Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar 18. janúar 2025 15:01 Heimurinn er á heljarþröm - eins og alltaf. „Tímar eru slæmir. Börn hlýða ekki lengur foreldrum sínum og allir vilja skrifa bók.“ Þessi orð eru oft eignuð Marcus Tullius Cicero (106–43 f.Kr.), þótt uppruni þeirra sé óljós. Engu að síður endurspegla þau fornar og almennar hugmyndir um að heimurinn sé sífellt á barmi glötunar: „Heimur versnandi fer.“Hver kannast ekki við það? Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari svartsýni, enda þarf ekki annað en að líta á eigin sögu til að skilja hvers vegna hún er svo lífseig. Hún gegnsýrir samfélagið og þjóðfélagsumræðu og hefur vond og ætandi áhrif. Hafís og jarðeldar, saga og seigla: Allt frá því að land byggðist á 9. öld hefur náttúran verið Íslendingum krefjandi. Þótt veðrátta ku hafi verið eitthvað mildari við landnám hefur kuldi, stutt sumur og einangrun verið þjóðinni stöðug áskorun. Í aldanna rás hefur þjóðin staðið andspænis hafís, eldgosum og búsifjum. Eitt helsta dæmið eru Skaftáreldar, gosið í Lakagígum 1783–1784. Gosið olli mikilli hungursneyð og óáran og fækkaði landsmönnum þá um allt að fjórðung. Flest samfélög með svo fáa íbúa eins og Ísland þá hefðu getað hrunið endanlega, en við sýndum útsjónarsemi, dugnað, djörfung og dug sem erfitt er að skilja í dag svo hér erum við enn. Eldgos voru þó ekki eina ógnin. Drepsóttir herjuðu einnig á landsmenn. Svarti dauði barst hingað á 15. öld, felldi fjölda manns og margar jarðir fóru í eyði. En eftir hverja raun reis samfélagið upp á ný, knúið áfram af óbilandi bjargræði og harðfengi sem enn er hluti af þjóðarsálinni. Forn ógn á heimsvísu: Þetta er gömul saga og ný í mannkynssögunni. Fyrir um 70.000 árum kann stórgos, ef til vill í Tóba-vatni í núverandi Indónesíu, að hafa fækkað mannkyninu niður í 1-2 þúsund einstaklinga og lítinn hóp frjórra kvenna af þeim sökum sem eru þannig formæður alls mannkyns. Þetta var allt og sumt og við öll afkomendur þessa litla hóps. Heimurinn allur, hvert og eitt okkar. Hafa ber þó í huga að þetta er tilgáta sem vísindamenn rannsaka enn þá. En erfðarannsóknir sýna að mannkyn fór í gegnum þröngan „flöskuháls“ sem gerði næstum út af við okkur. Við Íslendingar fórum í gegnum svipaðar þrengingar sökum náttúruhamfara og farsótta. Þjóðin núna eru afkomendur þeirra sem lifðu og við þess vegna öll náskyld innbyrðis (allir tengdir ca. í 8. lið). Á liðnum árþúsundum hafa heilu menningarheimarnir risið og hnigið um víða veröld. Mínóamenn á Krít (ca. 3000–1550 f.Kr.) voru eitt sinn í miklum blóma en hurfu svo vegna samspils náttúruhamfara og innrása um 1100 f.Kr. Menning þeirra er nú aðeins varðveitt í fornminjum. Þá hafa styrjaldir margoft gereytt heilu samfélögunum, þar sem fjöldi fólks var annaðhvort þrælkaður eða felldur. Aðeins brotabrot af örlagasögu mannkyns hefur varðveist í heimildum þótt vísinda- og fræðimenn vinni hörðum höndum að því að svipta hulunni af þessum leyndardómi. Með hliðsjón af þessu er því undravert að mannkynið skuli enn þrauka. Við höfum ítrekað komist nálægt tortímingu, en alltaf samt náð að rétta úr kútnum með afgerandi hætti. En hvers vegna núum við núna saman lófum í angist og teljum okkur hafa rökstuddan grun um að allt sé að fara til helvítis? Er heimur á heljarslóð? Samfélagsmiðlar og fréttamiðlar hafa stóraukið umfjöllun og hraðað útbreiðslu upplýsinga. Hvar sem óáran dynur yfir, jarðskjálfti, flóð eða ófriðarbál, þá berast tíðindin á örskotsstundu um allan heim. Í þróunarfræðilegu ljósi erum við útbúin „neikvæðnishneigð“ til að tryggja skjót viðbrögð við yfirvofandi hættu; áður var slík eðlishvöt af hinu góða, en núna vinnur hún gegn geðheilsu okkar með linnulausum hamfarafréttum sem hafa enga skírskotun til raunverulegrar eða afgerandi ógnar sem steðjar að okkur hér og nú. Frá víðara sjónarhorni lítur myndin samt öðruvísi út. Steven Pinker (f. 1954) bendir á í bókum eins og Enlightenment Nowað ofbeldi hafi dregist saman, lífslíkur hækkað og læsi aukist verulega undanfarnar margar aldir. Ray Kurzweil (f. 1948) sýnir fram á hvernig tækni þróast með veldishraða og að gervigreind geti brátt kollvarpað heilbrigðiskerfi, menntun og fleiru og skapað tækifæri sem við áttum erfitt með að sjá fyrir okkur áður. Áhrif fyrri stóráfalla staðfesta þessa seiglu enn frekar. Svarti dauði á 14. öld drap tugmilljónir manna, sums staðar meirihluta íbúa, og var líkt við heimsendi. Samt risu samfélögin upp á ný en þó í breyttri mynd þar sem samfélagsskipan og efnahagslíf hafði riðlast með tilheyrandi breytingum. Færð hafa verið rök að þær hafi stuðlað að endurreisninni. Nær okkur í tíma er spænska veikin frá 1918–1920 sem lagði þriðjung jarðarbúa í kör og drap allt að 50 milljónir. Sú ógn og áskorun hreyfði við vísindaþekkingu og leiddi til bóluefnaþróunar og alþjóðlegrar samvinnu í heilbrigðismálum. Það sama má segja um fæðuskort en fyrir aðeins fáum kynslóðum var meirihluti mannkyns upptekinn af því hvort nægur matur væri til. Lífið á Íslandi snérist að mestu um að eiga fyrir salti í grautinn langt fram eftir síðustu öld. Í dag glíma þó mörg lönd við ofgnótt og ofneyslu með tilheyrandi menningarsjúkdómum. Er umhverfið ógnin nútímans? Loftslagsbreytingar eru auðvitað alvarlegt mál með tilheyrandi áhrifum á samfélög og fæðukeðjuna, en loftslagið hefur aldrei staðið í stað. Ísaldir, hlýskeið og náttúruhamfarir hafa margoft reynt á getu mannsins til að laga sig að breyttum aðstæðum og hingað til höfum við staðið uppi sem sigurvegarar. Í dag höfum við fleiri tæki og tól en nokkru sinni fyrr, frá endurnýjanlegri orku til gervigreindarlausna. Vissulega krefst ástandið áfram mikillar athygli, aðlögunar og samvinnu, en fortíðin sýnir að hæfni okkar til að brydda upp á nýjungum og aðlaga okkur að breyttum lífsháttum er einstök. Eða eins og Churchill (1874-1965) orðaði það: „Því lengra sem við getum rýnt til baka í blámóðu sögunnar því lengra getum við séð fram á við.“ Öxlum ábyrgð á framtíðinni: Það er fjölmargt sem við getum gert til að læra af sögu mannkyns um seiglu og sjálfsbjargarviðleitni og yfirfært á samtíð okkar og næstu framtíð sem vitsmunir okkar geta haft áhrif á. Brian Tracy (f. 1944) sagði: „Það sem er okkur efst í huga ákvarðar hver við verðum.“ Það að sökkva sér niður í ótta, svartagallsraus og hörmungaspár getur leitt til vonleysis, angistar og nagandi kvíða. Í stað þess er hollara að líta upp úr svartnættinu og leita nýrra lausna sem glæða væntingar, von og velfarnað. Við getum valið að hlúa að fjölbreytilegu frétta- og fræðsluvali, þar sem jákvæðar fréttir og vísindalegar framfarir haldast í hendur við raunsæja greiningu á áskorunum. Við getum líka valið að fagna tilkomu gervigreindar og annars konar hátækni sem tækifæri fremur en ógn. Auðvitað er ekki verið að fegra hinar hörðu aðstæður sem þjóðir hafa staðið frammi fyrir, heldur fyrst og fremst að minna á að mannkynið er ótrúlega úrræðasamt og lífseigt. Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti (1882–1945) sagði í fyrstu innsetningarræðu sinni á upphafsárum kreppunnar miklu: „Það eina sem við þurfum að óttast er óttinn sjálfur.“ Jafnvel þegar atvinnuleysi reið húsum, bankar hrundu og vonleysi ríkti, framkallaði hann kjark í hjörtum fólks sem lagði horsteininn að víðtækum umbótum og endurreisn. Af hverju skiptir bjartsýni máli? Ef forfeður okkar — sem mættu eldgosum, drepsóttum, sulti og seyru — hefðu gefist upp, værum við ekki hér í dag. Sú staðreynd undirstrikar mikilvægi seiglu og úrræðasemi hvað sem tautar og raular. Hinn valkosturinn er að leggjast í kör og geispa golunni. Meðan við drögum andann eigum við von og með henni eru allir vegir færir. William Ernest Henley (1849–1903) orðaði það skáldlega að við værum „herrar örlaga okkar“ og „skipstjórar sálna okkar.“ Heimurinn virðist oft á leið til helvítis og hefur verið það í gegnum alla mannkynssöguna, en hér erum við ennþá. Sagan sýnir að við eigum sjálf val um hvort við látum svartagallsraus og dómsdagsspár afvegaleiða okkur eða hvort við stöndum keik án þess að hvika. Sjálfur Churchill orðaði það svona: „Framtíðin er okkur hulin en fortíðin ætti að veita okkur von.“ Blásum lífi í þá glóð. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 37 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Heimurinn er á heljarþröm - eins og alltaf. „Tímar eru slæmir. Börn hlýða ekki lengur foreldrum sínum og allir vilja skrifa bók.“ Þessi orð eru oft eignuð Marcus Tullius Cicero (106–43 f.Kr.), þótt uppruni þeirra sé óljós. Engu að síður endurspegla þau fornar og almennar hugmyndir um að heimurinn sé sífellt á barmi glötunar: „Heimur versnandi fer.“Hver kannast ekki við það? Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari svartsýni, enda þarf ekki annað en að líta á eigin sögu til að skilja hvers vegna hún er svo lífseig. Hún gegnsýrir samfélagið og þjóðfélagsumræðu og hefur vond og ætandi áhrif. Hafís og jarðeldar, saga og seigla: Allt frá því að land byggðist á 9. öld hefur náttúran verið Íslendingum krefjandi. Þótt veðrátta ku hafi verið eitthvað mildari við landnám hefur kuldi, stutt sumur og einangrun verið þjóðinni stöðug áskorun. Í aldanna rás hefur þjóðin staðið andspænis hafís, eldgosum og búsifjum. Eitt helsta dæmið eru Skaftáreldar, gosið í Lakagígum 1783–1784. Gosið olli mikilli hungursneyð og óáran og fækkaði landsmönnum þá um allt að fjórðung. Flest samfélög með svo fáa íbúa eins og Ísland þá hefðu getað hrunið endanlega, en við sýndum útsjónarsemi, dugnað, djörfung og dug sem erfitt er að skilja í dag svo hér erum við enn. Eldgos voru þó ekki eina ógnin. Drepsóttir herjuðu einnig á landsmenn. Svarti dauði barst hingað á 15. öld, felldi fjölda manns og margar jarðir fóru í eyði. En eftir hverja raun reis samfélagið upp á ný, knúið áfram af óbilandi bjargræði og harðfengi sem enn er hluti af þjóðarsálinni. Forn ógn á heimsvísu: Þetta er gömul saga og ný í mannkynssögunni. Fyrir um 70.000 árum kann stórgos, ef til vill í Tóba-vatni í núverandi Indónesíu, að hafa fækkað mannkyninu niður í 1-2 þúsund einstaklinga og lítinn hóp frjórra kvenna af þeim sökum sem eru þannig formæður alls mannkyns. Þetta var allt og sumt og við öll afkomendur þessa litla hóps. Heimurinn allur, hvert og eitt okkar. Hafa ber þó í huga að þetta er tilgáta sem vísindamenn rannsaka enn þá. En erfðarannsóknir sýna að mannkyn fór í gegnum þröngan „flöskuháls“ sem gerði næstum út af við okkur. Við Íslendingar fórum í gegnum svipaðar þrengingar sökum náttúruhamfara og farsótta. Þjóðin núna eru afkomendur þeirra sem lifðu og við þess vegna öll náskyld innbyrðis (allir tengdir ca. í 8. lið). Á liðnum árþúsundum hafa heilu menningarheimarnir risið og hnigið um víða veröld. Mínóamenn á Krít (ca. 3000–1550 f.Kr.) voru eitt sinn í miklum blóma en hurfu svo vegna samspils náttúruhamfara og innrása um 1100 f.Kr. Menning þeirra er nú aðeins varðveitt í fornminjum. Þá hafa styrjaldir margoft gereytt heilu samfélögunum, þar sem fjöldi fólks var annaðhvort þrælkaður eða felldur. Aðeins brotabrot af örlagasögu mannkyns hefur varðveist í heimildum þótt vísinda- og fræðimenn vinni hörðum höndum að því að svipta hulunni af þessum leyndardómi. Með hliðsjón af þessu er því undravert að mannkynið skuli enn þrauka. Við höfum ítrekað komist nálægt tortímingu, en alltaf samt náð að rétta úr kútnum með afgerandi hætti. En hvers vegna núum við núna saman lófum í angist og teljum okkur hafa rökstuddan grun um að allt sé að fara til helvítis? Er heimur á heljarslóð? Samfélagsmiðlar og fréttamiðlar hafa stóraukið umfjöllun og hraðað útbreiðslu upplýsinga. Hvar sem óáran dynur yfir, jarðskjálfti, flóð eða ófriðarbál, þá berast tíðindin á örskotsstundu um allan heim. Í þróunarfræðilegu ljósi erum við útbúin „neikvæðnishneigð“ til að tryggja skjót viðbrögð við yfirvofandi hættu; áður var slík eðlishvöt af hinu góða, en núna vinnur hún gegn geðheilsu okkar með linnulausum hamfarafréttum sem hafa enga skírskotun til raunverulegrar eða afgerandi ógnar sem steðjar að okkur hér og nú. Frá víðara sjónarhorni lítur myndin samt öðruvísi út. Steven Pinker (f. 1954) bendir á í bókum eins og Enlightenment Nowað ofbeldi hafi dregist saman, lífslíkur hækkað og læsi aukist verulega undanfarnar margar aldir. Ray Kurzweil (f. 1948) sýnir fram á hvernig tækni þróast með veldishraða og að gervigreind geti brátt kollvarpað heilbrigðiskerfi, menntun og fleiru og skapað tækifæri sem við áttum erfitt með að sjá fyrir okkur áður. Áhrif fyrri stóráfalla staðfesta þessa seiglu enn frekar. Svarti dauði á 14. öld drap tugmilljónir manna, sums staðar meirihluta íbúa, og var líkt við heimsendi. Samt risu samfélögin upp á ný en þó í breyttri mynd þar sem samfélagsskipan og efnahagslíf hafði riðlast með tilheyrandi breytingum. Færð hafa verið rök að þær hafi stuðlað að endurreisninni. Nær okkur í tíma er spænska veikin frá 1918–1920 sem lagði þriðjung jarðarbúa í kör og drap allt að 50 milljónir. Sú ógn og áskorun hreyfði við vísindaþekkingu og leiddi til bóluefnaþróunar og alþjóðlegrar samvinnu í heilbrigðismálum. Það sama má segja um fæðuskort en fyrir aðeins fáum kynslóðum var meirihluti mannkyns upptekinn af því hvort nægur matur væri til. Lífið á Íslandi snérist að mestu um að eiga fyrir salti í grautinn langt fram eftir síðustu öld. Í dag glíma þó mörg lönd við ofgnótt og ofneyslu með tilheyrandi menningarsjúkdómum. Er umhverfið ógnin nútímans? Loftslagsbreytingar eru auðvitað alvarlegt mál með tilheyrandi áhrifum á samfélög og fæðukeðjuna, en loftslagið hefur aldrei staðið í stað. Ísaldir, hlýskeið og náttúruhamfarir hafa margoft reynt á getu mannsins til að laga sig að breyttum aðstæðum og hingað til höfum við staðið uppi sem sigurvegarar. Í dag höfum við fleiri tæki og tól en nokkru sinni fyrr, frá endurnýjanlegri orku til gervigreindarlausna. Vissulega krefst ástandið áfram mikillar athygli, aðlögunar og samvinnu, en fortíðin sýnir að hæfni okkar til að brydda upp á nýjungum og aðlaga okkur að breyttum lífsháttum er einstök. Eða eins og Churchill (1874-1965) orðaði það: „Því lengra sem við getum rýnt til baka í blámóðu sögunnar því lengra getum við séð fram á við.“ Öxlum ábyrgð á framtíðinni: Það er fjölmargt sem við getum gert til að læra af sögu mannkyns um seiglu og sjálfsbjargarviðleitni og yfirfært á samtíð okkar og næstu framtíð sem vitsmunir okkar geta haft áhrif á. Brian Tracy (f. 1944) sagði: „Það sem er okkur efst í huga ákvarðar hver við verðum.“ Það að sökkva sér niður í ótta, svartagallsraus og hörmungaspár getur leitt til vonleysis, angistar og nagandi kvíða. Í stað þess er hollara að líta upp úr svartnættinu og leita nýrra lausna sem glæða væntingar, von og velfarnað. Við getum valið að hlúa að fjölbreytilegu frétta- og fræðsluvali, þar sem jákvæðar fréttir og vísindalegar framfarir haldast í hendur við raunsæja greiningu á áskorunum. Við getum líka valið að fagna tilkomu gervigreindar og annars konar hátækni sem tækifæri fremur en ógn. Auðvitað er ekki verið að fegra hinar hörðu aðstæður sem þjóðir hafa staðið frammi fyrir, heldur fyrst og fremst að minna á að mannkynið er ótrúlega úrræðasamt og lífseigt. Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti (1882–1945) sagði í fyrstu innsetningarræðu sinni á upphafsárum kreppunnar miklu: „Það eina sem við þurfum að óttast er óttinn sjálfur.“ Jafnvel þegar atvinnuleysi reið húsum, bankar hrundu og vonleysi ríkti, framkallaði hann kjark í hjörtum fólks sem lagði horsteininn að víðtækum umbótum og endurreisn. Af hverju skiptir bjartsýni máli? Ef forfeður okkar — sem mættu eldgosum, drepsóttum, sulti og seyru — hefðu gefist upp, værum við ekki hér í dag. Sú staðreynd undirstrikar mikilvægi seiglu og úrræðasemi hvað sem tautar og raular. Hinn valkosturinn er að leggjast í kör og geispa golunni. Meðan við drögum andann eigum við von og með henni eru allir vegir færir. William Ernest Henley (1849–1903) orðaði það skáldlega að við værum „herrar örlaga okkar“ og „skipstjórar sálna okkar.“ Heimurinn virðist oft á leið til helvítis og hefur verið það í gegnum alla mannkynssöguna, en hér erum við ennþá. Sagan sýnir að við eigum sjálf val um hvort við látum svartagallsraus og dómsdagsspár afvegaleiða okkur eða hvort við stöndum keik án þess að hvika. Sjálfur Churchill orðaði það svona: „Framtíðin er okkur hulin en fortíðin ætti að veita okkur von.“ Blásum lífi í þá glóð. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 37 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar