Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar 17. janúar 2025 12:32 Líf og lifnaðarhættir mannfólksins í samfélagi sem byggir á samúð og samkennd ætti ekki að leiða af sér ótta né þjáningu annarra. Þetta er í grunninn afar einföld heimssýn. Því miður er fjarri því að hún náist eins og staðan í dag því lifnaðarhættir okkar vestrænna þjóða, velmegun okkar og neysla, leiðir til mikilla þjáningar og ótta sumra dýra. Í þágu neyslusamfélagsins höfum við skapað aðstæður fyrir dýr sem með engu móti geta talist eðlilegar. Ekki er langt síðan þessum aðstæðum var lýst sem dystópískri framtíðarsýn en er núna orðin að veruleika, sbr það sem kom fram í bókinni „Þegar dýr verða að vélum” (norsk. Når dyr bliver til maskiner) og kom út árið 1956. Þar viðra dýralæknar og bændur áhyggjur sínar af því að það geti í framtíðinni orðið til hópur fólks sem sé fullkomlega aftengdur við þarfir dýra og uppruna dýraafurða. Þær áhyggjur hafa sannarlega raungerst í dag. Ónáttúrulegar aðstæður Milljónir dýra um allan heima búa við óviðunandi aðstæður, í verksmiðjum (e. feedlot stations), þar sem þau eiga engan kost á því að sinna sínu náttúrulegu atferli. Oft mega þessi dýr þola þjáningu vegna krafna um mikinn vaxtarhraða. Aðstæður þeirra geta verið stöðugur hávaði, heilsuspillandi ólykt sökum þéttleika og uppgufun frá saur og þvagi, þola árásir annarra dýra þar sem þéttleiki spilar inn í, eru þvinguð til að liggja, þvinguð til að standa kyrr. Svona mætti telja endalausar aðstæður dýra sem haldin eru til þess að fæða okkur og klæða eða til að gleðja okkur í leik og starfi. Dýr eru einstaklingar með sitt eigið þróaða tilfinningalíf og samskiptamynstur innan sinnar tegundar. Þetta vitum við og þekkjum öll sem höfum átt einhverja tengingu við dýr. Þess vegna getum ekki, við sem þekkjum til þarfa dýra, haldið áfram á þeirri braut að hámarka hamingju og velferð okkar á kostnað þjáningar þeirra. Samfélag manna verður að hefja þá vegferð að skoða velferð okkar út frá því hvernig við veljum að koma fram við dýr. Við verðum að líta til framleiðslukerfa sem dýr mega búa við í dag, efla fræðslu og auka gagnsæi um aðstæður dýra til gagns fyrir framleiðendur og neytendur, vera saman á vegferð fræðslu og endurbóta. Líf án þjáningar Það getur ekki verið ósanngjörn krafa að öll dýr fái notið þeirra grunnlífsgæða að lifa lífi þar sem þau eru laus við þjáningu og ótta og geti sinnt sínu náttúrulegu atferli. Í þessu liggur hvatning til allra er fara fyrir dýrahaldi efla velferð dýra sinna, en jafnframt felur þetta í sér ákall til neytenda að hvetja til þeirra breytinga. Allt snýst þetta um hið sjálfsagða markmið að ekkert dýr eigi að þjást. Höfundur er stjórnarmaður Dýraverndarsambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Líf og lifnaðarhættir mannfólksins í samfélagi sem byggir á samúð og samkennd ætti ekki að leiða af sér ótta né þjáningu annarra. Þetta er í grunninn afar einföld heimssýn. Því miður er fjarri því að hún náist eins og staðan í dag því lifnaðarhættir okkar vestrænna þjóða, velmegun okkar og neysla, leiðir til mikilla þjáningar og ótta sumra dýra. Í þágu neyslusamfélagsins höfum við skapað aðstæður fyrir dýr sem með engu móti geta talist eðlilegar. Ekki er langt síðan þessum aðstæðum var lýst sem dystópískri framtíðarsýn en er núna orðin að veruleika, sbr það sem kom fram í bókinni „Þegar dýr verða að vélum” (norsk. Når dyr bliver til maskiner) og kom út árið 1956. Þar viðra dýralæknar og bændur áhyggjur sínar af því að það geti í framtíðinni orðið til hópur fólks sem sé fullkomlega aftengdur við þarfir dýra og uppruna dýraafurða. Þær áhyggjur hafa sannarlega raungerst í dag. Ónáttúrulegar aðstæður Milljónir dýra um allan heima búa við óviðunandi aðstæður, í verksmiðjum (e. feedlot stations), þar sem þau eiga engan kost á því að sinna sínu náttúrulegu atferli. Oft mega þessi dýr þola þjáningu vegna krafna um mikinn vaxtarhraða. Aðstæður þeirra geta verið stöðugur hávaði, heilsuspillandi ólykt sökum þéttleika og uppgufun frá saur og þvagi, þola árásir annarra dýra þar sem þéttleiki spilar inn í, eru þvinguð til að liggja, þvinguð til að standa kyrr. Svona mætti telja endalausar aðstæður dýra sem haldin eru til þess að fæða okkur og klæða eða til að gleðja okkur í leik og starfi. Dýr eru einstaklingar með sitt eigið þróaða tilfinningalíf og samskiptamynstur innan sinnar tegundar. Þetta vitum við og þekkjum öll sem höfum átt einhverja tengingu við dýr. Þess vegna getum ekki, við sem þekkjum til þarfa dýra, haldið áfram á þeirri braut að hámarka hamingju og velferð okkar á kostnað þjáningar þeirra. Samfélag manna verður að hefja þá vegferð að skoða velferð okkar út frá því hvernig við veljum að koma fram við dýr. Við verðum að líta til framleiðslukerfa sem dýr mega búa við í dag, efla fræðslu og auka gagnsæi um aðstæður dýra til gagns fyrir framleiðendur og neytendur, vera saman á vegferð fræðslu og endurbóta. Líf án þjáningar Það getur ekki verið ósanngjörn krafa að öll dýr fái notið þeirra grunnlífsgæða að lifa lífi þar sem þau eru laus við þjáningu og ótta og geti sinnt sínu náttúrulegu atferli. Í þessu liggur hvatning til allra er fara fyrir dýrahaldi efla velferð dýra sinna, en jafnframt felur þetta í sér ákall til neytenda að hvetja til þeirra breytinga. Allt snýst þetta um hið sjálfsagða markmið að ekkert dýr eigi að þjást. Höfundur er stjórnarmaður Dýraverndarsambandi Íslands.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun