Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2025 14:02 Frá fundi öryggisráðs Ísrael í dag. AP/Koby Gideon Öryggisráð Ísrael hefur lagt til að ríkisstjórn og þing ríkisins samþykki vopnahléstillögu í átökum Ísraela við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Ríkisstjórnin tekur tillöguna næst fyrir og er vonast til þess að vopnahléið taki gildi á sunndag og yrði fyrstu gíslum Hamas sleppt þá. Itamar Ben Gvir, íhaldssamur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, kallaði eftir því að samkomulaginu yrði hafnað af ríkisstjórninni. Vísaði hann til þess að Ísraelar myndu sleppa fjölda palestínskra fanga úr haldi vegna samkomulagsins. „Allir vita að þessir hryðjuverkamenn munu reyna að skaða okkur aftur, reyna að drepa aftur,“ sagði hann. Gvir viðurkenndi á dögunum að hafa ítrekað komið í veg fyrir samþykkt vopnahlés í fyrra með því að hóta því að slíta ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Í gær ítrekaði hann að hann myndi draga flokk sinn úr stjórnarsamstarfinu en fleiri flokkar hafa bæst við það og getur Gvir því ekki slitið stjórnarsamstarfinu einn síns liðs. Sjá einnig: Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Þess vegna hefur hann kallað eftir því að aðrir íhaldssamir meðlimir ríkisstjórnarinnar fari með honum. „Ég biðla til vina minna í Líkúd og Trúarlegum síonístum, þetta er ekki of seint. Við höfum enn ríkisstjórnarfundinn, við getum enn stöðvað þetta samkomulag. Gangið til liðs við mig, við getum stöðvað það,“ sagði Gvir í ávarpi, samkvæmt frétt Times of Israel. Frestuðu og flýttu svo fundi Til stóð að halda ríkisstjórnarfund um samkomulagið í gær en þeim fundi var frestað til laugardags vegna þess að Bezalel Smotrich, leiðtogi Trúarlegs síonístaflokks Ísrael, hótaði því að draga flokk sinn úr ríkisstjórninni. Smotrich hefur sagt að hann muni ekki veita samkomulaginu samþykkt sína en hann er sagður ætla að halda áfram í ríkisstjórn. Þrátt fyrir það er búist við því að samkomulagið verði samþykkt á ríkisstjórnarfundinum og var fundinum flýtt svo frelsun gísla Hamas myndi ekki tefjast, samkvæmt frétt Kan í Ísrael. Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fimmtíu Palestínumönnum. Á meðan á fyrsta fasanum stendur eiga að fara fram frekari viðræður um að sleppa þeim 65 gíslum sem enn eru í haldi Hamas-liða en að minnsta kosti 36 þeirra eru taldir látnir. Sjá einnig: Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Verði samkomulagið samþykkt af ríkisstjórninni mun Hæstiréttur Ísrael þurfa að taka fyrir mótmæli gegn samkomulaginu en búist er við því að það muni ekki stranda þar. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47 Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. 16. janúar 2025 21:26 Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25 Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Samningamenn Hamas-samtakanna eru sagðir hafa samþykkt drög að samkomulagi um vopnahlé á Gasaströndinni í skiptum fyrir það að fjölda gísla verði sleppt úr haldi samtakanna. Samkomulagið myndi koma á friði yfir nokkurra vikna tímabil. 14. janúar 2025 15:50 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Itamar Ben Gvir, íhaldssamur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, kallaði eftir því að samkomulaginu yrði hafnað af ríkisstjórninni. Vísaði hann til þess að Ísraelar myndu sleppa fjölda palestínskra fanga úr haldi vegna samkomulagsins. „Allir vita að þessir hryðjuverkamenn munu reyna að skaða okkur aftur, reyna að drepa aftur,“ sagði hann. Gvir viðurkenndi á dögunum að hafa ítrekað komið í veg fyrir samþykkt vopnahlés í fyrra með því að hóta því að slíta ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Í gær ítrekaði hann að hann myndi draga flokk sinn úr stjórnarsamstarfinu en fleiri flokkar hafa bæst við það og getur Gvir því ekki slitið stjórnarsamstarfinu einn síns liðs. Sjá einnig: Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Þess vegna hefur hann kallað eftir því að aðrir íhaldssamir meðlimir ríkisstjórnarinnar fari með honum. „Ég biðla til vina minna í Líkúd og Trúarlegum síonístum, þetta er ekki of seint. Við höfum enn ríkisstjórnarfundinn, við getum enn stöðvað þetta samkomulag. Gangið til liðs við mig, við getum stöðvað það,“ sagði Gvir í ávarpi, samkvæmt frétt Times of Israel. Frestuðu og flýttu svo fundi Til stóð að halda ríkisstjórnarfund um samkomulagið í gær en þeim fundi var frestað til laugardags vegna þess að Bezalel Smotrich, leiðtogi Trúarlegs síonístaflokks Ísrael, hótaði því að draga flokk sinn úr ríkisstjórninni. Smotrich hefur sagt að hann muni ekki veita samkomulaginu samþykkt sína en hann er sagður ætla að halda áfram í ríkisstjórn. Þrátt fyrir það er búist við því að samkomulagið verði samþykkt á ríkisstjórnarfundinum og var fundinum flýtt svo frelsun gísla Hamas myndi ekki tefjast, samkvæmt frétt Kan í Ísrael. Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fimmtíu Palestínumönnum. Á meðan á fyrsta fasanum stendur eiga að fara fram frekari viðræður um að sleppa þeim 65 gíslum sem enn eru í haldi Hamas-liða en að minnsta kosti 36 þeirra eru taldir látnir. Sjá einnig: Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Verði samkomulagið samþykkt af ríkisstjórninni mun Hæstiréttur Ísrael þurfa að taka fyrir mótmæli gegn samkomulaginu en búist er við því að það muni ekki stranda þar.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47 Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. 16. janúar 2025 21:26 Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25 Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Samningamenn Hamas-samtakanna eru sagðir hafa samþykkt drög að samkomulagi um vopnahlé á Gasaströndinni í skiptum fyrir það að fjölda gísla verði sleppt úr haldi samtakanna. Samkomulagið myndi koma á friði yfir nokkurra vikna tímabil. 14. janúar 2025 15:50 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47
Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. 16. janúar 2025 21:26
Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25
Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Samningamenn Hamas-samtakanna eru sagðir hafa samþykkt drög að samkomulagi um vopnahlé á Gasaströndinni í skiptum fyrir það að fjölda gísla verði sleppt úr haldi samtakanna. Samkomulagið myndi koma á friði yfir nokkurra vikna tímabil. 14. janúar 2025 15:50