Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar 17. janúar 2025 12:32 Líf og lifnaðarhættir mannfólksins í samfélagi sem byggir á samúð og samkennd ætti ekki að leiða af sér ótta né þjáningu annarra. Þetta er í grunninn afar einföld heimssýn. Því miður er fjarri því að hún náist eins og staðan í dag því lifnaðarhættir okkar vestrænna þjóða, velmegun okkar og neysla, leiðir til mikilla þjáningar og ótta sumra dýra. Í þágu neyslusamfélagsins höfum við skapað aðstæður fyrir dýr sem með engu móti geta talist eðlilegar. Ekki er langt síðan þessum aðstæðum var lýst sem dystópískri framtíðarsýn en er núna orðin að veruleika, sbr það sem kom fram í bókinni „Þegar dýr verða að vélum” (norsk. Når dyr bliver til maskiner) og kom út árið 1956. Þar viðra dýralæknar og bændur áhyggjur sínar af því að það geti í framtíðinni orðið til hópur fólks sem sé fullkomlega aftengdur við þarfir dýra og uppruna dýraafurða. Þær áhyggjur hafa sannarlega raungerst í dag. Ónáttúrulegar aðstæður Milljónir dýra um allan heima búa við óviðunandi aðstæður, í verksmiðjum (e. feedlot stations), þar sem þau eiga engan kost á því að sinna sínu náttúrulegu atferli. Oft mega þessi dýr þola þjáningu vegna krafna um mikinn vaxtarhraða. Aðstæður þeirra geta verið stöðugur hávaði, heilsuspillandi ólykt sökum þéttleika og uppgufun frá saur og þvagi, þola árásir annarra dýra þar sem þéttleiki spilar inn í, eru þvinguð til að liggja, þvinguð til að standa kyrr. Svona mætti telja endalausar aðstæður dýra sem haldin eru til þess að fæða okkur og klæða eða til að gleðja okkur í leik og starfi. Dýr eru einstaklingar með sitt eigið þróaða tilfinningalíf og samskiptamynstur innan sinnar tegundar. Þetta vitum við og þekkjum öll sem höfum átt einhverja tengingu við dýr. Þess vegna getum ekki, við sem þekkjum til þarfa dýra, haldið áfram á þeirri braut að hámarka hamingju og velferð okkar á kostnað þjáningar þeirra. Samfélag manna verður að hefja þá vegferð að skoða velferð okkar út frá því hvernig við veljum að koma fram við dýr. Við verðum að líta til framleiðslukerfa sem dýr mega búa við í dag, efla fræðslu og auka gagnsæi um aðstæður dýra til gagns fyrir framleiðendur og neytendur, vera saman á vegferð fræðslu og endurbóta. Líf án þjáningar Það getur ekki verið ósanngjörn krafa að öll dýr fái notið þeirra grunnlífsgæða að lifa lífi þar sem þau eru laus við þjáningu og ótta og geti sinnt sínu náttúrulegu atferli. Í þessu liggur hvatning til allra er fara fyrir dýrahaldi efla velferð dýra sinna, en jafnframt felur þetta í sér ákall til neytenda að hvetja til þeirra breytinga. Allt snýst þetta um hið sjálfsagða markmið að ekkert dýr eigi að þjást. Höfundur er stjórnarmaður Dýraverndarsambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Líf og lifnaðarhættir mannfólksins í samfélagi sem byggir á samúð og samkennd ætti ekki að leiða af sér ótta né þjáningu annarra. Þetta er í grunninn afar einföld heimssýn. Því miður er fjarri því að hún náist eins og staðan í dag því lifnaðarhættir okkar vestrænna þjóða, velmegun okkar og neysla, leiðir til mikilla þjáningar og ótta sumra dýra. Í þágu neyslusamfélagsins höfum við skapað aðstæður fyrir dýr sem með engu móti geta talist eðlilegar. Ekki er langt síðan þessum aðstæðum var lýst sem dystópískri framtíðarsýn en er núna orðin að veruleika, sbr það sem kom fram í bókinni „Þegar dýr verða að vélum” (norsk. Når dyr bliver til maskiner) og kom út árið 1956. Þar viðra dýralæknar og bændur áhyggjur sínar af því að það geti í framtíðinni orðið til hópur fólks sem sé fullkomlega aftengdur við þarfir dýra og uppruna dýraafurða. Þær áhyggjur hafa sannarlega raungerst í dag. Ónáttúrulegar aðstæður Milljónir dýra um allan heima búa við óviðunandi aðstæður, í verksmiðjum (e. feedlot stations), þar sem þau eiga engan kost á því að sinna sínu náttúrulegu atferli. Oft mega þessi dýr þola þjáningu vegna krafna um mikinn vaxtarhraða. Aðstæður þeirra geta verið stöðugur hávaði, heilsuspillandi ólykt sökum þéttleika og uppgufun frá saur og þvagi, þola árásir annarra dýra þar sem þéttleiki spilar inn í, eru þvinguð til að liggja, þvinguð til að standa kyrr. Svona mætti telja endalausar aðstæður dýra sem haldin eru til þess að fæða okkur og klæða eða til að gleðja okkur í leik og starfi. Dýr eru einstaklingar með sitt eigið þróaða tilfinningalíf og samskiptamynstur innan sinnar tegundar. Þetta vitum við og þekkjum öll sem höfum átt einhverja tengingu við dýr. Þess vegna getum ekki, við sem þekkjum til þarfa dýra, haldið áfram á þeirri braut að hámarka hamingju og velferð okkar á kostnað þjáningar þeirra. Samfélag manna verður að hefja þá vegferð að skoða velferð okkar út frá því hvernig við veljum að koma fram við dýr. Við verðum að líta til framleiðslukerfa sem dýr mega búa við í dag, efla fræðslu og auka gagnsæi um aðstæður dýra til gagns fyrir framleiðendur og neytendur, vera saman á vegferð fræðslu og endurbóta. Líf án þjáningar Það getur ekki verið ósanngjörn krafa að öll dýr fái notið þeirra grunnlífsgæða að lifa lífi þar sem þau eru laus við þjáningu og ótta og geti sinnt sínu náttúrulegu atferli. Í þessu liggur hvatning til allra er fara fyrir dýrahaldi efla velferð dýra sinna, en jafnframt felur þetta í sér ákall til neytenda að hvetja til þeirra breytinga. Allt snýst þetta um hið sjálfsagða markmið að ekkert dýr eigi að þjást. Höfundur er stjórnarmaður Dýraverndarsambandi Íslands.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun