslu sektar en til þrautavara að hann yrði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa. Þá hafi hann játað bótaskyldu en krafist þess að bótakrafa sem móðir drengsins lagði fram fyrir hans hönd, upp á eina milljón króna, yrði lækkuð. Drengurinn var með læti Við ákvörðun refsingar hafi dómurinn litið til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þrátt fyrir að af málsgögnum yrði ráðið að drengurinn hafi verið með læti áður en maðurinn veittist að honum, væru ekki skilyrði til að líta til ákvæðis almennra hegningarlaga, sem maðurinn vísaði til, við ákvörðun refsingar. Ákvæðið mælir fyrir um að refsingu megi færa niður úr lágmarki þegar maður hefur framið brot í mikilli reiði eða geðæsingu, sem sá, er fyrir brotinu verður, hefur vakið hjá honum með ólögmætri árás eða stórfelldri móðgun. Refsing mannsins væri því hæfilega ákveðin þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá skyldi hann greiða móður drengins 250 þúsund krónur og 150 þúsund krónur í málskostnað. Þá greiði maðurinn allan sakarkostnað, rétt tæplega hálfa milljón króna.
Mosfellsbær Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira